Mosfellingur - 13.01.2011, Blaðsíða 22
Misvitur er Njáll
„Misvitur er Njáll,“ eru þekkt orð úr
Njálu en tilsvörin úr þessari önd-
vegissögu er eitt af því sem menn
velta fyrir sér í Brúarlandi nú um
stundir. Þar stendur yfir námskeið
á vegum FAMOS (Félag aldraðra í
Mosfellsbæ) en kennari er Bjarki
Bjarnason cand. mag. Á námskeið-
inu verður farið yfir alla söguna og
horft á verkið frá mismunandi sjón-
arhornum en í vor verður haldið á
söguslóðir Njálu í Rangárþingi.
Á myndinni má sjá Njál á
Bergþórshvoli, honum óx ekki skegg
enda er hann kallaður „karl hinn
skegglausi“ í Njálu. Myndin er úr
Njáluhandriti frá 19. öld.
- Fréttir úr bæjarlífinu22
Tímar eru sem hér segir:
3ja ára (fædd 2007) kl. 09:15 – 10:15
4ra ára (fædd 2006) kl. 10:15 – 11:15
5 ára (fædd 2005) kl. 11:15 – 12:15
ÍÞRÓTTASKÓLA BARNANNA AFTURELDING
Nánari upplýsingar hjá Svövu Ýr
s: 7729406 og með vefpósti á : sva@fb.is
einnig á vef Aftureldingar: afturelding.is
12 tíma fjör alla
laugardaga
8. jan – 26. mars !
Hefst
8.jan
Hlakka til að sjá ykkur hress og kát í Íþróttahúsinu að Varmá. Svava Ýr Baldvinsdóttir íþróttakennari afturelding.is
Tímar eru sem hér segir:
3ja ára (fædd 2007) kl. 09:15 – 10:15
4ra ára (fædd 2006) kl. 10:15 – 11: 5
5 ára (fædd 2005) kl. 11: 5 – 12:15
ÍÞRÓT ASKÓLA BARNAN A AFTURELDING
Nánari up lýsingar hjá Svövu Ýr
s: 7 29406 og með vefpósti á : sva@fb.is
einnig á vef Aftureldingar: afturelding.is
12 tíma fjör alla
laugardag
8. jan – 26. mars !
Hefst
8.jan
Hlakka til að sjá ykkur hress og kát í Íþróttahúsinu að Varmá. Sva Ýr Baldvinsdóttir íþróttakennari afturelding.is
Laugardaginn 8. janúar héldu feðgarnir
Sigurður H. Hansson Frostpinni og Arnór
Sigurðarsson trommari og FÍH nemi upp
á stórafmæli sín en Sigurður varð fertugur
3. janúar og Arnór verður tvítugur þann 9.
febrúar. Sigurður og Alda konan hans þykja
frábærir kokkar og fannst ekki mikið um að
elda girnilegar steikur og súkkulaðikökur
ofan í 180 manns en ekkert var til sparað í
mat og drykk að þessu tilefni.
Félagar úr Karlakór Kjalnesinga stálu
senunni með allskyns skemmtiatriðum og
frumsýndu t.d, nýtt danspar sem hefur sér
hæft sig í dansi undir karlakórsöng og svo
steig á stokk hljómsveit Arnórs „Bob Gillan
og Ztrandverðirnir” og The Jenzons sem
var samansett af frændum feðganna ásamt
þeim sjálfum og að endingu spiluðu Benni
trommari, Vignir Snær gítarleikari og Jón
Bjarni bassaleikari fram á nótt.
Nýárstónleikar Salon Islandus fara fram í Salnum, Kópavogi þann 15. janúar kl. 17.
Þema tónleikanna er annars vegar Liszt (200 ára afmæli), sígræn vínartónlist og sígauna-
tónar en hinsvegar kvikmyndatónlist
Fyrir hlé er afmælisbarninu Franz Liszt fylgt frá fæðingarbæ hans Raiding til Vínar og
þaðan til Parísar. Boðið er uppá þekkt eyrnakonfekt svo sem Rhapsódíu Liszts nr. 2, ást-
ardrauminn fræga í flutningi Önnu Guðnýjar, Paganini kaprísu nr. 24 í flutningi Sigrúnar
Eðvalds að ógleymdum nokkrum Vínartengdum tónum Diddúar, prímadonnu þessara
tónleika en hún kom síðast fram með hljómsveitinni árið 2006.
Síðari hluti tónleikanna er helgaður innlendri og erlendri kvikmyndatónlist; sígrænum
perlum eftir ABBA, Valgeir Guðjónsson og fleiri.
Salon Islandus skipa Sigrún Eðvaldsdóttir, Sif Tulinius, Bryndís Halla Gylfadóttir, Há-
varður Tryggvason, Martial Nardeau, Sigurður Ingvi Snorrason, Anna Guðný Guð-
mundsdóttir og Pétur Grétarsson.
Óskar eftir hressum söngfélögum í karlaraddir, bassa og tenór.
Markmið kórsins er að skemmta sér og öðrum með söng og gleði
ásamt ferðalögum innanlands og utan. Stjórnandi kórsins
er Magnús Kjartansson, hljómlistamaður (sá eini sanni)
Þetta er bara gaman.
Upplýsingar í síma 898 9998 Ásgeir
og 862 1600 Dísa
Óskum eftir hr ssum söngfélögum
í karlraddir, bassa og tenór.
Markmið kórsins er að skemmta sér og
öðrum með söng og gleði ásamt ferðalögum
innanlands og utan.
Stjórnandi kórsins er Magnús Kjartansson,
hljómslistamaður (sá eini sanni).
Þetta er bara gaman.
Upplýsingar í síma 898-9998 (Ásgeir)
og 862 1600 (Dísa).
Diddú syngur með Salon Islandus á nýárstónleikum
Vínar- og kvikmyndatónlist
Diddú kom síðast fram með
Salon Islandus árið 2006.
Sigurður Hansson og Arnór héldu sameiginlega veislu
Stórafmæli feðga
Afmælisdrengirnir
Siggi og Arnór.
Afmælisgestir vel með á nótunum í Framhúsinu.
Siggi tók að sjálfsögðu lagið með kórnum sínum.
Dansað undir karlakórsöng Kjalnesinganna.