Mosfellingur - 12.01.2007, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 12.01.2007, Blaðsíða 12
ÞÚ SÆKIR KLÓSETT-GENGIÐ Svipur, rjómi, þvottaefni og gúmmíhanskar er bara brot af því sem Klósett-gengið bloggar um. Mikill einkahúmor einkennir síðuna og ekki er laust við að fólki klæi í heilann við lesninguna. blog.central.is/tojletgeng MOSÓ-TÍKURNAR Ef þú vilt vita hver hefur skitið á sig, étið heilt oststykki eða misst meydóminn með hrossi, þá er þetta rétta síðan fyrir þig. Ef eitthvað sláandi gerist í bænum þá geturu kíkt inn á Draumakaffi og fengið glóðvolgar upplýsingar, því þar ráða tíkurnar lögum og lofum. Án efa ein virkasta síðan í bænum blog.central.is/mosotikur TELPURNAR Ice-girls eru búnar að vera lengi í bransanum. Í byrjun voru telpurnar eldheitar og oft mjög tilfininganæmar umræður í gangi. Í dag blogga þær aðallega um hvar þær ætli að hittast næst til að horfa á „Americas next top model”. blog.central.is/telpurnar MOSÓKEPPIR Sveittir, tæpir mosókeppir er yfirskrift síðunnar og segir allt sem segja þarf. Nokkrir félagar sem notast mikið við ógeðismyndir í færslum sínum en þar má samt finna klassa húmor inn á milli. blog.central.is/mosokeppir STUÐHÆNURNAR Bloggsíða sem haldið er út af helstu stuðningsmönnum meistaraflokksins í handbolta. Fínasta blogg hjá strákum sem hafa gjörsamlega haldið stemmingunni lifandi á leikjum hjá kjúklingunum undanfarin ár. Vel gert! blog.central.is/studhaenurnar GAYTHUGZ Virkilega brenglaður einkahúmor og allskonar vafasamt dót í gangi á þessari síðu. Furðulegur vinahópur sem ákvað að búa til bloggsíðu til að lækka símreikninginn. Aðgangi er meinað á síðunni með lykilorði, enda held ég að það sé öllum fyrir bestu. blog.central.is/gaythugz TEAMGUIDO Hér eru nokkrir samkynhneigðir félagar komnir saman og halda úti mjög ferskri bloggsíðu að mínu mati. Góðir pennar og skemmtilegar pælingar. blog.central.is/teamguido 88-GENGIÐ Það er óstöðvandi partý í gangi hjá stelpunum í 88-genginu. Mikið er lagt upp úr myndum og skemmtilegheitum. Flöskurefsing í hámarki… Ég er að fíl´etta! 88gengid.bloggar.is MOSURNAR Tíu stelpur á sama aldri eru búnar að reka þessa bloggsíðu í dágóðan tíma. Síðan var mjög fersk til að byrja með en í dag vantar allan kraft í skrifin. Færslurnar í dag fjalla aðallega um Sólon eða Oliver. Fín afþreying blog.central.is/mosurnar 2. FLOKKUR Strákarnir í öðrum flokki í fótboltanum halda úti þessari klassa síðu. Fyrir utan allar upplýsingar um komandi leiki og fleira, þá er einnig mikið af dúndur færslum og virkilega góðum myndum inni á síðunni. Enda er ritsjóri fotbolti.net meðlimur flokksins. blog.central.is/2afturelding 270-CREW Heitustu kapparnir í Varmárskóla koma hér saman og gefa eldri bloggurum ekkert eftir. Fyndar sögur, slangur, stelputal og slúður. Allt sem lífið fjallar um á þessum aldri… Ég er ánægður með ykkur… blog.central.is/270-crew MOSÓ-FÓLK Fólk sem er héðan og þaðan úr bænum á mismundi aldri kemur hér saman og talar um rallið, þau kalla sig “flottasta fólkið” í bænum - og ef þau ætla að standa undir nafni þá verða þau aldeilis að spýta í lófana. Ágæt síða en vantar fleiri myndir og fjör. blog.central.is/moso-folk MOSÓ-DJAMM þrátt fyrir það sem nafnið gefur til kynna þá er þessi síða ekki eingöngu um svallið. Margir skemmtilegir náunguar hér á ferðinni. Á síðunni er einnig hægt að horfa á sketsa og fleira „fönní stöff”. Flott síða. moso-djamm.bloggar.is/ MOZO_90 Stór hópur af stelpum sem eru að stíga sín fyrstu skref í framhaldsskóla. Mikið um svik á síðunni, þó allt í gríni, en þær hafa gaman af því að breyta myndum hvor af annari, fyndar færslur og fínn húmor. blog.central.is/mozo_90 PARTY OF 5 Aldursforsetar bloggsins í Mosfellsbæ sjá um að halda þessari síðu ferskri. Stelpurnar eru duglegar að skrifa og mikið af myndum að skoða. Vel þess virði að líta við… blog.central.is/partyof5 Mosfellingur - unga fólkið - steindijr@mosfellingur.is12 SÉR UM ALLT FYRIR UNGA FÓLKIÐ STEINDI JR. VINSÆLUSTU BÆJARINS BLOGGHÓPAR Hver man ekki eftir poxinu, körfuboltamyndunum, JóJó-æðinu og hermannaklossunum. Þetta eru allt æði sem heyra fortíðinni til, það nýjasta í dag er bloggið. Mosfellingur skellti sér á netið nýlega og gróf upp síður hjá vinsælustu blogg-hópum bæjarins. Hér fyrir neðan er smá úttekt á þeim síðum; hverjir eru í hvaða hóp, hverjir eru með stóran lók og hverjum varð brátt í brók??? --- Fyrir þá sem ekki vita er blogg í stuttu máli „dagbókarform á netinu" ---

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.