Mosfellingur - 03.02.2006, Blaðsíða 21

Mosfellingur - 03.02.2006, Blaðsíða 21
Nú á dögunum var Söngkeppni Bólsins, sem er undankeppni fyrir Samfés, haldin. Keppnin fór fram í Lágafellsskóla og var húsið nánast fullt. Alls voru átta atrið og voru þau hverju öðru glæsilegra. Fyrir hönd Lágafellsskóla kepptu Lovísa Rut sem söng Sálarlagið „Hjá þér”, Stefanía sem söng lagið „Mother, mother” og Katrín Ósk sem söng lagið „When I Th ink of Angels” og söng Stefanía bakrödd hjá henni. Fyrir hönd Varmár skóla kepptu Kristinn Valgeir og Birta Árdal með lagið „I know”, Björg og Th elma með lagið „Lucky”, Ingvar með frum- samda lagið „Little trip”, Matthías með frumsamda lagið „September” og Ragnheiður Erla tók lagið „Hotel California” og með henni spiluðu bræðurnir Guðmundur og Kári. Allir keppendur stóðu sig frábær- lega og voru sér og sínum skóla til sóma og keppnin var virkilega jöfn og spennandi. Að lokum var þá einn sigurvegari valinn af dómnefnd- inni. Hana skipuðu reynsluboltar á sviði tónlistar þau Arnar, Gunnar Helgi og Anna Lind en þau eru öll tengd tónlist á einn eða annan hátt. Úrskurður dómnefndar var þessi: þriðja sætið hlaut Lovísa Rut, í öðru sæti var Stefanía og sigurvegarinn var Ingv ar með lagið sitt „Little trip”. Hann keppti í undankeppni Samfés, sem fram fór síðastliðna helgi í Vest - manna eyjum, en því miður komst hann ekki í apalkeppnina. Hann stóð sig engu að síður virkilega vel og var lagið hans mjög gott og á hann mjög líklega eftir að láta mikið að sér kveða í framtíð inni. Unga fólkið - Mosfellingur 21 TV ÍF A R A R TV ÍFA R A R Sigurjón og Þröstur 3000 w w w . p aa ca rt .c om Péturs Pælingar Jæja, þá er þriðji pistillinn kominn á prent og allt að gerast. Þetta er rósalegt, maður er ekki búinn að skrifa nema þrjá pistla og strax eru farin að hrannast upp aðdáenda- bréf á skrifstofunni minni í höfuðstöðvum Mosfellings. Ég ætla að biðja ykkur um að senda ekki meira en eitt bréf á viku, því ég er í skóla og hef nóg annað að lesa, en auðvitað reyni ég nú samt að svara ykkur öllum. Síðan er líka farið að bera soldið á því að fólk sé farið að stokkera mig, elta mig hingað og þangað, fá myndir af sér með mér og eitthvað svona óþol- andi bull. Um daginn fékk ég líka tilboð frá “New York Times Magasine” sem ég hafnaði vegna lélegs vinnutíma. Þannig að það má nú segja að það sé allt á uppleið hjá mér. En að öðru... Nú er þorrinn genginn í garð og vonandi fl estir á leiðinni eða búnir að kíkja á þorra- blót, og kjamsa allan andskotann af einhverjum súr- um viðbjóði. Það er synd til þess að vita að fl estir ungling ar nú til dags hafa sjaldan eða aldrei smakkað þorramat. Mín kynslóð hefur hreinlega bara aldrei kynnst þessu sulli og fi nnst mér það þess vegna ekkert skrítið að þeim lítist ekkert á þetta. Sumir leikskólar gefa reyndar krökkunum allt- af þorra mat á þorranum og er það bara klassi. Maður fer ekkert á þorrablót og borðar bara rúgbrauð og fl atkökur, maður verður að vaða í hákallinn, súra slátrið, sveðasölt- öna, hrútspöngs- ana, löndabaggana og allt þetta shit. Annars er ekkert varið í’idda. Það er alltaf til tunna með súrmat heima hjá mér, en ég hafði ekki ennþá lagt í hana svo ég ákvað að skella ein- hverju að þessum súra skít í grímuna á mér og vitrir menn, þetta var bara ekki sem verst. Ég hef nú tekið margt subbulegra upp í mig en þetta í gegnum tíðina það get ég nú sagt ykkur og ég tala nú ekki um ef maður hefði íslenskan brennsa með, HA? Ég er ekkert að tala um eikkað sem ég myndi éta daglega en þetta er étan- legt og ég hvet sem fl esta sem hafa ekki ennþá lagt í þetta að gera það sem fyrst. Þú ert meiri maður fyrir vikið. Þegar þessi pistill er prentaður er ég úti á Ítalíu að surfa feitan babar. Þorra kveðja, illa súr Þrándur;-) Nú er þorrinn genginn í garð og Mosfellingur mælir með því að menn fari og fái sér súrsaða punga, sviðakjamma og hákarlinn. Ekki má gleyma hangikjötinu og harðfi sknum. Svo er um að gera að skola þessum kræsingum niður með alvöru íslensku brennivíni. MOSFELLINGUR mælir með... Þrándur Tja... súrt og ekki súrt! pizza mánaðarins pepperone, laukur og ananas Opið: sunnud. - mánud. 11:30-23:30 og föstud. - laugard. 11:30-01:00 12" 999 kr. 16" 1199 kr. Gildir ekki með öðrum tilboðum

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.