Mosfellingur - 12.01.2007, Blaðsíða 15

Mosfellingur - 12.01.2007, Blaðsíða 15
Hver hefur sinn djöful að draga Partý hjá Gauja Elli, Brynja og Matti hress Eru ekki allir í stuði??? 15Unga fólkið - Mosfellingur Frændsystkinin MótóMosarnir fríka út Opið öll kvöld Nýárspistill kallar á nýárskveðju. Gleðilegt ár Mosfellingar. Í stað þess að gera upp árið í þessum pistli þá ætla ég að tala um árið sem er ný- gengið í garð. Ég meina það vita allir hversu feitt Magni meikaði það í Rock Star og hversu vel Mosfellingum gekk í prófkjörsslagnum. Árið 2007 leggst alveg ótrúlega vel í mig. Þessi tala er bara svo smooth. Reyndar hef ég alla tíð haft sérlega mikið dálæti af tölunni 7. Hún er bara talan mín. Þess vegna hef ég bullandi trú á því að árið 2007 verði frábært og ef ég sannfæri ykkur lesendur um að þetta verði besta ár lífs ykkar með stórum yfi rlýsingum mínum og óbugandi trú á tölustafnum 7, þá er ég viss um að sú verði raunin. Semí. Hvað á eftir að gerast á árinu 2007 spyrjið þið. Ég skal sko segja ykkur það! Til dæmis opnar Alli Rúts loks- ins hótelið margumtalaða við Áslák. Það verður einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna á Íslandi. Áslákur breytist um leið í heitasta skemmtistað höfuðborgar- svæðisins og þar verða meira að segja gay-kvöld einu sinni í mánuði. Við erum nú þegar með stærsta Kentucky-stað í Asíu? Og ekki má gley- ma stærstu Krónu-búð á landinu. Í þetta föngulega safn bætist stærsti dýragar- ður á Íslandi/Sædýrasafn- ið kemur með kommbakk og það í Mosó. Það sem gerist einnig á árinu er að Kjuðinn opnar aftur og í þetta sinn verður hann á efstu hæðinni í Kjarnanum. Eigendur Kjuðans verða Ólafur Snorri Rafnsson betur þekktur sem Roff man á dögum Kjuðans og Eyjólfur Kolbeinsson markmaðurinn snjalli í liði Aftureldingar í meistara- fl okki í handbolta, betur þekktur sem Kolli Úll. Það er ekki séð fyrir endann á framkvæmdagleði Mosfellinga á árinu 2007 því enn ein sundlaugin er væntanleg í bæinn. Hún verður þar sem Nóatúnsverslunin var. Ekkert að því? Spurning hvort það sé ekki hægt að byggja eina upp í byggðum líka þá erum við nokkuð vel sett. Já árið 2007 verður spekfeitt. Það vantar ekki góðir hálsar en feitasti bitinn er eftir. Ó já! Því þann 17. júní næstkomandi verður M o s f e l l s b æ r gerður að Höf- uðstað Íslands. Reykjavík er al- gjörlega 2006. Mosó er framtíðin, það er bara basic... Þrettándagleðin Alltaf skal maður standa rétt fyrir miðnætti á áramótunum með heimsins stærstu hugmyndir hvað skal ráðast í á kom andi ári. Hver nýju heitin séu. Sumir verða svo staðfastir í vilja sí- num og gerast svo kræfi r að líma þau á eina væna bombu og senda það upp í heiminn, því þá fyrst er ástæða til þess að standa við sett mörk. Ég man þegar litla baunin mín þarna uppi fékk sína fyrstu kennslu um hvað áramótaheit væru. Þá var maður lítil feit budda, sem var klár á því að þetta væri algjör töfraleið á leið til sigurs. Þá fylgdi ekki bitur reynsla fullorðinsáranna, (en ég er búin að upplifa alveg rúmt eitt), og enginn voru takmörkin fyrir því sem áorka átti á nýju ári. Eitt árið man ég að heitin voru að missa 10 kg (mátti við því þá), fá 10 í öllum fögunum í skólanum, verða prinsessa í mínu eigin landi sem skyldi bera nafnið Karland, hækka eilítið og verða 180 eins og Cindy Crawford (vantaði ekki nema bara 20 cm), hitta afa minn í fyrsta skipti þrátt fyrir að hann hafi dáið 20 árum fyrir minn tíma (veit ekki alveg hver pælingin var þar). Spúkí krakki? Eftir það árið fóru væntingar mínar til áramóta- heita að dala og hvert árið sem leið urðu þær minni og minni. Ég segi nú ekki að draumurinn um Karlandið hafi horfi ð fyrstu árin eftir vonbrigðin, en then again, frekar tregt barn. Þannig að áramótaheitin þetta árið hljómuðu eitthvað á þennan veginn: borða á hverjum degi, detta ekki í dópið og jafnvel klippa táneglurnar 1-2 sinnum. Vonin er að að ári muni ég standa sem sigurvegari heitanna með gleði í hjarta. Andrés Davey í AFI TRÚ Á ÁRAMÓTAHEIT KARA SLÆÆ MOSÓ! Munið Bóndadaginn 19. janúar 2007CAPITAL OF ICELAND

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.