Mosfellingur - 12.01.2007, Blaðsíða 10
Í eldhúsinu hjá Unni
ömmu hefur „brúna tertan”
aldrei dottið úr fyrsta sæti
vinsældarlistans hjá yngstu
kynslóðinni.
Þó börnin hafi stækkað og
verið til í að prófa aðrar sortir,
þá tóku ömmubörnin við og
nú eru það langömmubörnin
sem gera alltaf ráð fyrir að
Unnur amma sé með „brúnu
tertuna” nýbakaða á borðinu.
Hér kemur uppskriftin af
„brúnu tertunni” óbreytt frá
árinu 1967.
Svampterta
125 gr. smjörlíki
155 gr. sykur
3 egg
125 gr. hveiti
1 og ½ tsk. ger
1 msk. kakó
3 msk. heitt vatn
Smjörlíki og sykri hrært
saman í hrærivél. Bætið
einu eggi út í í einu. Þar
næst er hveiti, geri og kakói bætt við. Að
endingu fer vatnið út í deigið.
Setjið svo deigið í tvö form. Hitið ofninn í 150
gráður og bakið í um það bil korter.
Krem
50 gr. smjörlíki
100 gr. fl órsykur
1 eggjarauða
Vanilludropar.
Brúna tertan hjá Unni
Í eldhúsinu
Kremið hrært saman
og sett á milli
tertubotnanna.
Arna Dís Kristjánsdóttir og Gestur Baldursson eignuðust stúlkubarn 2. janúar
Fyrsti Mosfellingur ársins 2007
kom í heiminn 2. janúar klukkan
17.04. Það var falleg stúlka og vóg
hún 16 merkur og var 51 cm að lengd
við fæðingu. Foreldrar hennar eru
þau Arna Dís Kristjánsdóttir og Ges-
tur Baldursson. Fæðingin gekk að
vel að sögn Örnu
og heilsast þeim mæðgum vel. Þe-
gar að blaðamann Mosfellings bar
að garði var nýbúið að ákveða nafn
stúlkunnar og er það opinberað fyrst
hér og nú í Mosfellingi að nafn hen-
nar verður Maríana Mist. Fjölskyldan
í Arnartanganum er nú fi mm manns
en fyrir áttu þau Arna og Gestur tvær
stúlkur, Birgittu Sunnu og Elísabetu
Lilju. Á myndinni má sjá Elísabetu
og Maríönu í faðmi foreldra sinna en
Birgitta Sunna var að heiman. Mos-
fellingur færði fjölskyldunni fallegan
blómvönd frá Hlín í Blómahúsinu og
óskar þeim velfarnaðar á komandi
árum.
Fyrsti Mosfellingur ársins 2007
Heyrst hefur...
...að World Class verði með
líkamsræktarstöð í Lækjarhlíð
...að fótboltahetjan Gunni
Borgþórs fari á kostum í nýjasta
myndbandinu hjá strákunum í
svörtum fötum, Paradís
...að Herdís og Elli séu komin heim
frá Færeyjum, en hvað þau voru
að gera þar veit enginn
...að miklar sprengingar hafi
blossað úr áramótabrennunni
og m.a. lúðrasveitin mátti fótum
sínum fjör að launa
...að hægt sé að hækka og lækka
botninn í innisundlauginni í
Lækjarhlíð eftir þörfum
...að margir hafi komist í hann
krappann fyrir jólin þegar ljóst
var að ekki var hægt að kaupa
hamborgarhrygginn hjá Geira í
Nóatúni
...að flugeldasýningin á
áramótabrennunni hafi verið
næstum helmingi dýrari en á
þrettándabrennunni
...að Njalli njálgur sé mjög vinsæll
á leikskólum bæjarins þessa
dagana
...að Feldurinn sé að deita
...að flestir Mosfellingar séu 42 ára
gamlir samkvæmt nýjustu tölum
...að flestir fimleikaþjálfarar hjá
Aftureldingu hafi sagt upp á
dögunum og standi í stappi við
stjórn deildarinnar
...að íþróttamenn Mosfellsbæjar
æfi báðir utan bæjarins um
þessar mundir
...að íbúar í Túnunum séu
orðnir langþreyttir á truflaðri
útvarpstíðni vegna Úlfarsfells
...að Sigga Gangó sé enn að
...að hestamenn séu flestir komnir
með hrossin í hús
...að Erlingur hafi verið álfakóngur
á þrettándanum í 100. skiptið
...að löggan komi til með að vera á
göngu um bæinn á næstunni við
löggæslu en það er liður í nýjum
áherslum lögreglustjóra
...margur verði af aurum api
Sendið okkur slúður...
SMS í síma 694-6426
mosfellingur@mosfellingur.is
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar10
Strengdir þú áramótaheit?
Ljósm. Ágúst