Mosfellingur - 20.10.2006, Blaðsíða 15
Fax: 566-7241
namo@namo.is
NAMO ehf. - Þverholti 2 - Kjarna
S. 566-7310 og 896-0131
Afturelding leikur í íþróttafatnaði frá Jako
15Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar - Mosfellingur
Efnilegust í Lands-
bankadeild kvenna
Mosfellingurinn Guðný Björk
Óðinsdóttir var valin efnilegasti
leikmaðurinn í Landsbankadeild
kvenna á lokahófi KSÍ. Guðný
leikur með liði Vals. Guðný lék í
öllum leikjum Vals á tímabilinu
og skoraði fi mm mörk í mörk. Þá
lék hún fyrir hönd allra landsliða
Íslands á tímabilinu.
Frábær byrjun
Meistarafl okkur Afturelding-
ar í handbolta hóf tímabilið af
miklum krafti og er efstur í 1.
deild eftir fyrstu þrjá leikina. Læri-
sveinar Bjarka Sigurðssonar hafa
sigrað alla leikina og sigruðu lið
Hattar frá Egilstöðum á laugar-
daginn var. Leikurinn endaði
39-14 og sáu Hattarmenn aldrei
til sólar í leiknum. Í síðari hálfl eik
kom svo Bjarki sjálfur inná og
sýndi gamalkunna takta og skor-
aði tvö mörk. Næsti leikur verður
þann 27. október og þá kemur
Víkingur/Fjölnir í heimsókn að
Varmá. Leikurinn hefst kl. 19 og
allir hvattir til þess að mæta.
Getraunastarf
Aftureldingar
Knattspyrnudeild Aftureld-
ingar stendur fyrir getrauna leik
sem hófst 7. október. Leikurinn er
tippleikur þar sem þátttakendur
giska á úrslit leikja í fótbolta og
eru tveir saman í liði. Þeir sem
verða með fl esta leiki rétta eftir
tólf umferðir fá vegleg verðlaun
og haldið verður lokahóf á
síðasta leikdegi. Mikil stemmning
myndast á laugardagsmorgnum
í vallarhúsinu og enn er hægt að
skrá sig til leiks.
Meistarafl okkur kvenna í knatt-
spyrnu hefur verið endurvakinn eftir
10 ára hlé hjá Aftureldingu. Síðastlið-
in ár hefur mikið uppbyggingarstarf
verið unnið í yngri fl okkum kvenna
og nú verður lið í 1. deild næsta
sumar. Markmiðið er að koma Aft-
ureldingu á meðal þeirra bestu fyrir
100 ára afmæli Aftureldingar. Írski
þjálfarinn Gareth O’Sullivan hefur
verið ráðinn en hann hefur þjálfað
lið í Bandaríkjunum undanfarin ár
við góðan orðstír. Þá á hann einnig
að baki atvinnuferil í knattspyrnu þar
sem hann lék með liðum í Írlandi,
Svíþjóð og Bandaríkjunum. Mikill
metnaður ríkir hjá fl okknum og
spenn andi tímar framundan.
Meistaraflokkur kvenna endurvakinn
Á myndinni má sjá Gareth O´Sullivan (fyrir miðju) skrifa undir þjálfarasamninginn.
Vinstra megin við hann er Hallur Birgisson, formaður meistarafl okksráðs og Erna
Reynisdóttir framkvæmdastjóri Aftureldingar.
Uppskeruhátíð Aftureldingar var
haldin 30. september. Var hátíðin
tvískipt að þessu sinni, kl. 11 var
hald in íþróttahátíð fyrir börn 10 ára
og yngri og fengu þau sem æfðu með
félaginu í fyrra sérstakan bol sem
á stendur „Ég æfði íþróttir 2005-
2006”. Vel á þriðja hundrað barna
mætti á hátíðina en það var Baldur
Þorsteins son íþróttafræðingur sem
stjórnaði skipulögðum leikjum með
dyggri aðstoð stjórnarfólks og eldri
iðkenda í félaginu. Almenn ánægja
var með þetta fyrirkomulag hjá for-
eldrum og virtust börnin skemmta
sér konung lega.
Hefðbundin uppskeruhátíð og
verðlaunaafhending fór svo fram
kl. 15. Hópbikarinn 2006 hlaut 4.
fl okkur karla í blaki. Starfsviðurken-
ninguna 2006 hlaut knattspyrnudeild
og Vinnuþjarksbikarinn 2006 hlaut
Gústav Gústavsson, stjórnarmaður í
knattspyrnu deild. Bóel Kristjánsdótt-
ir og Bernharð Hreinsson hlutu sér-
staka viðurkenningu fyrir störf sín í
þágu félagsins. Íþróttamönnum og
-konum deilda voru veitt verðlaun
og að lokum var valinn íþróttamaður
Aftureldingar og í fyrsta sinn, íþrótta-
kona Aftureldingar. Halldór Lárus-
son frjálsíþróttamaður og Brynja
Finnsdóttir frjálsíþróttakona hlutu þá
titla. Hátíðinni lauk svo með veglegu
kaffi hlaðborði í umsjón fi mleika- og
knattspyrnudeilda og tónleikum með
hinni ungu og efnilegu hljómsveit
Bob Gillan og Ztrandverðirnir.
Íþróttamenn Aftureldingar
Halldór Lárusson og Brynja Finnsdóttir