Litli Bergþór - 01.12.2014, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.12.2014, Blaðsíða 6
6 Litli-Bergþór Húsin í Laugarási Ég hef áttað mig á því, við að safna saman upp- lýsingum um sögu húsanna og fólksins í Laugarási, hve mikið vantar til að myndin verði alveg heil. Þessi skrif mín bera þess merki að víða eru gloppur. Sem betur fer eru enn ofar moldu ýmsir þeir sem ýmislegt vita og ýmsar upplýsingar er hægt að tína úr rituðum heimildum hér og þar. Ég lít á þetta sem verk í vinnslu og vonast til að þegar um hægist í lífinu og ég geng með formlegum hætti inn í hóp eldri borgara, vonandi með heilastarfsemina í viðunandi ástandi, geti ég freistað þess að ljúka þessu verki með einhverjum sómasamlegum hætti. Hér eru tveir stuttir kaflar um hús í Laugarási og fólkið sem hefur búið og býr í þeim. SÓLVEIGARSTAÐIR 1943 (áður Gróska) stofnað 1943 1943 fengu Eiríkur Grímsson, frá Gröf í Laugardal (f. í Skálholti 14.04. 1892, d. 26.10. 1980) og Bergþóra Runólfsdóttir (f. 17.12. 1909, d. 03.05. 1994) ásamt bróður Bergþóru Bergmanni Runólfssyni (d. 01.01. 1984), frá Snjallsteinshöfðahjáleigu í Landi, land þar sem Sólveigarstaðir eru nú. Bergmann var einhleypur og bjó hjá Ólafi Einarssyni, lækni. Innskot: Það má telja líklegt að þetta fólk hafi stofnað þetta býli nokkru fyrir uppgefið ártal, þar sem þau eru búin að byggja íbúðarhús þegar dóttir þeirra fellur í lækinn í júni 1943. Eiríkur og Bergþóra byggðu sér hús niðri við hverasvæðið og það rann nokkuð vatnsmikill heitur lækur rétt fyrir neðan húsið. Þau voru ekki búin að vera þarna lengi þegar ung dóttir þeirra, Guðrún (f. 03.08. 1940, d. 16.06. 1943) (3ja ára) féll í lækinn (í júní 1943) og lést skömmu síðar af brunasárum. Í kjölfar þess fluttu hjónin burt og seldu býlið Skaftfellingi sem Guðmundur hét, en hann dvaldi þar ekki lengi. Hann seldi síðan hlutafélaginu Grósku, sem var stofnað 1945 og tengdist Náttúrulækningafélaginu. Vorið 1946 kemur fram að félagið á fjögur gróðurhús í Laugarási og fær þaðan grænmeti. Það má telja líklegt að ræktandinn hafi verið Skúli Magnússon, en hann hafði keypt Lemmingsland haustið áður. Hann Höfundur: Páll M. Skúlason Sólveigarstaðir 1965. Ljósmyndari Ingibjörg Bjarnadóttir.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.