Litli Bergþór - 01.12.2014, Blaðsíða 42

Litli Bergþór - 01.12.2014, Blaðsíða 42
42 Litli-Bergþór hann fékk „bita af sauðunum“, en sem þá var farið að flytja lifandi til Skotlands fyrir breskt gull og álnir þar. Hann sér eftir góðmetinu og blöskrar, að þjóðin missi af því, finnst það lítill búhnykkur. Þess vegna segir hann: Sé ég eftir sauðunum, sem að koma af fjöllunum og etnir eru í útlöndum. Áður fyrr á árunum eg fékk bita af sauðunum, hress var þá í huganum. Er nú komið annað snið, er mig næstum hryllir við að lepja í sig léttmetið. Skinnklæðin er ekkert í, ull og tólg er fyrir bý, sauða veldur salan því. Það lýsir nokkuð vel hinum frumstæðu lífskjörum, sem þjóðin bjó við á þessum tímum, að Eiríkur á Reykjum var eins konar fæðingarlæknir og þó ólærður með öllu. Var til hans leitað víða að, þegar í nauðir rak. Hann var mjög heppinn í þessu sjálfboðastarfi. Ekki miklaðist hann af því, taldi það handleiðslu Guðs að þakka. Víst er, að hann bjargaði lífi margra kvenna og barna. Hann naut því mikils trausts á þessu sviði og öðrum. Tengdasonur Eiríks, Þorsteinn Þorsteinsson, bjó á Reykjum í hart nær hálfa öld, til 1907. Hann var frábær smiður einkum á járn. Hann smíðaði á yngri árum sínum fæðingartengur handa tengdaföður sínum, sem komu í góðar þarfir. Svona var sjálfsbjargarviðleitnin einstök á þessum tímum og veitti ekki af. Fyrir þessi störf sín, sönginn og fæðingarhjálpirnar, var Eiríkur sæmdur Danebrogsorðu og fékk virðingarheitið Danebrogsmaður, að þeirrar tíðar hætti, sem þótti mjög tilkomumikið og eftirsótt. En nú skeður það, að rétt á þessu andartaki, þegar Gleðileg jól og farsælt komandi ár ég er að ljúka við þessar hugleiðingar, heyri ég að útvarpsþulurinn kynnir nokkur lög, sem Fóstbræður syngja, þar á meðal „Sé ég eftir sauðunum“ og segir þar, að textinn við lag Emils Thoroddsen sé eftir Eirík Eiríksson frá Reykjum á Skeiðum. Þannig hef ég ekki heyrt það kynnt fyrr. En þar með ættu þessar vísur að vera teknar út af þjóðvísnalistanum fyrir fullt og allt. Þorsteinn Sigurðsson

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.