Litli Bergþór - 01.12.2014, Síða 27

Litli Bergþór - 01.12.2014, Síða 27
Litli-Bergþór 27 Samantekt: Geirþrúður Sighvatsdóttir og Baldur Þór Þorvaldsson gerð nýrrar brúar yfir Brúará á Steinbogagljúfri. Einnig sendi hann bréf sem hann skrifaði Gísla Sigurðssyni í Úthlíð 2009 um brýrnar á Brúará og bréf frá Þorkeli Bjarnasyni á Laugarvatni til landbúnaðarráðuneytisins 1962 vegna óska um nýja brú. Hér á eftir verður saga brúa á Brúará rakin eftir þessum heimildum og fleirum. Steinboginn og flekinn á gjánni í Brúarfossi Í Biskupasögum Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal segir frá því þegar brytinn í Skálholti, að undirlagi biskupshústrúr Helgu Jónsdóttur, braut þá „sjálfgerðu brú eður steinboga á Brúará“ til að stemma stigu við aðsókn flökkufólks að Skálholtsstað árið 1602. Frásögnin er þó ekki rituð fyrr en nálægt öld síðar og gæti hafa skolast eitthvað til. Enn má sjá steinboga rétt undir vatnsborðinu undir reið- og göngubrúnni yfir Brúará og þegar lítið er í ánni fer mest allt vatnið undir hann. Ekki er þó talið að þetta séu leifar bogans sem brotinn var og ekki er mælt með því að fólk reyni að stikla þar yfir. Í bréfi sínu til Gísla segir Baldur Þór: „Þessir gömlu steinbogar hérlendis eru sveipaðir þjóðsagnablæ.“ „Það er svolítið grunsamlegt að slíkir steinbogar skuli ekki hafa enst fram í nútímann neins staðar á stórám landsins.“ „Þetta segir okkur að berglög hérlendis þoli ekki svo mikinn gröft í flóðum að eftir standi svo stór- ar hvelfingar að taki allt vatnið, sem þá er á ferðinni. Það er frekar að slíkt komi í ljós þegar minnkar í ánum og þá ekki það vel formað að aðgengilegt sé.“ „En einhvert slíkt náttúruverk gæti þó hafa verið við Brúará og nægt mönnum til að komast yfir ána þurrum fótum í einhverjum tilfellum a.m.k. Síðan hafa þeir, sem voru þessu lítt kunnugir af eigin raun séð þetta í huga sér sem eitthvað svipað og manngerðar brýr, sem leystu vanda vegfarenda. Vegna þessa verður að hafa á sér allan vara með þessar brúarsögur þótt ekki sé heldur hægt að vísa þeim alfarið á bug, að enginn fótur sé fyrir þeim“. Sögur eru til af mönnum sem stokkið hafa yfir gjána í fossinum eða stiklað bogann. Fræg er sagan af Magnúsi frá Austurhlíð, sem fæddur var 1767 og talinn með vöskustu mönnum, en hann sótti einhverju sinni yfirsetukonu út í Laugardal, „bar hana yfir Brúará og stökk með hana í fanginu yfir gjána, þar sem brúin var síðar.“ Eða svo segir séra Magnús Helgason, prestur á Torfastöðum, í ritinu Inn til fjalla. Heimildir eru um að trébrú hafi verið sett yfir gjána fyrir ofan Brúarfoss um aldamótin 1800. Það var svo presturinn í Miðdal, Guðni sterki Guðmundsson, sem endurnýjaði flekabrúna yfir gjána árið 1824, enda þjónuðu Miðdalsprestar Úthlíðarkirkju frá því á 16. öld og fram til 1880. Hefur séra Guðni meira að segja haft á flekanum handrið eins og sést vel á steinprenti eftir mynd Fredericks Kloss, sem var þar á ferð 1835. (Árbók FÍ 1998). Til eru margar myndir af hestamönnum ríða þessa brú. Gömul mynd, sem sýnir hestamenn ríða yfir gömlu flekabrúna á Gjánni. Steinbogagljúfrið í forgrunni. Seinasta trébrúin á gjánni, sem var á undan brúnni á Steinbogagljúfrinu, virðist hafa verið byggð 1860- 70“. (sjá tilvitnun í blaðið Ísafold hér neðar) En fyrsta brúin á Brúará í nútímaskilningi, var hinsvegar byggð 1901 á Steinbogagljúfrinu svonefnda, sem er staðurinn þar sem talið er að steinboginn forni hafi verið. Ferðafólk ríður flekann á Brúará á árunum 1883-1885. Ljósmyndari Frederick W. Warbreck Howell.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.