Mosfellingur - 22.12.2011, Page 6
Ánægð(ur)
93,0%
Hvo
rki n
é 3%
Óá
næ
gð
(ur
) 4
%
Upplýsingar og skráningar í ferðir og námskeið eru á skrifstofu félagsstarfsins Eirhömrum kl. 13-16, símar 586-8014 og í gsm. 692-0814
- Fréttir úr bæjarlífinu6
Bridsfólk!
Óskum eftir fleiri þátttak-
endum í spilamennsku á
Eirhömrum, eftir hádegi á
virkum dögum. Þar er einnig
hægt að spila vist og tefla.
Uppl. á skrifstofu félags-
starfsins og í síma 5868014
kl. 13 -16.
Ný námskeið
Skráningar á ný nám-
skeið byrja eftir áramót,
þ.e. í bókband, tréskurð,
leir og glernámskeið,
einnig í leikfimi. Þessi
námskeið byrja um
miðjan janúar n.k.
Eldri borgarar!
Við hlökkum til samstarfs
við ykkur á nýju ári.
Gleðileg jól
Megi nýja árið færa ykkur
hreysti og hamingju
Elva og Svanhildur
Mikið af fallegum
trjám í Hamrahlíð
Jólasveinarnir hafa haft í mörgu að
snúast í Hamrahlíðinni undanfarna
daga. Það hefur færst í aukana að
fyrirtæki gefi starfsfólki sínu tré í
jólagjöf og hafa nokkur fyrirtæki
komið í skóginn í Hamrahlíðinni
og fengið tré. Mikið hefur verið af
fallegum trjám sem Skógræktarfé-
lagið hefur ræktað í reitum hér og
þar í Mosfellsbænum og fólk notið
góðs af því að þar þarf að grisja.
„Skógræktarfélagið vill þakka öllum
þeim fjölmörgu sem lagt hafa
leið sína í skóginn og fengið sér
íslenskt tré en við erum að vona að
mikil aukning verði á sölu íslenskra
jólatrjáa. Einnig viljum við þakka
öllum þeim sem hafa komið að sölu
jólatrjánna en án þeirra hefðum við
ekki getað sinnt öllum þeim sem
komið hafa í skóginn.“
Enn er til nóg af fallegum trjám í
Hamrahlíðinni. Í kvöld, fimmtudag
er opið til kl. 22 og kl. 11-16 á
Þorláksmessu.
Kveikt í brennum
í Mosfellsbæ
Á gamlárskvöld verður áramóta-
brenna í Ullarnesbrekkum.
Mosfellsbær og handknattleiksdeild
Aftureldingar standa fyrir brenn-
unni sem kveikt verður í kl. 20.30.
Björgunarsveitin Kyndill verður
með flugeldasýningu skömmu eftir
að kveikt er í brennunni.
Á þrettándanum, fimmtudagskvöld-
ið 6. janúar, verður svo árleg þrett-
ándabrenna þar sem jólin verða
kvödd. Blysför leggur af stað frá
Miðbæjartorgi og geta Mosfellingar
haft skoðun á því hvort leggja eigi af
stað kl. 18 eða 20. Hægt er að kjósa
um tímasetningu á www.mos.is.
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
leikur, fjöldasöngur undir stjórn
Karlakórs Kjalnesinga auk þess sem
Grýla og Leppalúði verða á svæðinu
með sitt hyski. Kyndill verður með
glæsilega flugeldasýningu að vanda.
Samvera
er besta
jólagjöfin
Fjölskyldan
saman um jólin
Ánægð(ur) Hvorki né Óánægð(ur)Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með...
...Mosfellsbæ sem stað til að búa á? 93% 3% 4%
...aðstöðu til íþróttaiðkunar í Mosfellsbæ? 90% 6% 4%
...þjónustu leikskóla Mosfellsbæjar? 80% 15% 5%
...gæði umhverfisins í nágrenni við heimili þitt? 83% 8% 8%
...þjónustu grunnskóla Mosfellsbæjar? 79% 14% 7%
...hvernig Mosfellsbær sinnir menningarmálum? 68% 29% 3%
...þjónustu Mos. á heildina litið, bæði útfrá reynslu þinni og áliti? 80% 15% 5%
...þjónustu Mosfellsbæjar við barnafjölskyldur? 58% 30% 11%
...skipulagsmál almennt í Mosfellsbæ? 63% 24% 12%
...þjónustu við eldri borgara í Mosfellsbæ? 63% 21% 16%
Í Mosfellsbæ eru 93% íbúa ánægð-
ir með Mosfellsbæ sem stað til að
búa á. Þetta kemur fram í árlegri
þjónustukönnun sem Capacent
gerir meðal sveitarfélaga. Bærinn
fær einkunina 4,4 af 5 mögulegum
og er með þriðju hæstu einkunn-
ina af sveitarfélögum í landinu. Í
Mosfellsbæ var úrtakið 452 manns
og var svarhlutfall um 60%.
Mikil ánægja með aðstöðu
til íþróttaiðkunar
Samkvæmt könnuninni eru um 90%
bæjarbúa ánægðir með aðstöðu til íþrótta-
iðkunar er Mosfellsbær þar í fjórða sæti
meðal sveitarfélaga. Þegar kemur að skipu-
lagsmálunum er Mosfellsbær í öðru sæti
meðal sveitarfélaga en þar eru hlutföllin
töluvert lægri, 63%
bæjarbúa eru ánægðir
með þau mál hér og
12,4% óánægðir.
Almenn ánægja með skólana
Um 80% íbúa eru ánægðir með
leik- og grunnskóla bæjarins og
erum við þar í 5. sæti meðal sveit-
arfélaga.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri segist
mjög ánægður með útkomu Mosfellsbæjar í
könnuninni. „Það er ánægjulegt hvað bær-
inn kemur alltaf vel út úr þessu mati. Hér
finnst fólki greinilega gott að búa og er það
einmitt markmiðið. Hinsvegar verðum við
líka að horfa á það sem við getum bætt okk-
ur í, við dölum t.d. aðeins í einkunn hvað
varðar þjónustu við barnafjölskyldur sem er
örugglega afleiðing að þeim ráðstöfunum
sem grípa hefur þurft til í kjölfar hrunsins
og við þurfum að huga að þessu. Við hækk-
um hinsvegar töluvert í einkunn varðandi
þjónustu við eldri borgara og greinilegt er
að það sem verið er að gera í þeim mála-
flokki, bygging hjúkrunarheimilis og þjón-
ustumiðstöðvar á Hlaðhömrum, mælist vel
fyrir,“ segir Haraldur bæjarstjóri.
Mosfellsbær kemur vel út í árlegri könnun Capacent
Mosfellingar
ánægðir með
bæinn sinn
93% íbúa eru ánægðir
með Mosfellsbæ sem
stað til að búa á.
Eldri borgarar