Mosfellingur - 22.12.2011, Blaðsíða 37
Spínatlasagna
Í eldhúsinu
Kolbrún Pálína Helgadóttir, fjöl-
miðlakona færir okkur uppskrift
af spínatlasagna sem er tilvalið
eftir hátíðirnar.
1 poki frosið spínat
1-2 laukar
sólþurrkaðir tómatar eftir smekk
3-4 tómatar
1 dós niðursoðnir tómatar með
basilikum
1 dós fetaostur
ostur
1 peli rjómi
stór kotasæla
lasagne blöð
hvítlaukur
salt, pipar og basilikum
Látið spínatið þiðna,
saxið laukinn niður
og setjið allt á pönnu.
Setjið rjómann,
fetaostinn og kot-
asæluna síðast út
í. Þegar blandan er
tilbúin setjið hana í
eldfast mót til skiptis
við lasagna plötur.
Að lokum er osturinn
settur yfir.
Eldist í ofni við 200°c í
ca. 30mín.
Verði ykkur að góðu!
hjá Kolbrúnu
jóla
þakk-
látur
Það er þakklátur Ásgeir sem sendir
Mosfellingum jólakveðju að norð-
an. Þakklæti, það er orð sem á vel
við á jólunum. Að vera þakklátur
fyrir allt sem maður hefur í stað
þess að velta sér upp úr því sem
maður hefur ekki.
Ég er þakklátur fyrir margt þessa
dagana. Fyrir að hafa haldið upp á
eins árs afmæli dóttir minnar fyrir
skemmstu, fyrir að hafa náð öllum
prófunum eftir langa fjarveru
frá námi, fyrir að vera á góðum
batavegi eftir gríðarlega erfið og
langvarandi meiðsli, fyrir að eiga
gullfallega og yndislega konu og
yndislega fjölskyldu og tengdafjöl-
skyldu. Djöfull er ég heppinn ná-
ungi. Samt smá óheppinn í hárinu,
en samt fáránlega flottur.
Þetta er nefnilega ekki mjög flókið.
Maður getur annað hvort ver-
ið þakklátur og sáttur eða van-
þakklátur og ósáttur. Ef maður er
ósáttur þá er annað hvort að gráta
í pilsfaldinn hjá mömmu og kenna
öðrum um ófarir sínar eða að taka
ábyrgð og skapa sér þær aðstæður
sem maður sækist eftir.
Það getur enginn tekið ábyrgð
á neinum nema sjálfum sér. Við
erum annað hvort að reyna stýra
öðrum eða reyna fría okkur sjálf.
Svo teljum við okkur trú um að
það sé í lagi. Þetta er eitthvað sem
þarf að minna sjálfan sig á oft og
reglulega.
Á þessum djúpu nótum sendi ég
ykkur inn í jólafríið og þakka enn
og aftur fyrir mig. Fyrir að hafa
fengið að alast upp í Mosfellsbæ og
kynnast öllu þessu stórfurðulega og
gullfallega fólki.
Gleðileg jól og farsælt komandi...
ásgeir
Kolbrún skorar á Eygerði Helgadóttur að deila með okkur uppskrift í næsta blaði
Heyrst Hefur...
...að Loftur sé búinn að þreyta
inngöngupróf í lögregluskólann.
...að Habbý og Jógvan hafi eignast
strák á dögunum.
...að Jóhann Már Helgason fæddur ‘85
hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri
Aftureldingar.
...að Dúettinn Hljómur spili á Hvíta
riddaranum í heljarinnar Mosó-
partýi á áramótunum.
...að foreldrar skúladætranna í
íslenska handboltalandsliðinu búi í
Mosfellsbænum.
...að bæjarstjórinn hafi fagnað 50 ára
afmæli sínu á dögunum.
...að Þrándur og John Andrews hafi
att kappi í söngkeppni riddarans á
dögunum þar sem Þrándur fór með
sigur af hólmi með nýju Afturelding-
arlagi.
...að fasteignasalinn og bílasalinn séu
í hörku líkamsræktarátaki.
...að kosning sé inni á mos.is klukkan
hvað kveikt skuli í þrettándabrenn-
unni þetta árið.
...að netmiðlar hafi logað um síðustu
helgi þar sem fjallað var um fljúgandi
furðuhluti í Mosó. um var að ræða
svokallaðar skýjaluktir sem sleppt
var á loft í afmæli bæjarstjórans.
...að skýjaluktirnar séu að ryðja sér til
rúms á Íslandi og fáist m.a. í ByMOs.
...að handboltagoðsögnin Patrekur
Jóhannesson hafi verið einn þeirra
sem sóttu um stöðu framkvæmda-
stjóra Aftureldingar.
...að Guðni.is sé tekin við prentfyrir-
tækinu hans Nikka.
...að steinn Ármann hafi brotið gítar
á Hvíta riddaranum í fjörinu um
síðustu helgi.
...að heildverslunin Jako sé komin með
útibú á reykjalundi.
...að mosfellsku handboltaliðin
Jumboys og Hvíti riddarinn mætist í
rimmu á milli hátíðanna.
...að Guðbjörn sigvalda ætli að gera
aðra tilraun til að pína í sig skötu á
Þorláksmessu með „vinum sínum“.
...að Viðar Hauks ætli að taka þátt í
fitness á nýju ári.
...að Haukur Linn sé búinn að léttast
um rúm 50 kg.
...að leitin sé hafin að Mosfellingi
ársins 2011. Hægt er að senda
tilnefningar á Mosfelling eða pósta
á facebook síðu blaðsins.
...að Kristján Helgi Carrasco sé karate-
maður ársins 2011 hjá Karatesam-
bandi Íslands.
...að búið sé að ákveða að Kærleiks-
vikan á næsta ári fari fram
12.-19. febrúar.
...að siggeir Jr. sé orðinn pabbi.
...að Ásgeir sverris hafi verið kosinn
áframhaldandi formaður GKj.
...að opið sé til kl. 22 í kvöld í Hamra-
hlíðarskógi fyrir þá sem eiga eftir að
næla sér í jólatré.
mosfellingur@mosfellingur.is
- Heyrst hefur...
Hafmeyjar syngja inn jólin
Hafmeyjar eru hópur kvenna sem kemur beint upp úr Lágafellslaug í Mosfellsbæ og
til að krydda tilveruna tóku þær upp á því að syngja saman við gítarundirleik Hjördís-
ar Geirs. Núna fyrir jólin hafa Hafmeyjur farið víða og sungið með heimilismönnum
við góðar undirtektir en viðkomustaðirnir eru Drafnarhús, Maríuhús, Hrafnista, Eir,
Skálatún og Borgarspítalinn svo eitthvað sé nefnt og varla þarf að taka það fram að Haf-
meyjur skemmta sér ekki síður en áheyrendur. Hafmeyjur vilja koma á framfæri bestu
óskum um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.
36
Sendið okkur myndir af nýjum Mosfellingum
ásamt helstu upplýsingum á netfangið
mosfellingur@mosfellingur.is
á 7. hæð borgarspítalans
hjá íþróttafélagi fatlaðra