Litli Bergþór - 01.12.2014, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.12.2014, Blaðsíða 17
Litli-Bergþór 17 Kvenfélag Biskupstungna sendir félögum sínum og Sunnlendingum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum ánægjuleg samskipti á liðnum árum 10 ára afmælisveislan, Klara systir, Sveinn, Gulli í Birki- lundi, Ingibjörg og Kristján á Norðurbrún, Ingi í Birki- lundi, Jesper í Víðigerði, og Eiki bróðir. Hér höfum við fjölskyldan unað okkur vel og hef ég haft sérstaka ánægju af því að sýna börnum og barnabörnum ýmsa þá staði sem við lékum okkur á í mínu ungdæmi. Við hlustum eftir söngnum í Álfaklettinum við Stekkatúnið, leitum að krukkunni fullri af fimmeyringum, sem við Gulli grófum niður undir kletti uppi á Reykholtinu, skríðum gegn um leynigöngin, sem enginn veit um nema ég og þau og svo mætti lengi telja. Í slíkum göngutúrum þá kemst ég ávallt að því að börn í dag eru nákvæmlega sömu börnin með sömu þörfina fyrir að skynja og uppgötva og við sjálf fyrir 50 árum. Við þurfum bara að hvetja þau og gefa þeim meira frelsi til athafna. Hluti af Reykholti um þetta leyti. Þegar horft er til náttúrunnar sem við höfum í og umhverfis Reykholt, þá kemur upp í hugann mikilvægi þess að yfirvöld hugi vel að öllum breytingum í framtíðinni. Að ekki verði lokað á þau tækifæri sem börn og unglingar hafa til að njóta og upplifa nærumhverfið. Þörfin á unga aldri til að færa leiki og áhugamál í eitthvert félagsform, hefur lítið dvínað hjá mér með aldrinum enda ávallt haft mikla ánægju af hverskonar félagsstörfum í gegn um tíðina, en það er önnur saga. Sveinn A. Sæland.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.