Mosfellingur - 03.02.2006, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 03.02.2006, Blaðsíða 14
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar14 Gjafmildir Kiwanisfélagar í afmælisskapi Jazztónleikar í Hlégarði Það verða stórtónleikar á vegum Tónlistarfélags Mosfellsbæjar föstu- daginn 10. febrúar næstkomandi. Tríó Reynis Sigurðssonar mun fl ytja ljúfan jazz í Hlégarði og hefjast tónleikarnir kl.21. Reynir hefur kennt fjölmörgum Mosfellingum á slagverk af ýmsu tagi í gegnum tíðina. Hann var lengi slagverksleikari Sinfóníu- hljómsveitar Íslands en nú síðari ár hefur Reynir komið fram með jazz- sveitum sínum. Þá hefur hann tekið að sér ýmsar skemmtanir og spilað þar á píanó, marimba og harmónikku. Félagar Reynis sem koma til með að spila með honum eru ekki af verri endanum. Það eru þeir Jón Páll Bjarna- son gítarleikari og Gunnar Hrafnsson bassa leikari. Jón Páll hefur lengi spil að á gítar og spilaði lengi vel í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Hann hefur einnig verið tilnefndur til ís lensku tónlistarverðlaunanna. Gunnar Hrafnsson er einn helsti jazzbassaleikari Íslands. Hann hefur verið með Stórsveit Reykjavíkur frá upphafi en sú hljómsveit var valin jazzfl ytjandi ársins 2005. Það má enginn tónlistarunnandi láta þessa tónleika fram frá sér fara og vonandi er að sem fl estir mæti í Hlégarð á þessa stór- tónleika. Kiwanisfélagið Geysir varð 30 ára nú rétt fyrir jólin og því var ákveðið að veita nokkra styrki til ýmissa samtaka. Styrkþegar Geys is árið 2005-6 eru að þessu sinni Styrktarfélag Lamaðra og fatlaðra, Sam býlið í Hulduhlíð 32- 34, Ævintýra klúbburinn, Geðsvið á Reykja lundi og Neistinn styrkt- ar félag hjartveikra barna. Í heild sinni voru styrkirnir að verðmæti 1 milljón og 200 þús. kr. Þessir styrk- ir koma til með að reynast styrk- þegum vel og er framlag Geysis frábært. Á myndinni má sjá þegar styrkþegar tóku á móti styrkjum þann 25. janúar. Þorrablót Kjósverja Þær Berglind og Anna Sigga létu sig ekki vanta á þorrablótið hjá Kjósverjum. Kvenfélagskonur keyra um sveitina í leit að efni í annálinn. Kiddi á Hálsi í syngjandi sveifl u Kristján á Þorláksstöðum skemmti sér vel Dóra á Hálsi, Helen á Lækjabraut, Jóhann í Káraneskoti, Sibba á Meðalfelli og Raggi á Eyri. Hér eru allir styrkþegar með forseta Kiwanisfélagsins Geysis Reynir kemur til með að ylja fólki með ljúfum tónum þann 10. febrúar í Hlégarði Bjössi á Kiðafelli syngur raunir kvenfélagskonunnar og Raggi á nikkunni. JAFNRÉTTISVIÐURKENNING MOSFELLSBÆJAR ÁRIÐ 2005 ÓSK UM TILNEFNINGU

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.