Mosfellingur - 20.10.2006, Qupperneq 16

Mosfellingur - 20.10.2006, Qupperneq 16
 Sælir veri Mosfellingar! Ég verð að halda umræð- unni áfram sem að Þrándur góðvinur minn kom af stað í síðasta pistli sínum þar sem hann ræddi um sjálfskipaða lögreglumenn og framkomu sumra lögregluþjóna. Þetta hittir nefnilega á viðkvæma strengi hjá mér þar sem ég og vinir mínir höfum of oft lent í valdabrjáluðum lögreglutittum. Ég ber mikla virðingu fyrir lögreglumönnum og því starfi sem þeir gegna en því miður eru alltaf nokkrir andskotans rúnkarar (afsakið orðbragðið) sem koma óorði á allan hópinn. Menn sem að ráða ekki við það vald sem þeim er veitt við störf sín sem lag- anna verðir. Ég hef persónulega lent í því að það réðust á mig tveir lög- regluþjónar, sem voru um fertugt, að ástæðulausu. Ég hafði verið að aðstoða fé- laga minn við að rýma teiti og svo loksins þegar ég lauk því af og átta manns voru eftir í húsinu mættu Knoll og Tott og ætluðu að fara rýma til. Ég reyndi að útskýra fyrir þeim að allt væri með felldu og að þeir væru óboðnir inn í húsinu. Það endaði ekki betur en svo að þeir réðust á mig og reyndu að taka mig í jörðina en mistókst það greyjunum og gáf- ust bara upp. Þá létu þeir eins og ekkert hefði gerst og tóku 10 ára pakkann á þetta „Bíddu! ég sá ekki neitt”. Þetta hljómar kannski ótrúlegt en þetta er heilagur sannleikurinn. Svo þegar ég hringdi í 112 og ætlaði að kæra líkamsárás var skellt á mig þegar ég tilkynnti að ódæðismennirnir væru lögregluþjónar. Og nú fyrir skemmstu var einn besti vinur minn tæklaður af óeinkennis- klæddum lög reglumanni fyrir að segja orðrétt: „Kurt eisi kostar ekkert”. Hann var handtekinn og þurfti að dúsa nótt- ina í fangageymslu. Síðan laug helvítis ófétið að vinur minn hafi reynt að kýla sig til að réttlæta handtökuna. En nokkur vitni sáu allt annað.Hugsið ykkur fávitana maður...! Ég vil því bara segja „sorry” við alla hina ágætu lögreglumenn sem eru þarna úti og þurfa að sitja uppi með þessa minni- pokamenn. Margir hugsa efl aust að ég og vinir mínir hefðum átt þetta skilið en því miður var það bara ekki þannig... alveg sorglegt. Slææ STEINDI JR. SÉR UM ALLT FYRIR UNGA FÓLKIÐ SORRY MEÐ AUMINGJANA Hver kannast ekki við athafnarmanninn og Mosfellinginn góðkunna „Gunna á hjólinu”? Það er enginn stígur í Mosfellsbæ sem hjólið hans Gunna á eftir að kanna, enda mikill hjól- reiðamaður hér á ferðinni. Það er kominn tími til að skella kappanum í tímatöku og athuga hversu snöggur Gunni er að hjóla ákveðna vegalengd. Gunni er mikill keppnismaður og mun hann leggja sig allan fram til að ná ásættanlegum tíma. Hversu lengi er Gunni að hjóla frá heimili sínu í Klapparhlíðinni og upp í Snæland Video til að detta í eina Pullu? Glæsileg verðlaun - Mosfellingur verðlaunaði Gunna og færði honum Pullu með öllu og vindil Á ljóshraða - Gunni kom sjálfum sér á óvart og vissi ekki að hann kæmi hjólinu svona hratt. 7 mínútur og 14 sek... - Gunni sló bæjarmetið og blés ekki um nös Ti lb úi nn - G un ni v ar á kv eð in n í a ð ná g óð um tí m a MOSFELLINGAR Á MARS Nú á framfaratímum og tækniöld lítum við fram á veginn og sjáum að við erum að færa okkur utar og utan í geiminn og byrjuð að kanna plánetuna Mars. Það er ekki úr vegi að hugsa hlýlega til okkar framfarafólks í Mosfellsbæ, með tilliti til þess hvernig þau myndu taka sig út á plánetunni! Gauji á gröfunni Væri frábær í að fylla upp í gígana og slétta yfi rborðið. Gauji þarf efl aust að kalla alla ættingjana saman til að ráða við þetta stóra verkefni. Einar Fastmos Heyrst hefur að Einar sé byrj- aður að selja lóðir á Mars. Hann ku hafa auglýst nýlega lóð á aðeins 300 milljónir. Að hans sögn „algjör spottprís” Gylfi Guðjóns Er nú þegar farinn að reikna út gróðann á ökukennslunni á Mars en gleymdi að taka það með í reikninginn að vegina vantar (Sorrí Gylfi ). Matti í íþróttahúsinu Matti vill stofna hjólreiða- félag þegar Gauja tekst að klára verkefnið sem honum var falið, áætluð verklok eru árið 3024. Anne Lisa Hringdi í mig út af þessum skrifum og vildi koma því á framfæri að best væri að danska yrði eina tungumálið á Mars (sorrí, ekki séns). Séra Jón Erfi tt verður að fi nna pláss fyrir Séra Jón á Mars þar sem við höfum hvorki fundið golfvöll né laxveiðiá á „rauðu plánetunni” Lalli Ljóshraði Ég legg til að Ljóshraðinn verði ráðinn sem skemmt- anastjóri á Mars svo bærinn okkar endi ekki sem „svefn- bær” í annað sinn. Guðný Halldórs „Stella á Mars” er í bígerð og heyrst hefur að Einar í Fastmos fjármagni myndina með gróða af lóðasölu á plánetunni. Elli í Toppformi Marsferðin fór illa í greyið Ella og eltist hann töluvert á leiðinni. Hann er búinn að uppgvöta orkudrykk sem mun laga þetta á „no time” Diddú Þrátt fyrir að Diddu líti hálf óhugnanlega út á Mars lítum við á björtu hliðarnar því Diddú lítur vel út á móður jörð. Alli Rúts Alla datt það snjallræði í hug að opna bar á Mars sem á að heita því frum- lega nafni „Áslákur” K-Tomm Forseti bæjarstjórnar gæti leitt hópinn með trumbu- slætti vinstri hægri. HÉR KOMA NOKKUR DÆMI UM VALINKUNNA MOSFELLINGA Á MARS . GUNNI Á HJÓLINU FÆR SÉR EINA MEÐ ÖLLU Mosfellingur - unga fólkið - steindijr@mosfellingur.is16

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.