Litli Bergþór - 01.12.2014, Blaðsíða 11
Litli-Bergþór 11
Ungmennafélag
Biskupstungna
sendir félögum sínum
bestu óskir um gleðileg jól og
farsælt komandi ár
Meðfylgjandi eru nokkur ljóð sem krakkarnir
sömdu sjálfir um starfið áður en við fórum á
landsmót.
Við förum í Molana
Við förum í Molana
til að hitta folana.
Spegill, spegill herm þú mér
vá, gaman er að vera hér.
Á landsmót við förum
einhver fer heim í börum,
þar verða margir leikir
og margir verða bleikir.
Bríet og Konný eru sætar.
Þær eru samt ekki ætar.
Við fáum prins polo og djús.
En heyrum ekkert blús.
Egill er prestur hér
og oft á honum ber
og þegar hann í sturtu fer
nú, það er ekki við hæfi hér
Ljóðið okkar endar nú,
brátt breytumst við í kú.
Við förum þá ekki í molana
en leikum okkur við bolana.
Í Molunum höfum við það gaman
Í Molunum við höfum það gaman.
Og tölum smá saman.
En það er bannað að tala mikið.
En spörum smá fyrir vikið.
Við sitjum hér saman.
Og yrkjum ljóð.
Höfum það gaman.
Og söfnum í sjóð.
Fyrir Landsmót
Það ætla allir á það.
Því það er svaka mikið fjör.
Það er best að skella sér í bað.
Og ekki borða mikið smjör.
Nú er tími til að fara heim.
Það er svoldið leim.
En þá er vika í næsta fund.
Vonandi fæ ég hund.
Í Molunum er gaman
Í Molunum er gaman.
Þar leika allir saman.
Þeir leika úti og inni.
Og allir eru með.
Hér er borðað, leikið og litað.
Þið ættuð bara að vita.
Hvað allir eru duglegir.
Í Molunum hér.
Molafundir
Fundirnir eru i tvo tíma.
Stundum er bannað að nota síma.
Þeir eru að fara á Landsmót.
Þrjá tíma í þokkabót.