Mosfellingur - 03.02.2006, Blaðsíða 9

Mosfellingur - 03.02.2006, Blaðsíða 9
Garðabær, Mosfellsbær, Reykja- nesbær og Seltjarnarnesbær standa fyrir ráðstefnu í samvinnu við mennt- amálaráðuneytið og Heimili og skóla á Grand Hóteli í Reykjavík. Ráðstefn- an sem ber heitið „Hve glöð er vor æska?“ verður haldin föstudaginn 3. mars 2006 frá kl. 9-13. Umfjöllunar- efni á ráðstefnunni verður staða barna í íslensku samfélagi. Þær þjóðfélagsbreytingar sem hafa átt sér stað á sl. öld hafa gjörbreytt uppvaxtarskilyrðum barna víða um heim. Áður ólust börn upp hjá fjöl- skyldum sínum inni á heimilum og lærðu það sem nauðsynlegt taldist - uppeldi var eðlilegur þáttur í lífinu sjálfu. Breyttir tímar og þátttaka beg- gja foreldra í atvinnulífinu kallar á að börn alist upp að töluverðu leyti utan heimilisins. Uppeldi barnanna verður því að hluta til í höndum fagfólks sem starfar eftir kenningum um uppeldi og menntun barna. Forseti Íslands mun ávarpa ráðstefnuna og ýmsir fræðimenn um uppeldi og menntun barna, fulltrúar frá atvinnulífinu, kirkjunni, stjórn- málunum, forstjóri í stóru fyrirtæki, heimspekingur og rithöfundur, flytja stutt erindi og síðan verða pallborðs- umræður. Leitast verður við að svara ýmsum spurningum um stöðu barna í íslensku samfélagi og hvernig finna megi leiðir til sveigjanleika á vin- nustöðum til að samræma megi starf og fjölskyldulíf. Bæjarstjórar Garðabæjar, Mos- fellsbæjar, Reykjanesbæjar og Seltjarn- arness leiða ráðstefnuna og stjórna umræðum í pallborði. Ráðstefnugjaldið er kr. 4.500,-. Innifalið: Ráðstefnugögn, kaffi og meðlæti. Ráðstefnan er öllum opin. Skráning er hjá: www.congress.is frá 16. janúar. Nánari upplýsingar og dagskrá ráðstefnunnar er að finna á heimasíðu bæjarins www.mos.is Í undirbúningsnefnd eru leik- skólafulltrúar frá áðurnefndum bæjarfélögum þær Anna Magnea Hreinsdóttir, Guðríður Helgadótt- ir, Gunnhildur Sæmundsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Vegna 20 ára afmælis Reykjalund- arkórsins hefur kórinn nú gefið út geisladisk. Geisladiskurinn inniheld- ur lög sem kórinn hefur sungið síðustu 20 árin og er sýnishorn af því starfi sem félagsmenn hafa tekið sér fyrir hendur. Stofndagur kórsins var 21. nóvember árið 1986. Mosfellsbær styrkti útgáfu disksins og ákvað kórinn að færa bænum eintök að gjöf í þakklætisskyni. Diskurinn er til sölu hjá kórfélögum og kostar aðeins 1500 kr. Starfsmaður óskast í heimaþjónustu Mosfellsbæjar. Starfið felst í þrifum á þjónus- tuhúsi aldraðra við Hlaðhamra og á einkaheimilum í bænum. Um er að ræða fullt starf. Laun samkvæmt kjarasamningi Eflingar og launanefn- dar sveitarfélaganna. Starfsmenn óskast einnig til að sinna félagslegri liðveislu sem er starf unnið með fötluðum. Um hlutastörf er að ræða. Laun samkvæmt kjarasamningi starfsmannafélags Mosfellsbæjar og launanefndar sveitarfélaganna. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið. Umsóknum skal skilað í Þjónustuver Mosfells- bæjar, Þverholti 2, Mosfellsbæ, sími 525-6700, fyrir 20. febrúar. Nálgast má umsóknareyðublöð á heimasíðu Mosfellsbæjar, www.mos.is. Upplýsingar um starf í heimaþjó- nustu veitir Valgerður Magnúsdóttir forstöðumaður heimaþjónustu s:566- 8060 eða á netfangið vm@mos.is og upplýsingar um störf við liðveislu veitir Unnur Erla Þóroddsdóttir félag- sráðgjafi s:525-6700 eða á netfangið unnure@mos.is, . Öllum umsók- num verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Starfsfólk óskast í heimaþjónustu Mosfellsbæjar og til að sinna félagslegri liðveislu. Lj ós m . Á gú st Á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 13 er spilað í Dvalah. Hlaðhömrum, þá er handavinn- ustofa opin fyrir ýmisskonar handavinnu. Leikfimi er á þriðjudögum kl. 15.30. Glerlistarnámskeið er á fimmtudögum kl. 16.30. Tréskurðarnámskeið er á fimmtudögum kl.12.30. Bókbandsnámskeið er á þriðjudögum kl. 13. Púttkennsla er í Íþróttahúsinu Varmá kl. 11-12 á sunnudögum. Postulínsmálun, námskeið verður haldið 4., 11., 18., og 25. mars kl. 11.00. Línudans er á mánudögum kl. 17.30. Tölvunámskeið byrjar í Lágafellsskóla 20. febrúar og verður í fjögur skipti til 13. mars, hvert skipti er tvær kennslustundir. Skoðunarferð verður farin í Orkustofnun Reykjavíkur Bæjarhálsi 1 þann 17. febrúar, lagt verður af stað frá Hlaðhömrum kl. 13. Þriðjudaginn 14. mars verður heimsókn að Bess- astöðum, lagt af stað kl. 13.30 frá Hlaðhömrum. Vakin er athygli á því, að leikfimisalur með tækjum þ.e. göngubretti, þrekhjólum og lóðum, í kjallara Dvalarh. Hlaðhömrum, er ætlaður fyrir alla eldri íbúa Mosfellsbæjar, einnig poolborð þar fyrir framan. Tilboð hefur borist frá Bændaferðum um vikuferð til Þýskalands dagana 28. maí - 4. júní. ATH: Alla þátttöku þarf að tilkynna, upplýsingar og skráningar eru hjá Svanhildi í síma 586-8014 e.h. og GSM 692-0814 Félagsstarf eldri borgara Félagsstarf eldri borgara 9Mosfellingur BOLTINN Í BEINNI alvöru sveitakrá Aukatímar Get tekið nemendur í auka/einkatíma í íslensku og ensku. Tek einnig að mér prófarkarlestur og þýðingar. Hjördís Kvaran s. 566-8473 og 845-8473

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.