Litli Bergþór - 01.12.2014, Blaðsíða 15

Litli Bergþór - 01.12.2014, Blaðsíða 15
Litli-Bergþór 15 Allt veit Google Barnabörnin búin að finna einn leynistaðinn hans afa. Höfundurinn ungur og áhyggjulaus á tímum Fugla- félagsins Arnarins. Þegar ritstjórn LB hafði samband við mig varðandi „bréf frá Reykholti“, sem ég sendi Óskastundinni fyrir réttum 50 árum, þá datt mér í hug ofangreind fyrirsögn. Nú á tímum er ýmislegt dregið fram í dagsljósið sem gjarnan hefði mátt daga uppi í pappírsflóði. Nú er nóg að spyrja Google og oftast kemur „hann“ með eitthvað skemmtilegt á skjáinn. Við lestur þessa bréfkorns þá rifjast upp margar skemmtilegar minningar frá bernskuárunum hér í Reykholti. Margt var brallað enda vissum við ekki hvað sjónvarp eða tölva var og urðum því að vera sjálfum okkur næg um afþreyingu eins og öll börn á árum áður. Umhverfið bauð upp á ótal möguleika: Krummaklettarnir, Gálgaklettarnir, Fellslækurinn, Litla-Fljótslækurinn, Flókatjörnin, ört vaxandi skóg- urinn á svæðinu að ógleymdum Hveralæknum. Allt voru þetta ævintýraheimar fyrir börn með frjótt ímyndunarafl. Í minningunni var Hveralækurinn endalaus uppspretta leikja og skapaði líklega hvað mesta afþreyingu og um leið mesta hættu á svæðinu. Hann rann niður brekkuna í miðri byggðinni og varð því einhverra hluta vegna ekki sú hætta í hugum íbúa frekar en skurðirnir, sem nauðsynlegir voru til að hægt væri að þurrka upp land og rækta. Þegar hugsað er til baka þá er samt með ólíkindum að aldrei hafi orðið alvarleg slys þegar yfirfallið í safntankinum, hátt í hundrað gráðu heitt, gusaðist á 10 mínutna fresti niður Hverabrekkuna í afmörkuðum farvegi. Þarna gátum við dundað okkur tímunum saman við að sulla í læknum og veita vatninu í hina ýmsu farvegi enda var alltaf hlé á milli gosa. Drullug og alsæl komum við iðulega heim og ekki minnist ég að hafa verið skammaður þrátt fyrir útganginn sem oft gat verið skrautlegur. Allt voru þetta frekar saklausir leikir enda við mjög meðvituð um hættur sem fylgdu vatninu. Ein minning tengd Hveralæknum stendur þó upp úr. Um vorið kom drengur á svæðið í sumardvöl, örlítið eldri og þroskaðri en við og varð strax mikill vinur okkar. Ýmiss uppátæki tóku mið af því að hann kom úr stærra umhverfi og því meiri reynslubolti en við og litum við mjög upp til hans. Þetta sull okkar í læknum þótti frekar barnalegt og einn daginn var hafist handa við að stífla lækinn þar sem hann rann í gegn um veginn sem liggur upp að Víðigerði og Gufuhlíð. Þegar renna fór yfir veginn þá létum við okkur hverfa af vettvangi enda með öllu ómögulegt að losa stífluna í sjóðandi heitu vatninu. Morguninn eftir vantaði einhverja metra í veginn, sem höfðu skolast ofan í skurðinn fyrir neðan. Skíthræddir stóðum við pjakkarnir, 8-11 ára, fyrir framan bóndann í Víðigerði og harðneituðum öllu. Hann tók þessu ótrúlega vel en enn man ég eftir glottinu á honum þegar hann messaði yfir okkur enda sjálfur ekki óvanur prakkarastrikum. Ekki máttum við ganga í Ungmennafélagið fyrr en við vorum orðin 12 ára. Það voru því óþreyjufull börn sem æfðu hlaup og stökk við frumstæðar aðstæður m.a. undir handleiðslu systur minnar sem var nýorðinn íþróttakennari eins og fram kemur í bréfinu. Fótbolta stunduðum við af kappi á ýmsum túnblettum, stofnuðum m.a. fótboltafélag og að sjálfsögðu voru keyptir alvöru búningar og takkaskór. Æðsta takmarkið var að keppa við strákana í Laugarási og gekk þá oft á ýmsu. Oft þurfti að smala saman strákum sem voru í sveit á nágrannabæjum til að ná í fullskipað lið og varð hópurinn oft æði skrautlegur. Skemmtilegt finnst mér innleggið í bréfinu þar sem ég segi að „stundum lofum við stelpunum að vera með þegar vel liggur á okkur“ Málið var að stelpur voru ekki til á okkar aldri í Reykholti, þær voru ýmist töluvert eldri eða yngri. Þær yngri álitum við einfaldlega grenjuskjóður en þær eldri, komnar vel á táningsaldurinn, voru bara frekjur og alls ekki stjórntækar eins og sagt er í dag. Á hálfsmánaðar fresti hittum við þó stelpur á okkar aldri í skólanum, en hvað gera feimnir strákar á þessum aldri, jú við lékum okkur við þær „þegar vel lá á okkur“. Þegar unglingsaldurinn

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.