Mosfellingur - 22.12.2011, Blaðsíða 17
Þeir hafa verið saman í ellefu ár og í raun má segja að þeir séu eins
og franskur rennilás því þeir
eru einfaldlega saman allan sólarhring-
inn. Þeir eru miklir náttúruunnendur,
steinasafnarar og eru umvafnir plöntum
alla daga. Þeir elska að ferðast um heim-
inn og kunna svo sannarlega að njóta
lífsins til hins ítrasta.
„Við kynntumst í Reykjavík árið 2000
og það varð ást við fyrstu sýn. Ári seinna
byrjuðum við okkar búskap í Hvammsgerði
í Reykjavík en þar bjuggum við í níu ár eða
þar til við fluttum að æskuheimili Kristjáns
hér að Suður-Reykjum 3 í Mosfellsbæ,“
segir Einar Bogi er ég spyr hann hvar þeir
félagarnir hafi kynnst.
Afi kom með lítið ljós
„Það má í raun segja að örlögin hafi tengt
okkur saman því um morguninn daginn
sem við Einar Bogi kynnumst dreymdi mig
draum um að mamma mín kæmi inn til
mín og vakti mig með þeim orðum að núna
gangi þetta sukklíferni ekki á mér lengur og
að afi minn væri kominn með
lítið ljós handa mér. Seinna
þennan sama dag sat ég á bar
í miðbæ Reykjavíkur með bjór
í hendi og horfði yfir fólkið sem þar var
og fannst ég ekki eiga neina samleið með
neinum þarna inni.
Ég ákvað að ganga upp Laugaveginn og
þegar mér var litið yfir götuna sá ég mann
standa undir skyggninu hjá Máli og Menn-
ingu að reykja. Ég gekk áleiðis að honum,
tók upp sígarettu og spurði: „áttu eld?“
Frá þessari stundu höfum við verið óað-
skiljanlegir og staðfestum samvist okkar 8.
ágúst 2002 og eftir að lögunum var breytt
þá giftum við okkur 8. ágúst 2010“ segir
Kristján Ingi.
Kristján ingi er fæddur í Reykja-
vík 30. nóvember 1957. Foreldrar hans
eru þau Hansína Margrét Bjarnadóttir
húsfreyja ávallt kölluð Haddý og Jón Vig-
fús Bjarnason garðyrkjubóndi kallaður
Jovvi, en þau eru bæði látin. Systkini
Kristjáns eru þau Ásta fædd árið 1950,
Bjarni Ásgeir fæddur 1952 og Baldur
fæddur árið 1963.
Kristján Ingi ólst upp í Mosfellsbæ en
flutti til höfuðborgarinnar fjórtán ára
gamall. Hann gekk í Brúarlandsskóla, Var-
márskóla og Fjölbrautarskólann í Ármúla.
Eftir útskrift árið 1974 flutti Kristján Ingi til
Noregs og fór í garðyrkjuskólann Statens
garten og blomsterdekor Vea í Moelv. Eftir
heimkomu hóf hans störf hjá bróður sínum
Bjarna Ásgeiri sem starfrækti gróðrastöðina
Garðshorn og starfaði þar í fjögur ár.
Við tók nám í tækniteiknun við Iðnskól-
ann í Reykjavík og eftir það starfaði hann
hjá verkfræðistofunni Hnit. Hann vann hjá
hinum ýmsu blómaverslunum þar til árið
1986 er hann stofnaði sína eigin verslun
Blómálfinn á Vesturgötu. Árið 1989 seldi
hann verslunina en stofnaði aðra blóma-
verslun Blóm undir stiganum í Borgar-
kringlunni og flutti hana síðar að Skipholti
50. Árið 1997 flutti Kristján til Amsterdam
og nam glerblástur og glersteypu í Van Tatt-
eroode og bjó þar í þrjú ár. Kristján Ingi bjó
með Haraldi Tómassyni frá Akureyri í sex-
tán ár en hann lést af hvítblæði árið 1996 og
var jarðsettur í Lágafellskirkjugarði.
Glerverk á leiðið
Árið 2001 settu Kristján Ingi og Einar
Bogi glerverk á leiði Haralds sem Kristján
Ingi hafði gert er hann var við nám í Am-
sterdam. Er þeir voru í kirkjugarðinum því
til undirbúnings sagði Kristján við Einar að
hann kæmi síðar til með að liggja hérna og
benti á frátekið leiði við hlið Haralds og svo
væri eitt annað leiði frátekið mínum öðr-
um manni þar við hliðina. Það var tilviljun
ein að við hliðina á því leiði liggur Hulda
Kolbrún Finnbogadóttir uppáhaldsfrænka
Einars Boga en hún er föðursystir hans.
Einar Bogi er fæddur í Hafnarfirði
28. júlí 1959. Foreldrar hans eru þau
Sigurður Ágúst Finnbogason húsasmíða-
meistari og Guðríður Einarsdóttir fyrrv.
bókavörður. Systur Einars Boga eru þær
Jóhanna Ríkey fædd árið 1960 og Eva
fædd 1967.
Einar Bogi ólst upp í Hafnarfirði og gekk
í Lækjarskóla, Flensborgarskólann, Versl-
unarskóla Íslands og lauk síðan BS prófi í
landfræði við Háskóla Íslands árið 1985. Í
gegnum tíðina hefur hann unnið við hin
ýmsu verslunarstörf, hann starfaði síðan við
bankastörf í 27 ár, þar af átta sem útibús-
stjóri á Reyðarfirði og á Höfn í Hornafirði.
Hann hætti störfum í bankanum árið 2004
og hefur unnið sjálfstætt síðan. Einar Bogi
giftist Hjördísi Rafnsdóttur árið 1982 og á
með henni þrjú börn, Ágúst Rafn fæddan
1983, Matthías fæddan árið 1989 og Ernu
fædda 1993. Barnabörnin eru tvö þeir Alex
Breki sex ára og Björn Andri fimm ára.
Hefur lifað tímana tvenna
„Ég hef lifað tímana tvenna sem sam-
kynhneigður maður á Íslandi hvað viðhorf
almennings varðar,“ segir Kristján Ingi. Í
kringum árið 1980 var ekki mikið rætt um
samkynhneigð og áttum við helst öll að
hanga inni í skápunum en í dag hefur þetta
mikið breyst og erum við mjög þakklátir
fyrir það góða fólk sem hefur barist með
okkur. Það hefur skilað svo góðum árangri
að Ísland er orðið fyrirmynd annarra þjóða,
þökk sé Samtökunum 78. Með hjúskapar-
lögunum 2010 sem samþykkt voru einróma
á Alþingi er fullu jafnræði náð við gagnkyn-
hneigða.“
Systir mín ruddi veginn
„Þegar ég kom út úr skápnum þá var
það að mörgu leyti léttara en hjá Kristjáni
- Mosfellingarnir Kristján Ingi Jónsson og Einar Bogi Sigurðsson16
MOSFELLINGURINN
Eftir Ruth Örnólfsdóttur
ruth@mosfellingur.is
Kristján Ingi Jónsson arfasali og Einar Bogi
Sigurðsson landfræðingur eru miklir náttúruunnendur
og una sér hvergi betur en við árbakkann
Örlögin
tengdu
okkur
saman
Ég skildi við eiginkonu
mína til nítján ára sem var
það erfiðasta í mínu ferli en mér
þykir mjög vænt um hana ennþá.
Börnin áttu einnig mjög erfitt
eins og alltaf þegar skilnaður á
sér stað en það er mjög gott sam-
band á milli okkar allra í dag.
Börnin: Matthías, Ágúst Rafn og Erna.