Mosfellingur - 13.01.2011, Blaðsíða 26

Mosfellingur - 13.01.2011, Blaðsíða 26
Óþolandi veggjakrot Krotið á Bæjarleikhúsinu okkar er orðið óþolandi. Þetta kostar alltaf málningu og ergir okkur sem erum að vinna við leikhúsið og gefum allan okkar tíma og borgum oft með okkur í starfinu þar. Trúlega eru þetta unglingar sem þykir þetta “flott” en okkur þykir þetta ljótt. Með bestu kveðju og ósk um gott nýtt ár. Leikari ORÐIÐ ER LAUST... Hér gefst lesendum kostur á að láta skoðanir sínar í ljós í stuttu máli. - Aðsendar greinar26 Sumarferð eldri borgara Sumarferð Félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ 4.-6. júlí Lagt verður af stað frá Eirhömrum í Mosfellsbæ mánudaginn 4. júlí og ekið um Suðurland að Búrfellsvirkjun. Þaðan verður haldið um virkjanasvæðin að Vatnsfellsvirkjun, og Versölum og upp á Sprengisand um slóðir Fjalla-Eyvindar í Nýjadal, þar sem snætt verður nesti. Þaðan haldið í Tómasarhaga, um Kiðagilsdrög, að Aldeyjarfossi, niður Bárðardal og að Stórutjörnum við Ljósavatn þar sem snæddur verður kvöldverður og gist. Þriðjudaginn 5. júlí verður lagt af stað eftir morgunverð frá Stóru- tjörnum og ekið að Goðafossi, um Fljótsheiði og Aðaldal að Mývatni, um Námaskarð og niður Hólssand að Dettifossi, niður í Ásbyrgi þar sem snætt verður nesti. Síðan um Tjörnes til Húsavíkur og aftur til Stórutjarna þar sem snæddur verður kvöldverður og gist aðra nótt. Miðvikudaginn 6. júlí eftir morg- unverð verður ekið til Akureyrar, þaðan til Dalvíkur, Ólafsfjarðar, um Héðinsfjarðargöng til Siglufjarðar, um Haganesvík og Fljót til Sauð- árkróks þar sem snæddur verður hádegisverður. Síðan um Þverfjall til Blönduóss, um Holtavörðuheiði og Borgarfjörð til Mosfellsbæjar. Þetta er ferðalýsingin í stórum dráttum. Það skal sérstaklega tekið fram að stoppað verður á öllum áhugaverðum stöðum og áfangar hafðir sem þægilegastir fyrir þátt- takendur. Verð á mann verður kr. 40.000.- Það er nóg um að vera í Fram- haldsskólanum í Mosfellsbæ. Nem- endur eru að vinna að fjölbreyttum verkefnum yfir önnina. Í upphafs- áfanga í ensku, 2A05, er lögð rík áhersla á að nemendur vinni fjöl- breytt verkefni og eitt af þeim verk- efnum er að nemendur voru beðn- ir um að skrifa bréf til 10. bekkinga hér í bænum til að kynna skólann. Tíðar heimsóknir 10. bekkinga í skólann voru kveikjan að verkefninu. Nemendur voru beðnir um að segja frá því sem þau töldu vera kosti skólans. Nemendur stóðu sig með prýði og verkefnin komu vel út. Hér eru nokkur dæmi um svör þeirra: “For starters it has no tests at all, your final grade will be determined purely by how well you do in class and your assign- ment turn-ins. It also has other qualities such as but not limited to: nice teaching, good teaching methods, much (but not complete) computer use and more.” “Not only does this school have unique, interactive assignments. But also a close knit group of kids, this being such a small school and all. The teachers are also great, very helpful and clearly know how to do their job.” “If you like a good education, no exams and good teachers FMOS might be the right school you. Like I said before in FMOS there are no exams which means you have to be in charge of how well you want to learn. You have to finish your homework and attend classes. The good thing about that is you can almost always finish your homework during school-hours so you have a lot of free time. The courses are not too hard but not too easy so you can learn something. You can always get help if you need from your teachers.” “Few students are in FMOS so that is really positive you know everyone in the school and it is really good to learn here…. We have special time called “verkefnatím- ar” than we can come if we want to learn our homework or something we did not understand in class. All the teachers are available that time to help you.” Í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ reyn- um við að mæta þörfum nemenda okk- ar með verkefnamiðuðu námi og áherslu á fjölbreyttar kennsluaðferðir. Við höf- um leiðsagnarmat að leiðarljósi; engin stór lokapróf heldur símat yfir önnina. Í kennslukönnun skólans í haust kom það fram að nemendur eru almennt ánægðir með skólann. Helena María Smáradóttir enskukennari í FMoS Hvernig myndir þú kynna skólann þinn? Gleðilegt árið! Langar að byrja á að lýsa yfir ánægju minni yfir hversu Mosfellingar voru duglegir að skreyta hús sín og garða með allri þessari fallegu jólalýsingu um hátíðina. Guðdómlegt að ganga um bæinn og skoða alla ljósadýrðina. Endilega haldið áfram á þessari braut um næstu jól og áramót. Ekki veitir af í þessu skammdegi. Varðandi skrif meirihlutans um lagfæringu á grein sem frú Hanna Bjartmars skrifaði um hækkandi laun bæjarstjórans í þarsíðasta blaði og ég lýsti vandlætingu minni á í síðasta tölublaði langar mig barasta hreint og beint til að fara fram á að bæjarstjóri og meirihluti upplýsi mig um hver nákvæmlega eru mánaðarlaun bæjarstjórans með ÖLLUM hlunnindum og einnig kjörinna fulltrúa? Það hljóta að vera opinber gögn er það ekki, þar sem við skattborgararnir erum að greiða ykkur laun? Það eru greinilega að koma þarna fram afar villandi skilaboð og eftir að hafa lesið grein meirihlutans í síðasta tölublaði verð ég barasta að segja að ég er enn forvitnari fyrir vikið. Get barasta ekki kyngt því ef bæjarstjóri og fulltrúar séu á einhverjum ofurlaunum þegar álögur eru hækkaðar á okkur og ýmis þjónusta skert. Einnig rámar mig í að Framsóknarflokkurinn hafi verið að gera það að umtalsefni í blaðagrein Mosfellings korteri fyrir síðustu kosningar að laun bæjarstjórans hafi hækkað óheyrilega þegar núverandi bæjarstjóri tók við völdum á miðju síðasta kjörtímabili. Vona að mig misminni ekki? Er ekki bara hreinlegast að upplýsa fólk? Hljóta að vera fleiri en ég sem velta þessu fyrir sér! Einnig...hverjir eru í þessu Kjararáði sem meirihlutinn vísar svo mikið til í síðasta blaði? Er það eitthvað ráð á vegum sveitarfélagsins eða hvað? Einnig sló það mig í síðasta tölublaði að sagt var frá því að hefjast ætti handa við að reisa nýjan framhaldsskóla í Mosfellsbæ núna á árinu, en ég bara spyr sjálfa mig og ykkur meirihlutann höfum við virkilega efni á því að fara að reka enn einn nýjan skólann í bæjarfélaginu okkar miðað við ástandið í dag? Með kveðju og vinsemd. Hólmfríður D. Magnúsdóttir Enn um kjör bæjarstjórans Það var gott og skynsamlegt skref hjá Mosfellsbænum á sínum tíma að gefa starfsmönnum sínum frítt í sund. Sund er mjög góð líkams- rækt sem flest allir geta stundað sér til heilsubótar og ekki síst fólk á efri árum. Sund reynir ekki á liða- mótin og engin hætta er á íþrótta- meiðslum. Að stunda sund, gufu- bað og potta eykur mótstöðuafl líkamans á móti alls konar pestum. Undirrituð hefur – 7,9,13 – hvorki fengið kvef né flensu í mörg ár og rek ég þetta til reglulegra sundferða og útiveru í öllum veðrum. En nú er öldin önnur og stjórn Mosfellsbæjar hefur afnumið frítt sundkort fyrir starfsmennina sína. Sparnaðurinn við þetta er auðvitað enginn því rekstrarkostnaður á sundlaug- unum verður sá sami. Jú, einhverjir munu eflaust kaupa sér kort og eitthvað smávegis mun koma inn í kassann. En eflaust munu þessar ráðstafanir draga úr sundferðum hjá mörgum, alveg örugglega hjá mér. Það væri fróðlegt að reikna upp hve mikið bara ein veikindavika hjá starfsmanni kostar bæjarfélagið og hvort það muni nú ekki borga sig frekar að hafa starfsfólkið hraust og við góða heilsu. Úrsúla Jünemann, kennari Sundið er gott fyrir heilsuna Í síðasta tölublaði Mosfellings skrifa þrír fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjórn Mosfells- bæjar grein um laun bæjarstjór- ans. Eins og alltaf þegar málefni bæjarfélagsins eru til umræðu valdi fulltrúi Vinstri grænna að skipa sér á bekk með Sjálfstæðis- mönnum og undirritaði greinina ásamt þeim. Greinin er skrifuð undir því yfirskini að verið sé að leiðrétta villandi upplýsingar sem undirrituð á að hafa sett fram í grein í Mosfellingi sem kom út 2. desember s.l. Í grein fjórmenninganna er því haldið fram að ég hafi vísvitandi farið rangt með staðreyndir. Mín grein fjallaði um nýjan ráðningar- samning við bæjarstjóra Mosfellsbæjar og tillögur sem Samfylkingin lagði fram til breytinga á honum. Í grein sinni kjósa fjórmenningarnir að tíunda breytingar sem þau segja að orðið hafi á kjörum bæjarstjóra frá 1. janúar 2009. Efni minnar greinar var nýi ráðningarsamningurinn og sá litli sparnaður sem í honum felst en ekki það hvort bæjarstjóri hafi tekið á sig lítilsháttar kjaraskerðingu á undanförnum tveimur árum. Það hafa nær allir í þjóðfélaginu þurft að gera. Fjórmenningarnir vilja eflaust reyna að fegra myndina með þessum málflutningi en það réttlætir ekki þau ofurkjör sem bæjarstjórinn nýtur enn samkvæmt nýjum ráðningarsamningi. Í grein fjórmenninganna er talað um launaflokkatilfærslu. Í gögnum sem meirihlutinn lagði fyrir bæjarstjórn þegar ráðningarsamningurinn var þar til umræðu kemur skýrt fram að laun bæjarstjóra muni hækka úr launaflokki 139 í launaflokk 141 líkt og laun ráðuneytisstjóra hafi gert. Það kann vel að vera að niðurskurður á fastri yfirvinnu bæjarstjórans hafi orðið til þess að laun hans lækkurðu í raun en hækkun grunnlaunanna hefur mildað þá lækkun verulega. Í grein bæjarfulltrúa meirihlutans segir að „launaflokkatilfærslan“ sé tilkomin vegna þess að laun bæjarstjóra eru tengd við laun ráðuneytisstjóra og að Kjararáð hafi ákvarðað breytingarnar. Hér er látið líta út fyrir að það sé einhvers konar náttúrulögmál að laun bæjarstjóra fylgi launum ráðuneytisstjóra. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar getur samið um laun bæjarstjóra á þeim forsendum sem hún telur skynsamlegast og er alls ekki bundin af því að miða launin við laun ráðuneytisstjóra þó það hafi á einhverjum tímapunkti verið talið heppilegt viðmið. Það kemur úr hörðustu átt að væna mig um að setja fram villandi upplýsingar. Auk loðins orðalags eins og rakið hefur verið hér að ofan beita fjórmenningarnir fyrir sig prósentutölum án þess að fram komi hvernig þær eru til komnar. Það er reyndar fróðlegt að sjá að samkvæmt þeirra eigin útreikningum lækkuðu hlunnindi bæjarstjóra einungis um sem nemur 1% af launum. Í mínum huga er það alveg ljóst að grein fjórmenninganna í síðasta Mosfellingi var ekki skrifuð til að Mosfellingar hafi réttar upplýsingar um málið eins og þar var haldið fram. Tilgangurinn var fyrst og fremst að slá ryki í augu bæjarbúa með því að reyna að gera mig ótrúverðuga. Slík vinnubrögð dæma sig sjálf. Allt slíkt er þó léttvægt í stærra samhengi hlutanna. Eftir stendur að á meðan lagður er til niðurskurður á öllum sviðum í starfsemi bæjarins nýtur bæjarstjórinn enn ofurlauna og ýmissa hlunninda svo sem bifreiðar sem rekin er á kostnað bæjarfélagsins. Hanna Bjartmars Arnardóttir Samfylkingin Enn um laun bæjarstjóra

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.