Mosfellingur - 13.01.2011, Blaðsíða 25

Mosfellingur - 13.01.2011, Blaðsíða 25
25Íþróttir og ungt fólk - Þjónusta við mosfellinga Vantar þig vinnu/aukavinnu? Við leitum að duglegu og jákvæðu fólki, sem vill taka stjórn á eigin framtíð. Frábært tækiFæri Kíktu á síðuna ef þú ert rétti aðilinn og fáðu frekari upplýsingar. www.heilsufrettir.is/solosk s: 891-9883 Við erum nú orðin þjónustuaðili fyrir úrVinnslusjóð þú getur komið með bílinn til okkar og fengið skilagrein fyrir 15.000 króna úrvinnslugjaldi. Gluggar Útihurðir Sérsmíði ...í réttum gæðum Flugumýri 16d s. 577-1377 / 896-9497 www.retthjajoa.is a MÚRVERK - FLÍSALAGNIR - ALMENN VIÐHALDSVINNA f FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI Með átakinu Ungt fólk til athafna (UFTA) sem ýtt var úr vör af félags- og tryggingamálaráðuneytinu fyrri part síðasta árs er markmiðið að aldrei skuli líða meira en þrír mánuðir frá því að einstaklingur á aldrinum 16-29 ára verður atvinnulaus þar til honum er boðið starf, námstækifæri, starfsþjálfun eða þátttaka í öðrum verðugum verkefnum. Með átakinu er verið að gefa ungum atvinnuleitendum möguleika á að koma sér af stað í námi, öðlast starfsréttindi eða kynnast nýjum starfsvettvangi, sér að kostnaðarlausu. Eitt af þessum verðugu verkefnum er þátttaka í sjálfboðaliðastörfum innan RkÍ á meðan á atvinnuleitinni stendur. Verkefnið er samstarfsverkefni Rauða kross Íslands (RkÍ) og Vinnumálastofnunar (VMST), byggt á samstarfssamningi sem undirritaður var þ. 4. febrúar 2010 og framlengdur um síðustu áramót. Samningnum var ætlað að tryggja sjálfboðastörf, fyrir allt að 180 atvinnuleitendur á landsvísu en raunin varð að rúmlega tvöfalt fleiri komu til RkÍ á síðasta ári. Af öllum þessum fjölda enduðu ótrúlega margir í launuðum störfum. Verkefnið á Reykjavíkursvæðinu fékk fyrst í stað aðsetur í Rauðakrosshúsi Reykjavíkur í Borgartúni 25 sem þá var rekið af landsskrifstofu RkÍ, en Reykjavíkurdeild RkÍ yfirtók rekstur hússins í ágúst. Samhliða þessari breytingu á rekstri Rauðakrosshússins í Rvk. var rekstur annarra Rauðakrosshúsa á Stór-Reykjavíkursvæðinu einnig efldur með það að markmiði að færa þjónustuna til fólksins, þannig að fólk geti fengið samastað hjá RkÍ í sínu bæjarfélagi. Þannig var opinber opnunartími Rauðakrosshússins í Mosfellsbæ, sem er að Þverholti 7, stóraukinn. Komið hefur upp sú hugmynd að vera með opið hús einu sinni í viku á Kjalarnesi og mega þeir sem áhuga hafa á því gjarnan hafa samband við RkÍ í Mosó. Allir eru velkomnir í Rauðakrosshúsið í Mosfellsbæ. Með eflingu Rauðakrosshúsanna og auknum fjölda ungmenna í UFTA, skapaðist grundvöllur fyrir því að bjóða ungmennunum í verkefninu að velja sér stað- setningu með tilliti til búsetu. Því hafa ungmenni af Kjalarnesi, úr Kjós, Mosfellsbæ og austurhluta Reykjavíkur sótt námskeið og fræðslu í UFTA verkefninu í RkÍ-húsinu í Mosfellsbæ, Þverholti 7. Með auknum fjölda ungmenna í verkefninu skapaðist einnig þörfin fyrir meiri fjölbreytni þar sem þeir sem velja sér RkÍ sem úrræði þurfa að sinna ákveðinni mætingarskyldu til að halda bótum og takmörk eru fyrir því hversu mörgum er hægt að finna sjálfboðaliðastörf við hæfi. Áherslan hefur því verið aukin á uppbyggjandi fyrirlestra, aðstoð við atvinnuleit og starfsþjálfun. Í öllu þessu getur bæjarfélagið þ.e. sveitarfélag- ið, fyrirtækin og ekki síst fólkið innan sveitarfélags- ins veitt ómetanlega aðstoð. Ég vil því hvetja alla sem kunna að vera gjaldgengir í verkefnið UFTA eða vita af einhverjum sem þannig er ástatt um að hafa samband í síma 564-6035 eða koma við í Rauðakrosshúsinu í Mosfellsbæ að Þverholti 7. Einnig alla atvinnurekendur sem kunna að óska eftir ungum starfsmönnum eða geta boðið upp á starfsþjálfun fyrir ungmennin. Kær nýárskveðja, Hilmar Bergmann, verkefnastjóri – Taktur, Kjósarsýsludeild RkÍ. Ungt fólk til athafna - fyrir unga fólkið og framtíðina! Súrt silfur, gulli betra Hluti leikmanna í meistaraflokki Aftureldingar tók um helgina þátt í Vodafone cup Iceland. Sigurlið mótsins keppir fyrir hönd Íslands á Vodafone world cup í Abu Dhabi í mars. Á mótinu tóku þátt 72 lið en það fór fram í Fífunni. Okkar menn áttu stórleik og sigruðu sinn riðil. Þeir unnu svo alla leiki sína frá 32 liða úrslitum að úrslitaleiknum. Þar vantaði herslumuninn og töpuðu þeir 2-1 Það verður því að bíða betri tíma að skreppa til Abu Dhabi hjá þeim enda kannski bara eigulegra að hafa fengið Nokia síma í verðlaun fyrir 2. sætið. Efnilegir handboltastrákar úr Aftureldingu fóru á Norðurlandamót félagsliða í Svíþjóð Frábær árangur á Norden Cup

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.