Mosfellingur - 13.01.2011, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 13.01.2011, Blaðsíða 8
Hefur þú áhuga á kristinni íhugun? Síðastliðin rúm tvö ár hefur verið boðið upp á íhugunar- og bæna- stundir í Lágafellskirkju á hverjum miðvikudegi undir leiðsögn Sigurbjargar Þorgrímsdóttur. Fjöldi manns hefur kynnt sér þessa íhug- unar-bænaraðferð og iðka daglega. Kynning á aðferðinni Centering prayer verður í Lágafellskirkju miðvikudagana 19. og 26. janúar kl.19.30-21.30. Um er að ræða tvö samhangandi skipti. Þátttaka er ókeypis. Í framhaldinu er boðið upp á vikulegar íhugunar/bæna samverur á sama stað á miðviku- dögum kl. 17.30-18.30. Skráning í safnaðarheimilinu í síma 566-7113. Nánari upplýsingar veitir sr. Ragn- heiður Jónsdóttir. Sjá einnig www. lagafellskirkja.is. Allt áhugafólk um kristna íhugun og bæn velkomið. Spuni í Listasalnum hjá Kristínu Elvu Í Listasal Mosfellsbæjar stendur yfir sýning Kristínar Elvu Rögnvalds- dóttur, SPUNI II. Í listsköpun sinni notast Kristín Elva við blandaða miðla; skúlptúr, ljósmyndir, teikn- ingar og hreyfimyndir. Hún vinnur meðal annars út frá hinu hvers- dagslega í náttúrunni, klisjum í manngerðu umhverfi og sagnahefð. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis. Kristín Elva lauk prófi frá mynd- höggvaradeild Myndlista- og handíðaskólans árið 1998 og meistaragráðu frá Konunglegu Listaakademíunni í Stokkhólmi þremur árum síðar. - Öflugasti auglýsinga- og fréttamiðill Mosfellsbæjar8 Í Mosfellsbæ í 50 ár Samkvæmisdans - Barnadans - Freestyle - HipHop - Keppnisdans - Konusalsa - Parasalsa Kennsla hefst miðvikudaginn 19. janúar Kennslustaður: Varmárskóli Skráning og upplýsingar á www.dansskoliheidars.is eða í síma 896 0607 Ath. verulegur afsláttur af auglýstri gjaldskrá Á morgun, föstudaginn 14. janúar, hefst forsala á árlegt þorrablót Aftureldingar. Forsalan fer fram á N1 við Háholt kl. 18-19, þar er hægt að tryggja sér miða og taka frá borð. Blótið verður haldið laugardaginn 22. janúar í íþróttahúsinu að Varmá. Allur ágóði af þorrablótinu rennur til barna- og unglingastarfs Aftureldingar. Að þessu sinni verður útvarpsmaðurinn góðkunni Freyr Eyjólfsson veislustjóri og mun svo mosfellska sveitin Bob Gillan og Ztrandverðirnir, ásamt drengjunum Í svörtum fötum með Jónsa í broddi fylkingar, leika fyrir dansi. Eins og áður mun Vignir í Hlégarði sjá um þorramatinn og létta rétti fyrir þá sem ekki treysta sér í þorrann. Þorrablótið endurvakið við mikla hrifningu Þetta er í fjórða skiptið sem blótið er haldið með þessu sniði en það var endurvakið árið 2008 eftir nokkurra ára hlé. Blótið er stærsti viðburður að þessu tagi sem haldinn er í Mosfellsbæ. Það er óhætt að segja að Mosfellingar hafi tekið endurvakningu þorrablótsins mjög vel og fjölmennt á þennan viðburð sem hefur farið vel fram. Sú breyting verður í ár að í stað 10 manna hringborða verða 10- 40 manna langborð. Um allan bæ eru vinnustaðir, félagasamtök, vinahópar og heilu göturnar að taka sig saman um að mæta. Mosfellingar eru hvattir til að mæta á þennan stórviðburð og eiga góða kvöldstund með sveitungum sínum. Forsala á Þorrablót Aftureldingar hefst á morgun, föstudag, kl. 18 á N1 í Háholti Blótað til styrktar Aftureldingar Mikið er jafnan spáð og spekúlerað í borðaskip­ unina á Þorrablótinu. Bragðbest er eins árs gamalt nýsköpun- arfyrirtæki, stofnað af Mosfellingnum Agli Sigurðssyni og félaga hans Björgvini Mýrdal matreiðslumeistara en fyrirtækið er staðsett í Hveragerði. „Við ætluðum upphaflega að selja frosn- ar súpur og selja erlendis en þegar við komumst að því hversu miklu er fargað í landbúnaðargeiranum og hjá útgerðum þá þróaðist hugmyndin í að selja soð fyrir innanlandsmarkað og humarþykkni til út- flutnings,” segir Egill en þeir félagar fengu nýsköpunarstyrk til að koma verkefninu á koppinn. Hvorki rotvarnarefni né olía Við notum gamla gufuknúna potta frá hernum við vinnsluna og gætum ekki verið á betri stað en hér í Hveragerði, þar sem gufan er í ótakmörkuðu magni. Við notum bein, skeljar, humarklær og annað sem fellur til því í því er mesta bragðið. Ýmsir aðilar hafa sýnt framleiðslunni áhuga og þá meðal annars vegna umhverf- isvænna vinnsluaðferða. Hvorki eruð not- uð rotvarnarefni né olía til að knýja fram- leiðsluna áfram eins og tíðkast erlendis. Kínverjar eru meðal þeirra sem hafa verið á höttunum eftir þessum nýju frumkvöðlum sem setja umhverfið á oddinn. Mosfellingum býðst að panta vöruna í gegnum netfangið pantanir@bragðbest.is Mosfellingurinn Egill Sigurðsson rekur eins árs nýsköpunarfyrirtæki með félaga sínum Umhverfisvæn matvælavinnsla Egill við gufuknúna potta frá hernum sem notaðir eru við vinnsluna.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.