Litli Bergþór - 01.12.2014, Page 46

Litli Bergþór - 01.12.2014, Page 46
46 Litli-Bergþór Árið 2014 hefur verið nokkuð hefðbundið hvað varðar starf Kvenfélags Biskupstungna á 85. afmælisári þess. Sumarmarkaður félagsins var haldinn í tengslum við hátíðina Tvær úr Tungunum þ. 16. ágúst og tókst vonum framar. Jólamarkaðurinn var svo haldinn 22. nóvember. Veitinganefnd Kvenfélagsins sá um jarðarfarakaffi vegna þriggja jarðarfara seinnipart ársins, þeirra Sigríðar Stefánsdóttur á Hvítárbakka 25. júlí, Þuríðar Sigurðardóttur Kistuholti 11 í Reykholti 26. júlí og Skúla Magnússonar í Hveratúni 15. ágúst 2014. Veitinganefndin sá einnig um kaffiveitingar á sumar- og jólamarkaði og hefur því haft í mörg horn að líta. Oft er erfitt að breyta hefðum og Kvenfélagið hefur verið fastur liður og þótt ómissandi við ýmis tækifæri, t.d. verið lengi með veitingasölu við réttirnar á réttadaginn og haldið jólaball milli jóla og nýjárs fyrir yngstu kynslóðina. En þrátt fyrir það ákváðum við félagskonur á þessu ári að hætta bæði við réttasölu og jólaball. Landeigendur á Heiði hafa komið upp veitingasölu við Faxa og þótti stjórn félagsins því við hæfi að Kvenfélagið drægi sig í hlé með sína réttasölu, allavega til reynslu þetta árið. Á haustfundi var svo ákveðið að óska eftir því við Bláskógaskóla að Kvenfélagið kæmi með einhverju móti að hinu árlega jólaballi skólans og að jólaballið yrði þá einnig auglýst fyrir foreldra og systkini grunnskólabarna. Jólaball Kvenfélagsins verður því ekki haldið í ár. Kemur þessi breyting aðallega til vegna minnkandi aðsóknar að jólaballi Kvenfélagsins. Eitt er það sem stendur upp úr á árinu 2014, en það er að Elinborg Sigurðardóttir, félagskona okkar til margra ára var kjörin formaður Sambands Sunnlennskra Kvenna. Við erum að sjálfsögðu mjög stoltar og ánægðar með kjör Elinborgar, því þar er öflug kona á ferð sem mun örugglega skila góðu starfi og auka hróður kvenna í Biskupstungum. Í upphafi nýs árs er áætlað að halda námskeið um fullnýtingu matarafganga til að minnka sóun og draga úr innkaupum. Námskeiðið heitir: ,,Eldað úr öllu, með Kvenfélögunum og Dóru” og þar mun Dóra Svavarsdóttir frá Drumboddsstöðum leiða okkur í sannleikann um það hvað við getum gert til að draga úr matarsóun og kenna okkur að fullnýta allt sem við kaupum inn. Mun það væntanlega leiða til þess að við kaupum inn minna og skipulegar til heimilisins. Kvefélag Biskupstungna óskar sveitungum gleðilegra jóla og farsældar á komandí ári og þakkar alla hjálp og stuðning á árinu sem er að líða. Aðalheiður Helgadóttir ritari. Kvenfélagspistill Fríður í Laugargerði alltaf dugleg að prjóna og baka. Séð yfir markaðinn. Kökubasarinn.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.