Mosfellingur - 03.02.2006, Blaðsíða 18

Mosfellingur - 03.02.2006, Blaðsíða 18
Í eldhúsinu Mosfellingur - Bæjarmál og aðsendar greinar18 Skyrterta hjá Systu 1 pk. (200 - 300 gr) hafrakex, með eða án súkkulaðis. 50-60 gr. brætt smjör 1 peli rjómi, þeyttur 1 stór dós af KEA vanilluskyri Jarðarberjasulta eða jarðarber Kexið mulið og smjörið brætt og hrært saman við og sett í mót eða skál. Til að auka hollustu má sleppa smjöri og hræra kexið saman við eins og 1 dl. af appel- sínusafa eða annan ávaxtasafa. Þeyttur rjóminn og skyrið hrært saman og sett yfi r kexið. Setja má sultu yfi r allt saman, mæli með jarðarberjasultunni frá St.Dalfour sem er án viðbætts sykurs. Í stað sultunnar má einnig raða niðurskornum ferskum jarðarberjum ofaná. Verði ykkur að góðu! Sigríður Sigurðardóttir er í eldhúsinu að þessu sinni. Systa, eins og hún er ávallt kölluð, kemur hér með uppskrift að ljúff engri og einfaldri skyrtertu. Nota má hvaða skyr, hafrakex og sultu sem er í uppskriftina. Mjög fl jótlegt, hollt og gott og þarf ekkert að „baka” segir Systa. Reynir Holm, og Hrísbrúarhjónin, Ólafur og Ásgerður Það gerðist eitt alveg ótrúlegt einn sumar-morgun, þann síðasta júní. Ég vaknaði og var ekki alveg með sjálf- um mér svo ég tók mér bók í hönd og fór að lesa. Bókin fjallaði um ræðu Halldórs Laxness, afa míns, þegar hann kom til Íslands frá Svíþjóð 4. nóvember 1955 og þúsundir manna höfðu safnast saman til þess að hylla hann. Hann ávarpaði viðstadda af skipsfjöl og vitnaði í orð skálds sem sent hafði ástmey sinni ljóð. Þegar hún færði honum þakkir fyrir þau sagði skáldið: ,,Þakka þú mér eigi fyrir þessi ljóð; það varst þú sem gafst mér þau öll saman áður.’’ Um leið og ég las þessi orð þá fór ég að hágráta, ég veit ekki afhverju en ég bara hágrét. Síðan teygði ég mig aðeins lengra á náttborðið, í Kvæðakver og þar las ég: HVERT ÖRSTUTT SPOR Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér við sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði er fyrr naut hugur minn, er orði hljómlaus utangátta og tóm, hjá undrinu að heyra þennan róm, hjá undri því, að líta lítinn fót, í litlum skóm, og vita að heimsins grjót, svo hart og sárt er honum fjarri enn, og heimsins ráð sem brugga vondir menn, já vita eitthvað anda hér á jörð, er ofan standi minni þakkargjörð, í stundareilífð eina sumarnótt. Ó alheimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt Þetta var líklegast merkileg asti morgun lífs míns. Það var ekki söknuður eða sorg sem grætti mig, heldur var það fegurð orðanna. Hið ritaða orð er líklegast það merki legasta sem til er í heiminum. En samt er það á undanhaldi. Orðið víkur fyrir ljósa- brúnku, strípum og heimsku þeirra sem trúa því að leyndardómar lífsins og lífshamingjan sjálf felist í fallegri fl ík eða fagurbrúnu holdi. Ljósa bekkir eru að skemma okkur og eyðileggja. Nú þegar vísindamönnum hefur tek- ist að færa sönnur á að ljósabekkir séu skaðlegir heilsu okkar, þá er fólk farið að maka sig í líkamsmálningu. Fólkið sprautar málningunni yfi r sig allt og smitar svo útfrá sér eins og nýmálaður veggur. Allt til þess að fela rjómalitað holdið, sem einkennir okkur Íslend- inga. Mér er alveg sama hvar fallega fólkið ætlar að „skemmta sér” næstu helgi. Því fólk sem vill heldur kalla sig fallega fólkið, en einfaldlega fólkið hefur stigið feilspor útfrá beinu braut- inni. Það hefur líklegast ekki lesið nóg, því það hefur ekki græna glóru um í hverju lífsins fegurð liggur. Halldór Halldórson Rothararnir Björn, Vera og Ib danski Reykjabændurnir Jón Magnús og Kristín ásamt Guðrúnu og Tótu á Kárastöðum Birgir Sig fl ytur sinn annálaða annál Hægt er að nota hvaða skyr sem er í upp- skriftina. Velja það sem manni þykir best. Helga Jóhannesdóttir leirlistakona í Álafosskvosinni mun í samstarfi við Mosfellsbæ standa fyrir tómstundar- námskeiðum í Álafosskvosinni sem hefjast nú í byrjun febrúar. Við mun um bjóða upp á fjölmörg skemmti leg námskeið sem ættu að vera við allra hæfi sagði Helga þegar Mosfell- ingur heimsótti hana á dögunum á vinnu stofu hennar á Álafossi. „Nám- skeiðin hefjast 8. febrúar og verður reynt að hafa þau sem fjölbreyti legust enda er Mosfellsbær ört vaxandi bæjarfélag og við trúum ekki öðru en þessu verði tekið vel. Í boði verður m.a. tungumálakennsla, silfursmíði, leirmótun, ræktun sumarblóma og kryddjurta. Auk þessa verða þrír heilsu tengdir fyrirlestrar svo eitthvað sé nefnt. Leiðbeinendur eru allir með mikla reynslu og munu án efa kapp- kosta að miðla henni til þátttakenda.” Helga sagði að ef áhugi bæjarbúa verði nægur muni framboð nám- skeiða auk ast í framtíðinni. „Svipuð námskeið í nágrannabæjarfélögum hafa gengið vel svo nú er bara að sjá hvernig þetta leggst í Mosfellinga.” sagði Helga að lokum. Tómstundanámskeið endurvakin eftir margra ára hlé ÉG ER VEIÐIMASSINN Lífsins fegurð Ungir þreyja þorrann Það eru ekki bara þeir full- orðnu sem taka sig til og snæða á hinum alíslenska þorra mat. Börnin á leikskólanum Reykja- koti héldu þorrablót á bónda- deginum, þann 20. janúar síðastliðinn. Börnin sungu þorra lögin og eftir söngstund- ina var í boði allur matur sem þorranum fylgir. Þar á meðal var sviðasulta, slátur, lunda- baggi og hákarl. Það var hákarl- inn sem vakti mestu lukkuna hjá börnunum sem skemmtu sér afar vel á þorrablótinu.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.