Litli Bergþór - 01.12.2014, Blaðsíða 37
Litli-Bergþór 37
Svipað er upp á teningnum hjá þjóðgarðastofnun
Bandaríkjanna en þar þurfa þó einstaklingar á eigin
vegum að greiða fyrir aðgang á flestum svæðum.
Ferðaþjónustufyrirtæki borga þar fyrir utan fyrir
starfsleyfi til að starfa innan friðlýstra svæða í
samræmi við stefnumótanir og aðrar áætlanir.
Ég nefni þessa aðferðafræði hér vegna umræðu
um hvar innheimta skuli aðgangsgjöld og hvernig
skuli staðið að því. Þessa Ný-Sjálensku aðferð tel ég
vera mjög skýra og sanngjarna að því leyti að hún
gerir ráð fyrir að þeir borgi gjald sem nýta svæðin
í viðskiptalegum tilgangi og af þeim sem valda
augljóslega mestu álagi á svæðin. Aðrir greiða ekki. Á
þennan hátt þá verða ferðamenn heldur ekki varir við
gjaldtökuna þannig að upplifunin af því að heimsækja
fallegar náttúruperlur verður ekki rofin að því að
greiða aðgangseyri líkt og farið sé inn í dýragarð eða
skemmtigarða.
Stórnotendur þjóðgarða og friðlýstra svæða eru
ferðaþjónustufyrirtækin sjálf sem selja ferðir á þá
staði. Með slíku kerfi er hægt að koma gjaldinu
inn í verð til ferðamanna sem greiða það en um leið
verða til upplýsingar um fjölda gesta og nýtingu
ferðaþjónustunnar sem hjálpar til að stýra og byggja
upp staðina.
Þessi aðferð gæti hentað hér til að skapa tekjur
til uppbyggingar og rekstrar fyrir þá staði sem eru
í opinberri eigu en einnig aðra staði sem eru í eigu
einkaaðila eða með blönduðu eignarhaldi. Greitt væri
þá fyrir þann fjölda sem heimsækir hvert svæði og það
deildist niður á svæðin.
Umsýsla og eftirlit vegna slíks kerfis er verkefni
til að leysa en það er morgunljóst að öllum kerfum
sem nefnd hafa verið til sögunnar fylgir umsýsla af
mismunandi tagi og kostnaður.
Hjá Umhverfisstofnun Nýja Sjálands er til
dæmis haldið utan um alla samninga á innra land-
upplýsingakerfi stofnunarinnar og hafa starfsmenn
aðgang að því þegar eftirliti er sinnt. Hægt er að kalla
fram allar upplýsingar úr sama gagnagrunni um allt
Höfundur slóst í för með tveimur liffræðingum til að
finna merkta Kiwi fugla í afskekktum fjalladal. Notaður
var útvarpssendir til að fanga fuglinn.
Höfundur og kiwi fugl, þjóðartákn Nýja Sjálands. Mjög
sjaldgæft að finna þá og handleika.
landið. Þeir sem fara um slík svæði án samnings fá
fyrst tvær áminningar en kært er í þriðja sinn.
Það er vert að minnast á það að gjaldtaka hjá þessum
erlendu stofnunum stendur einungis undir um 10-20%
af veltu þeirra. Ástæðan er að hlutverk og starfsemi
þeirra er miklu mun víðtækara og meira en við
þekkjum til hér á landi t.d. vöktun, grunnrannsóknir
á sviði náttúrufræða, fornleifafræða, löggæsla,
björgunarstörf svo fátt eitt sé nefnt. Á Íslandi er
rekstur friðlýstra svæða enn frekar einfaldur ef borið
er saman við systurstofnanir erlendis. Af þeim sökum
mun vel skilgreint kerfi til innheimtu gjalda skilja eftir
meira fé til uppbyggingar og reksturs en í svipuðum
kerfum erlendis.
Það er jákvætt og nauðsynlegt að núverandi ríkis-
stjórn sé að skoða leiðir til að fá tekjur til að standa
undir nauðsynlegri uppbyggingu til að fást við þann
fjölda ferðamanna sem kemur til Íslands. Það þarf
hinsvegar að gerast að vandlega athuguðu máli og
þannig að fjármagnið nýtist beint á þeim stöðum sem
ferðamenn heimsækja.
Einar Á. Sæmundsen
Einn á göngu í Routeburn gönguleiðinni