Litli Bergþór - 01.12.2014, Page 39

Litli Bergþór - 01.12.2014, Page 39
Litli-Bergþór 39 tóra svo verkinu miðaði áfram, annað gengi ekki. Ef okkur vantaði aur þá fórum við að Spóastöðum þegar við vorum á heimleið í vikulok. Minnist ég að eitt sinn er við vorum að sækja okkur skotsilfur þá sagði Þórarinn við okkur: „Nú er ekki spurning um hvað þið þurfið mikið, heldur hvað þið komist af með lítið“. Þórarinn gerði svo upp við okkur mánuði eftir verklok okkar og óumbeðið vaxtareiknaði hann upphæðina. Var slíkt ekki vani þó greiðsla vinnulauna drægist stundum eitthvað. Þórarinn sagði hinsvegar að þetta væri lán og vexti væri sjálfsagt að greiða. Margir komu að vinnu þarna. Nær allann þann tíma sem við vorum þá voru þeir Gústaf Jónasson frá Kjóastöðum og Ragnar Ragnarsson frá Brautarhóli þar, einnig vann Eiríkur í Miklaholti þar um lengri tíma og svo ýmsir aðrir úr sveitinni svo og iðnaðarmenn ýmsir. Minnist ég þar sérstaklega Gríms á Reykjum sem sá um pípulagnir. Eitt sinn um veturinn gerði snjóáhlaup svo nokkur ófærð skapaðist. Grímur varð þá eitthvað órór og sagðist verða að skreppa heim hvað hann gerði. Nokkrum klukkutímum síðar kemur hann aftur í hríðarkófi og gat þá á að líta. Farkosturinn var Ferguson traktor á snjóbeltum og Grímur klæddur í einhvers konar flugmannabúning mjög fóðraðan og með gleraugu sem huldu hálft andlitið. Upplýstist að hann hefði endilega þurft að grípa þetta tækifæri til að prófa þennan útbúnað. Varðandi verkið þá byrjuðum við á að klæða loftið í samkomusalnum. Handlökkuðum við furupanel og byrjuðum svo að klæða út frá miðju, settum fjöður í milli fyrstu borða og héldum svo í báðar áttir þar út frá, endasamskeyti voru styrkt. Var mikið verk að ganga frá loftklæðningunni en það hjálpaði nokkuð að múrvinna var vel unnin, línur beinar og ekki þurfti að beita miklum miðlunum varðandi útkomuna. Síðan kom eitt af öðru. Það má segja að mahony sé einkennisviður hússins. Veggir salarins klæddir með mahonyþiljum með breiðum máluðum fúgum í milli. Man ég að Stefán sem var smiður góður og hraðvirkur hafði þar þann hátt á að hann kaus að klæða annan langvegg salarins en sagði mér að taka hinn vegginn. Ekki fór milli mála til hvers refirnir voru skornir og reyndi ég hvað ég gat að láta verkið ganga. Ekki tókst mér að halda í við Stefán í þessu einvígi, því þegar hann var búinn að klæða vegginn þá var ég rúmlega metra á eftir, en allt var þetta í bróðerni hjá okkur. Á veggi kaffisalarins voru límdar rásaðar krossviðarþiljur og breið mahonyklæðning umlykur leiksviðið. Innihurðir eru einnig úr mahony, sem og margt fleira. Missagt er í 100 ára sögu Umf Bisk, (bls. 107) að viðarklæðning úr tekki sé þar í lofti og veggjum salarins. Oftast var farið í sundlaugina að loknum vinnudegi, gömlu laugina sem var áföst gamla skólahúsinu. Var hún 8x10 m að stærð, með steyptum fremur þunnum veggjum en ekki var þak þar yfir. Venjulega var nokkuð fjör þar. Margir þar saman komnir og nokkur ærslagangur stundum. Eftir á að hyggja þá held ég að það flokkist sem heppni að ekki varð slys af þegar síðastaleikurinn var á fullu og gluggaop og veggir gömlu laugarinnar voru óspart nýttir sem undankomuleið. Hættan enn meiri af því að gaddavírsstrengur var ofan á veggjunum, eflaust settur til að fyrirbyggja svona vitleysu. Minnisstætt er mér að á vígsluhátíðinni heilsaði ég húsfreyju þar úr hverfinu, Helgu í Birkilundi og hún sagði á móti „Ég ætlaði bara ekki að þekkja þig svona, í fötum“. Ástæðan eðlileg því að hún hafði varla séð mig nema í lauginni. En e.t.v. spurning hvað nærstaddir gætu hugsað. Okkur var vel tekið af heimamönnum og man ég að okkur var boðið að taka þátt í þorrablóti sem haldið var í samkomuhúsinu að Vatnsleysu þann 3. febrúar ´61. Var þar þétt setinn bekkurinn og þyrfti einhver að standa upp þá urðu allir sem utar sátu að standa upp svo leið opnaðist. Ekki man ég með vissu til hvaða trogs okkur var vísað, sennilega borðuðum við með Spóastaðafólkinu. Hnífa skyldi hver skaffa og þó ég hafi alla tíð vanist að hafa vasahníf á mér þá gerðist það að mig vantaði hann í þetta sinn. Ég áttaði mig á því áður en ég lagði af stað og lausnin var að fara í verkfærakistuna og ná í dúkahníf, var hann af eldri gerð, með tréskafti og stóru íbjúgu blaði. Auðvelt var að sneiða kræsingarnar með honum. Verra var að mér Þannig var umhverfis á Hveravöllum 1961. Hygg að Eiríkur í Fellskoti hafi haft aðstöðu þarna. Greinarhöfundur og aðgangshörð kind í Hvítárnesi.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.