Mosfellingur - 12.01.2007, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 12.01.2007, Blaðsíða 6
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar6 ELDRI BORGARAR Orkuveita Reykjavíkur hefur frá síðustu aldamótum veitt verðlaun fyrir fallegar jólaskreytingar í þeim bæjarfélögum sem Orku- veitan þjónustar. Hér í bæ þótti hús þeirra Hrafnhildar Svein- björnsdóttur og Einars S. Magnús- sonar í Arnartanga 22 bera af öðrum. Umsögn dómnefndar var sú að smekkleg lýsing skreytinga á húsi og garði mynduðu skemmti- lega og hlýja heild. Falleg jólaskreyting verðlaunuð Menningarkvöld 15. janúar Opið hús/menningarkvöld FaMos í janúar verður mánudagskvöldið 15. janúar kl. 20 á venjulegum stað, Safnaðarheimili Lágafellssóknar í Þverholti 3. Bjarki Bjarnason og Magnús Guðmundsson, höfundar bókarinnar Mosfellsbær, saga byggðar í 1100 ár, tína til ýmislegt sem ekki komst í bók- ina. Með þeim verður Jón Sigurjónsson ljósmyndari og sýnir nokkrar einstakar myndir sem hann tók í sambandi við gerð bókar Bjarka og Magnúsar. Nú í haust opnaði Myndlista- skólinn í Reykjavík útibú á Korpúlfs- stöðum í tengslum við stofnun Sjónlistamiðstöðvar þar sem 40-50 myndlistamenn og hönnuðir vinna undir sama þaki og margvísleg verk- stæði eru í uppbyggingu. Skólinn býður upp á námskeið fyrir börn frá 6-16 ára. Kennt er í litlum hópum þar sem færi gefst á einstaklingsmiðuðu námi. Eitt megin markmið kennsl- unnar er að örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu og þar með auka hæfni nemenda til að takast á við verkefni á frjóan hátt. Gengið er út frá grundvallaratriðum sjónlista í tvívídd og þrívídd; form, rými lit og ljós og skugga. Nemendur læra að beita ýmsum áhöldum og efnum og læra þar með að þroska almenn vinnu brögð og tilfi nningu fyrir formi og efni.Með því móti er leitast við að kveikja áhuga á myndgerð og form- hugsun í víðara samhengi, m.a. lista og menningarsögu. Allir kennarar Myndlistaskól ans eru starfandi myndlistamenn og hönnuðir. Myndlistaskólinn er lif- andi vettvangur listsköpunar þar sem hátt í 400 nemendur stunda nám á hverri önn – ýmist í fullu námi eða sækja námskeið. Með samstarfi við þá listamenn og hönnuði sem vinna á Korpúlfsstöðum fá nemendur innsýn inn í vinnu listamanna og hönnuða og geta nýtt sér þá aðstöðu sem verið er að koma upp í hinni nýju Sjónlistamiðstöð. Nánari upplýsingar má fi nna á heimsíðu skólans www. myndlistaskolinn.is Flugeldasala gekk vonum framar Hin árlega fl ugeldasala Björg unarsveitarinnar Kyndils gekk afar vel. Samkvæmt Bent Hel gasyni varaformanni Kyndils var salan meiri en menn þorðu að vona. Fyrir hönd sveitar innar vildi Bent koma á framfæri þakklæti til sveitunga fyrir stuðning inn og að ágóðinn komi til með að nýtast vel í hið fjölbreytta starf björgunarsveitar innar. HÁHOLT 23 - SÍMI 566 8500 Myndlistaskólinn í Reykjavík með útibú á Korpúlfsstöðum Fjölbreytt námskeið í boði Þjónustumiðstöðin Handavinnustofan í þjónustumiðstöð aldraðra á Hlaðhömrum er opin þriðjudaga og fi mmtudaga eftir hádegi. Einnig er spilað bridge og vist í kaffi salnum. Íþróttasalurinn með þrektækjum er opinn alla daga fyrir eldri íbúa bæjarins. Innritun á eftirtalin námskeið er hafi n: Bókband, tréskurð, glerlist, postulínsmálun, línudans Valdimar Léó sagði sig úr Samfylkingunni á dögunum en er ekki hættur í pólitík Hefur áhuga á Frjálslyndaflokknum Vinirnir Jón Páll og Hjalti að taka við verðlaunum úr höndum Mark Ten eftir sigur í heimsmeistarakeppni. Myndin er tekin í Montreal, Kanada árið 1986. Bíóferð á Mýrina Ferð verður á kvikmyndina Mýrina í Smárabíó mánudaginn 15. jan. Lagt verður af stað frá Hlaðhömrum kl. 16. Upplýsingar um starfi ð, innritun á námskeiðin og þátttaka á bíóferðina tilk. til forstöðumanns í síma 5868014 e. h. og gsm 6920814. Íþróttakennari óskast Kennslan fyrir eldri borgara fer fram í íþróttasal í þjónustumiðst. aldraðra á Hlaðhömrum. Sími 5868014 e. h., forstöðumaður. Mosfellingur hitti Valdimar Leó Friðriksson og lék forvitni á að vita hvað væri framundan. Hvað er þing mað ur inn að gera? Ég hef ver ið að afl a mér gagna um verð trygg ingu lána, kosti og galla og hvort ekki sé rétt að af nema hana. Um ræð an er allt af þögg uð nið ur. Við verð um að skoða mál ið til hlít ar og þá mun um við mögu lega kom ast að því að bank arn ir séu bún ir að stela af al menn ingi gíf ur leg um fjár mun um með verð trygg ingu og ok ur vöxt um. Ann ars er anna samt þing fram- und an. Ma. Rúv-frumvarpið, frum- varp um æskulýðsfélög, ferðasjóður íþróttafélaga og málefni aldraðara. Hvað með Mos? Ég er stöð ugt með putt ana á fram- halds skóla í Mos fells bæ. Hann er kom- inn á kort ið en við þurf um að tryggja að bæj ar bú ar fái ein hverju ráð ið um stað setn ing una. Ég tel væn leg ast að hafa hann ná lægt mið bæn um en ekki á bæj ar mörk un um við Rvík eins og mennta mála ráð herra vill. Svo eru það vega úr bæt ur við Þing- valla afl eggj ara. Sam göngu ráð herra hef ur svar að mér því í fyr ir spurn ar- tíma að hring torg komi þar á þessu ári. Þar réð þrýst ing ur Dal búa miklu. Mitt er að halda mál inu vak andi. Ætl arðu aft ur í Sam fylk ing una? Að vel at hug uðu máli sé ég það ekki ger ast. Hætt ur í pól it ík? Nei. Hætt ur á þingi? Að öllu óbreyttu hætti ég 12. maí. Hvort ég verði á ein hverj um fram boðs lista í vor er ákvörð un sem aðr ir en ég hafa vald til að taka. Ertu á leið í Frjáls lynda? Ég hef ver ið að fara yf- ir stefnu Frjáls lynda fl okks ins og get við- ur kennt að hún fer vel að mín um áhersl um. Stefn- an er skýr og þeir hafa ekki gefi st upp á að heimta leið rétt ingu á þeirri mis gjörð sem kvóta kerfi ð er. Það geng ur ekki að ein mann eskja hjá Sam fylk ing unni ákveði að kvóta um ræð an skuli tek in af dag skrá, það þarf að leið rétta þenn an glæp, þeg ar ör fá um ein stak ling um var út hlut að fi sk veiði kvóta okk ar. Frjáls- lynd ir eru með til lögu á þing inu um af- nám verð trygg ing ar á hús næð is lán um og ekki minnk ar það áhuga minn. Þú ERT á leið í Frjáls lynda? Þú ert erfi ð ur. Ég hef áhuga á því. Eitt hvað að lok um? Já, ég vil koma á fram færi þakk læti til þeirra sem veittu mér stuðn ing í próf kjör inu. Jafn- framt von ast ég til að næsta rík is stjórn beri gæfu til að ná sátt um við aldr aða. hilmar@mos- fellingur.is Valdimar Leó stendur á tímamótum. Hættur í Sam- fylkingunni en ekki í pólitík.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.