Mosfellingur - 19.03.2010, Blaðsíða 20
Þjálfaraskipti og
ný stjórn tekur við
Gunnar Andrésson hefur tekið
við þjálfun meistaraflokks karla
í handknattleik í stað Karls Erl
ingssonar. Gunnar lék með Aft
ureldingu á árum áður, síðast
1997. Hann flutti til Sviss þar
sem hann var bæði leikmaður og
þjálfari. Honum innan handar
verða Þorkell Guðbrandsson og
Hilmar Stefánsson. Aðalfundur
deildarinnar var haldinn mán
udaginn 8. mars. Elín Reynis
dóttir verður áfram formaður
deildarinnar en ný andlit koma
inn í meistaraflokksráð. Þar
sitja nú Ingimundur Helgason,
formaður, Þorkell Guðbrands
son, Bjarki Sigurðsson, Lárus Sig
valdason, Jón Andri Finnsson og
Bárður Smárason.
- Íþróttir20
Páskanámskeið
knattspyrnudeildar
Páskanámskeið knattspyrnu
deildar verður haldið daga
na 28., 29. og 30. mars. Nám
skeiðið er fyrir stelpur og stráka
í 7. flokki, 6. flokki, 5. flokki og
4. flokki sem vilja bæta tækni
og færni með boltann. Fullt af
nýjum knattþrautum og gabb
hreyfingum. Námskeiðið fer
fram á gervigrasinu að Varmá
milli kl.1011:30 alla dagana.
Verð kr. 3.000. Skráningarblöð
fást hjá öllum þjálfurum og í
íþróttahúsinu. Upplýsingar hjá
yfirþjálfara s: 6986621
Hann er Heimsfrægur í mosfellsbæ
lúxus borgari með eggi, beikoni, iceberg, gúrkum og lauk ásamt frönskum 1040,-
Sunnudaginn 28. febrúar lék 4. fl. karla í handknattleik bikarúrslitaleik
gegn Fram í Laugardalshöll. Fyrir þennan leik voru Fram og Afturelding
sem eru í toppbaráttu í deildinni búin að vinna sitt hvorn leikinn á móti
hvort öðru í deildinni, og var því búist við hörku leik. Það fór ekki þannig og
Fram vann öruggan sigur í leiknum.
Afturelding spilaði sinn versta leik í vetur og var það mikil synd og allir
mjög fúlir með niðurstöðuna. Engu að síður var það frábær árangur að kom
ast alla leið í úrslitaleikinn og reynslan af því að taka þátt í svona stórum og
skemmtilegum leik kemur sér vel í framtíðinni.
Strákarnir hafa náð mjög góðum árangri í vetur og þegar ein umferð
er eftir af deildinni eiga fjögur lið möguleika á deildarmeistaratitli og er
Afturelding eitt þeirra. Framundan er svo úrslitakeppnin um Íslandsmeist
aratitilinn og verður gaman að fylgjast með þessum efnilegu strákum í
lokabaráttunni í vetur.
Knattspyrnudeild setur
á laggirnar afrekshóp
Allir iðkendur í 2. og 3. flokki eiga nú þess kost að vera
með. Áhersla er lögð á að bætta knatttækni. Æfing er
einu sinni í viku og eru 24 í hópnum. Mánaðarlega fær
hópurinn fræðsluerindi og óvæntir atburðir eiga það til
að skjóta upp kollinum á sama tíma.
Strákarnir í 4. flokki svekktir eftir úrslitaleik
Silfurdrengir eiga
bjarta framtíð
Ice Bears sigruðu firmamót
Strákarnir í knattspyrnuliðinu Ice Bears sigruðu á firma
móti meistaraflokks Aftureldingar sem fram fór á dög
unum. Mjásurnar urðu í öðru sæti og Samtökin ‘87
lentu í því þriðja.
Flottasta markið átti Magnús Már Einarsson, prúðastur
var Pétur Hreinsson og markahæstur Alexander Aron.
Sameiginleg
æskulýðsmessa
Mikið fjör var í Lágafellskirkju
þegar Lágafellssókn og Aftureld
ing stóðu fyrir Æskulýðsmessu
með léttu sniði. Fjöldinn allur
af fólki, bæði stóru og smáu,
lagði hönd á plóginn. Börn lásu
bænir, foreldrar ritningarlestra
og fjölbreytt tónlist var í umsjón
Ásbjargar Jónsdóttur. Formaður
Aftureldingar, Jón Pálsson, fór
með hugleiðingu. Strákarnir að loknum bikarúrslitaleik við Fram í Laugardalshöll þann 28. febrúar.
MOSFELLINGUR
Hvað er
að frétta?
Sendu oKKur línu...
mosfellingur@mosfellingur.is