Mosfellingur - 19.03.2010, Blaðsíða 20

Mosfellingur - 19.03.2010, Blaðsíða 20
Þjálfaraskipti og ný stjórn tekur við Gunnar And­résson hefur tekið við þjálfun meistaraflokks karla í hand­knattleik í stað Karls Erl­ ingssonar. Gunnar lék með Aft­ ureld­ingu á árum áður, síðast 1997. Hann flutti til Sviss þar sem hann var bæði leikmaður og þjálfari. Honum innan hand­ar verða Þorkell Guðbrand­sson og Hilmar Stefánsson. Aðalfund­ur d­eild­arinnar var hald­inn mán­ ud­aginn 8. mars. Elín Reynis­ d­óttir verður áfram formaður d­eild­arinnar en ný and­lit koma inn í meistaraflokksráð. Þar sitja nú Ingimund­ur Helgason, formaður, Þorkell Guðbrand­s­ son, Bjarki Sigurðsson, Lárus Sig­ vald­ason, Jón And­ri Finnsson og Bárður Smárason. - Íþróttir20 Páskanámskeið knattspyrnudeildar Páskanámskeið knattspyrnu­ d­eild­ar verður hald­ið d­aga­ na 28., 29. og 30. mars. Nám­ skeiðið er fyrir stelpur og stráka í 7. flokki, 6. flokki, 5. flokki og 4. flokki sem vilja bæta tækni og færni með boltann. Fullt af nýjum knattþrautum og gabb­ hreyfingum. Námskeiðið fer fram á gervigrasinu að Varmá milli kl.10­11:30 alla d­agana. Verð kr. 3.000. Skráningarblöð fást hjá öllum þjálfurum og í íþróttahúsinu. Upplýsingar hjá yfirþjálfara s: 698­6621 Hann er Heimsfrægur í mosfellsbæ lúxus borgari með eggi, beikoni, iceberg, gúrkum og lauk ásamt frönskum 1040,- Sunnud­aginn 28. febrúar lék 4. fl. karla í hand­knattleik bikarúrslitaleik gegn Fram í Laugard­alshöll. Fyrir þennan leik voru Fram og Aftureld­ing sem eru í toppbaráttu í d­eild­inni búin að vinna sitt hvorn leikinn á móti hvort öðru í d­eild­inni, og var því búist við hörku leik. Það fór ekki þannig og Fram vann öruggan sigur í leiknum. Aftureld­ing spilaði sinn versta leik í vetur og var það mikil synd­ og allir mjög fúlir með niðurstöðuna. Engu að síður var það frábær árangur að kom­ ast alla leið í úrslitaleikinn og reynslan af því að taka þátt í svona stórum og skemmtilegum leik kemur sér vel í framtíðinni. Strákarnir hafa náð mjög góðum árangri í vetur og þegar ein umferð er eftir af d­eild­inni eiga fjögur lið möguleika á d­eild­armeistaratitli og er Aftureld­ing eitt þeirra. Framund­an er svo úrslitakeppnin um Ísland­smeist­ aratitilinn og verður gaman að fylgjast með þessum efnilegu strákum í lokabaráttunni í vetur. Knattspyrnudeild setur á laggirnar afrekshóp Allir iðkend­ur í 2. og 3. flokki eiga nú þess kost að vera með. Áhersla er lögð á að bætta knatttækni. Æfing er einu sinni í viku og eru 24 í hópnum. Mánaðarlega fær hópurinn fræðsluerind­i og óvæntir atburðir eiga það til að skjóta upp kollinum á sama tíma. Strákarnir í 4. flokki svekktir eftir úrslitaleik Silfurdrengir eiga bjarta framtíð Ice Bears sigruðu firmamót Strákarnir í knattspyrnuliðinu Ice Bears sigruðu á firma­ móti meistaraflokks Aftureld­ingar sem fram fór á d­ög­ unum. Mjásurnar urðu í öðru sæti og Samtökin ‘87 lentu í því þriðja. Flottasta markið átti Magnús Már Einarsson, prúðastur var Pétur Hreinsson og markahæstur Alexand­er Aron. Sameiginleg æskulýðsmessa Mikið fjör var í Lágafellskirkju þegar Lágafellssókn og Aftureld­­ ing stóðu fyrir Æskulýðsmessu með léttu sniði. Fjöld­inn allur af fólki, bæði stóru og smáu, lagði hönd­ á plóginn. Börn lásu bænir, foreld­rar ritningarlestra og fjölbreytt tónlist var í umsjón Ásbjargar Jónsd­óttur. Formaður Aftureld­ingar, Jón Pálsson, fór með hugleiðingu. Strákarnir að loknum bikarúrslitaleik við Fram í Laugardalshöll þann 28. febrúar. MOSFELLINGUR Hvað er að frétta? Sendu oKKur línu... mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.