Mosfellingur - 19.03.2010, Side 28
Kjúklingaréttur
Í eldhúsinu
Vilmar Pedersen deildar-
stjóri hjá RÚV sendir okkur
uppskrift að þessu sinni.
„Hér er á ferðinni frábær
uppskrift sem ég fékk hjá
Hrefnu dóttir minni.” Þessi
réttur klikkar bara ekki. Við
byrjum á að brytja niður
kjúklingabringu á heita
pönnu.
Hellum Hickory-barbecue-
sósu yfir og veltum vel.
Skerum smátt í skál, kál,
gúrkur, tómata og venju-
legan fetaost og bæt-
um svo kjúklingnum við.
Myljum svo Dorritos
flögur yfir og hrærum
saman.
Salthnetur og snittubrauð
passar líka vel með
þessum rétti.
Verði ykkur að góðu.
hjá Vilmari
- Léttmeti28
Heyrst hefur...
...að Alexsandra og Bogi
eigi von á barni.
...að Matti í íþróttahúsinu raki nú af
sér sína frægu mottu til að leyfa
öðrum að njóta sín í marsmánuði.
...að Jana sé búin að eignast stelpu.
...að vart hafi verið við snæuglu í
Mosfellsbæ á dögunum.
...að flestir flokkar geti nú notað
slagorðið Bryndísi í bæjarstjórn.
...að sjálfstæðismenn séu búnir
að ráða Börk Gunnarsson sem
kosningastjóra fyrir vorið.
...að Einar Páll sé efstur Mosfellinga í
mottukeppninni með um 80.000 kr.
...að Steindi Jr. sé farinn í framboð.
...að Anna Sigríður, fyrrum formaður
Samfylkingar, hafi neitað í fyrstu
að taka sæti á framboðslistanum
með Valdimar Leó innanborðs.
...að Óli Arnalds hafi hlotið
netverðlaun á Íslensku
Tónlistarverðlaununum.
...að Leirvogstunguskóli verði tekinn
í notkun á árinu í Helgafellslandi
eða í gamla Leirvogstungubænum.
...að söluturninn Grillnesti sé til sölu.
...að handboltaþjálfarinn Kalli
Erlings hafi verið rekinn og
gefið að sök, í uppsagnarbréfi,
óíþróttamannsleg framkoma við
leikmenn yngri flokka félagsins.
...að Anna Hlín Idolstjarna sé ólétt.
...að pylsusalinn sé fluttur til Noregs
og pylsuvagninn sé á sölu.
...að Gestur Svans sé nýr formaður
knattspyrnudeildar Aftureldingar.
...að Robbi og Sara sé að slá sér upp.
...að páskaeggin í Mosfellsbakaríi
séu guðdómleg á bragðið.
...að Auðunn Jónsson hafi lyft tonni
á Íslandsmótinu í kraftlyftingum
sem fram fór að Varmá á dögunum.
...að brotist hafi verið inn í félags
miðstöðina Bólið í vikunni.
...að umræður séu uppi um nýtt
hesthúsahverfi í Mosfellsbæ.
...að Argentína Steikhús beri nú fram
rétti á sérhönnuðum glerdiskum
frá Ingu Elínu í HönnunarMars.
...að handboltafyrirliðinn Hilmar
Stef sé með slitið krossband.
mosfellingur@mosfellingur.is
Háholt 14
S. 517 6677
Við á Sprey erum með frábært tilboð á fermingargreiðslum
Prufa, greiðsla og léttförðun á 11.500 kr.
Hjá strákunum í ár er það stutta klippingin með svolitilli sídd að framan,
vaxað og sett upp.
En hjá skvísunum er mikið um liði, fléttur í topp eða í hliðum og einnig
flottar spangir. Léttar og fallegar greiðslur teknar til hliðar, létt upp eða
í fallegan hnút sama þó það sé slétt eða liðað!
Make up-ið er náttúrulegt, farið er í brúnu, föl bleiku og gylltu tónana
í augnskuggum. Mikið úrval af náttúrulitunum frá Bobbi Brown fæst hjá okkur.
Á varirnar eru notaðir varalitir sem gefa flottan heildarlit yfir allar varirnar. Það þarf að
passa sig á sólarpúðrinu og ef það er notað eða kinnalitur verður að muna að setja
örlitið undir hökuna og á hálsinn, það gerir skugga og myndar ekki skil frá andliti og hálsi.
Stelpurnar á Sprey
Breytilegur opnunartími er á Sprey og bjóðum við þig og þína velkomna - Sprey 517 6677
reDDAri eHF
- Parketslípun
- Parket niðurlagnir
- Allt viðhaldparkets
- Kem á staðinn
og geri föst
verðtilboð.
Upplýsingar
í síma 822-0636
reDDAri eHF