Litli Bergþór - 01.12.2014, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.12.2014, Blaðsíða 7
Litli-Bergþór 7 og Guðný bjuggu til að byrja með í íbúðarhúsinu sem fylgdi landi Grósku, í það minnsta til 1947. 1947 seldi Náttúrulækningafélagið Grósku og flutti starfsemina að Gröf í Hrunamannahreppi. Ekki hafa fundist upplýsingar um hver keypti og ekki liggja fyrir upplýsingar um sögu þessa býlis fyrr en Jón Vídalín Guðmundsson (f. 04.12. 1906, d. 04.07. 1974) keypti stöðina árið 1953 (Sunnlenskar byggðir). Fyrir því eru þó heimildir að Jón V. Guðmundsson og Skúli Magnússon áttu með sér viðskipti með rekstrarvörur vegna garðyrkju 1949 og einnig 1951 svo það virðist ljóst að Jón var kominn fyrr en greina má í Sunnlenskum byggðum. Jón Vídalín var bróðir Guðnýjar, eiginkonu Helga Indriðasonar (sjá Helgahús), en þau komu í Laugarás talsvert fyrr. Með Jóni kom, sem ráðskona í fyrstu, en fljótlega eiginkona (1954), Jóna Sólveig Magnúsdóttir (f. 18.10. 1928, d. 16.05. 2004). Hún átti tvö börn fyrir, þau Magnús Þór Harðarson (f.11.06. 1946, d. 26.06. 1966) og Hildi Eyrúnu Gísladóttir Menzing (f. 26.09. 1949), sem giftist til Bandaríkjanna. Saman Sólveigarstaðir. áttu Jóna og Jón síðan fjögur börn. Elst þeirra er Guðmundur Daníel (f. 31.05. 1955) býr í Finnlandi (?), þá Lára Vilhelmína Margrét (f. 27.03. 1957) býr í Þorlákshöfn, síðan Guðný Aðalbjörg (f. 30.09. 1959) býr í Reykjavík og loks Arngrímur Vídalín (f. 19.03. 1962, d. 23.05. 2003). Jón var hátt á fimmtugsaldri (47) þegar hann keypti Grósku. Áður hafði hann stundað sjómennsku, sem háseti eða kokkur. Með þeim Jóni og Jónu var nafni býlisins breytt, og það hefur síðan heitið Sólveigarstaðir. 1960 flutti fjölskyldan í nýbyggt hús sitt og bjó þar í sex til sjö ár. Gamla íbúðarhúsið stóð áfram í mörg ár og gegndi ýmsum hlutverkum. 1967 seldu þau Jón og Jóna og fluttu í Kópavog. Þá var Jón nýskriðinn yfir sextugt, en Jóna var 14 árum yngri. Jóna bjó síðar um tíma í Reykjavík, en hafði flutt til Stokkseyrar þegar hún lést. Elín Ásta Skúladóttir (f. 09.06. 1947) frá Hveratúni og Gústaf Sæland (f. 07.12. 1945) frá Espiflöt keyptu Sólveigarstaði af Jóni og Jónu og hafa búið þar síðan. Auk garðyrkjunnar, sem þróaðist úr grænmetisræktun yfir í blómarækt, ráku þau Ásta og Gústaf bensínafgreiðslu frá 1970 til 1998, sem varð að verslun, Verslun G. Sæland og loks Laugartorgi 1994, en þá höfðu þau Páll M. Skúlason og Dröfn Þorvaldsdóttir í Kvistholti, komið inn í þann rekstur. Verslunarreksturinn lagðist síðan smám saman af og var endanlega hætt 2004, en þá hafði Hlíf Pálsdóttir (sjá Sláturhúsið) rekið verslunina og bensínafgreiðsluna um hríð. Ásta og Gústaf eignuðust fjögur börn, sem eru: Skúli (f. 17.11. 1966) býr í Reykholti, Hulda (f. 10.09. 1968) býr í Reykjavík, Eiríkur (f. 03.03. 1973) býr í Hollandi og Guðni Páll (f. 01.09. 1980) býr í Reykjavík. Jón Vídalín. Jóna Sólveig.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.