Mosfellingur - 19.03.2010, Síða 10

Mosfellingur - 19.03.2010, Síða 10
 - Kraftur, snerpa, úthald, ending...10 Föstudaginn 12. febrúar opnaði ný og glæsileg tannlæknastofa í miðbæ Mosfellsbæjar, Tannlæknastofa Ragnars Kr. Árnasonar. Hún er staðsett í Háholti 14 á annari hæð. Mosfellingurinn Ragnar Kr. Árnason hafði verið með stofu sína í Kópavogi undanfarin 20 ár en ákvað síðastliðið haust að hefjast handa við að innrétta nýja framtíðaraðstöðu hérna í Mosfellsbæ. Nýja stofan er öll hin glæsilegasta og vel tækjum búinn. Davíð Karl Karlsson byggingafræðingur hannaði innviði nýju stofunnar og flutti til þess til landsins sérhannaðar danskar innréttingar. „Það er ánægjulegt að vera nú kominn með nýju stofuna í gang hér í okkar heimabyggð. Ég hlakka til að bæta íbúum Mosfellsbæjar inn í mína þjónustu og vonast til þess að verða vel tekið af bæjarbúum“ segir Ragnar. „Það er mjög mikilvægt að vera með góð tæki og góða aðstöðu svo fólki líði vel í stólnum. Ég er búinn að uppfæra flest mín tæki og tól í takt við nýja tíma. Þess má einnig geta að ég býð upp á nokkuð frjálsan opnunar­ tíma sem þýðir að fólk getur gjarnan komið til mín eftir að vinnutíma þess lýkur,” segir Ragnar. Ragnar er 52 ára gamall og hefur um árabil búið í Grenibyggð í Mos­ fellsbæ ásamt eiginkonu sinni Unni Valdemarsdóttir sem er innfæddur Mosfellingur í húð og hár. Unnur er dóttir Valdemars Jónssonar píanó­ kennara úr Varmadal og Þórdísar Kjartansdóttur. Ragnar Kr. Árnason opnar stofu í Miðholti 14 Ný tannlæknastofa Ragnar býður Mosfellinga velkomna á nýju stofuna. Glæsilegt kvöld til styrktar handknattleiksdeild Boltaballið endurvakið Heiðurshjónin Margrét og Bjarni Ásgeir. Veislustjórarnir Hilmar og Ragnheiður. Anna Sigga hreppti Þránd í uppboði. Jóndi, Sigga, Kata og Hilmar sáu um undirbúning. Glæsilegt Boltaball var haldið í Hlégarði laugardaginn 6. mars. Steikarhlað­ borð að hætti Vignis og fjöldi skemmtiatriða. Hljómsveitin Bob Gillan og Ztrandverðirnir sló svo botninn í kvöldið. Kraftur, snerpa, úthald, ending...

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.