Mosfellingur - 13.01.2011, Blaðsíða 14
- Frítt, frjálst og óháð í átta ár14
Á síðasta ári voru liðin 70 ár frá því erlendur her steig á land í Reykjavík og tók að hreiðra
um sig í íslensku samfélagi, þar á meðal Mosfellssveit. Hersetan hafði gífurleg áhrif, heilu
braggahverfin risu víða um hreppinn og íbúum snarfjölgaði á einni nóttu.
„Þeir sem lifðu hernámsárin hafa frá fjölmörgu að segja og þess vegna réðst Sögufélag
Kjalarnesþings í að taka viðtöl við fólk sem bjó þá í Mosfellssveit,“ segir Bjarki Bjarnason
formaður félagsins. Vilborg Bjarkadóttir þjóðfræðinemi hljóðritaði viðtölin, sem eru 14
talsins, og verða þau varðveitt í „Miðstöð munnlegrar sögu“ í Þjóðarbókhlöðunni. Þar geta
gestir og gangandi hlýtt á þessar áhugaverðu frásagnir frá horfinni öld. Einnig verða afrit
af viðtölunum á Bókasafni Mosfellsbæjar og Héraðsskjalasafni Mosfellsbæjar.
Sögufélagið tekur 14 hernámsviðtöl við gamla sveitunga
Frásagnir frá horfinni öld
Systkinin frá Brúarlandi, Ragnar og
Gerður Lárusarbörn, hjálpa erlendum
hermanni við þvottastörfin. „Við köll
uðum hann afa,“ segir Gerður sem er
einn af viðmælendunum í viðtölunum
sem Sögufélag Kjalarnesþings hefur
látið hljóðrita. Myndin er tekin nálægt
Brúarlandi með Kistufell í fjarska.
VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja
Almennar
og sérstakar
húsaleigubætur
Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur
nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur
árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka,
eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings.
Samkvæmt reglum Mosfellsbæjar um sérstakar
húsaleigubætur skal endurnýja umsóknir um sérstakar
húsaleigubætur samhliða almennum húsaleigubótum,
gildir umsókn aldrei lengur en sex mánuði og/eða
jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings.
Reglur vegna sérstakra húsaleigubóta er hægt að nálgast
á vef Mosfellsbæjar undir www.mos.is/samthykktirogreglur
Umsækjendur um almennar og sérstakar húsaleigubætur í
Mosfellsbæ eru minntir á að skila umsókn fyrir árið 2011 á
www.mos.is/íbúagátt. og/eða í Þjónustuveri Mosfellsbæjar,
Þverholti 2 í síðasta lagi 17. janúar næstkomandi.
Húsnæðisfulltrúi Mosfellsbæjar