Morgunblaðið - 07.09.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.09.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2018 Kolbrún Baldursdóttir, borg-arfulltrúi Flokks fólksins, finnur að því í færslu á blog.is að borgin hafi ákveðið að „endurnýja bragga fyrir 415 milljónir í stað þess að fjármagna frekar í þágu þeirra sem minna mega sín og barnanna í borginni. Nýlega hefur borgin fellt tillögu Flokks fólks- ins um að hafa gjaldfrjálsar skóla- máltíðir. Fyrir 415 milljónir hefði mátt metta marga litla munna!!!“    Hún segist ekki ætla að gefastupp en leggi næst til þriðj- ungslækkun skólamáltíðanna.    Ef til vill fellst meirihlutinn áþriðjunginn, en það var ein- mitt um það bil þriðjungurinn af því sem meirihlutinn hafði upp- haflega ætlað í braggann.    Bragginn átti að kosta 158 millj-ónir en fór í litlar 415 millj- ónir eins og áður sagði.    En það er ekki aðeins bragginnsem meirihlutinn hefur á síð- ustu misserum notað til að losa sig við útsvar borgarbúa.    Fuglahúsin við Hofsvallagötuvoru drjúg og þrengingarnar á Birkimel hafa skilað miklu, að ekki sé talað um breytingarnar á Grensásveginum sem einar slög- uðu hátt í framúrkeyrslu bragg- ans.    Þess vegna er ekki útilokað aðfé finnist til að lækka skóla- máltíðir um þriðjung, en þó er lík- legt að brýnna verði talið að þrengja eina götu enn. Kolbrún Baldursdóttir Þrengingar, braggi eða skólamáltíðir? STAKSTEINAR Litluvellir ehf. hafa lagt fram tillögu að matsáætlun vegna mats á um- hverfisáhrifum Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti. Um er að ræða rennslisvirkjun í landi Kálfborgarár og Einbúa í Bárðardal. Uppsett rafafl verður 9,8 MW og verður um 24 metra fall nýtt á um 2,5 km kafla í fljótinu. Gert er ráð fyrir að reisa flóð- virki þvert yfir Skjálfandafljót um 300 metra ofan við bæinn Kálfborgará og að vatni verði veitt úr Skjálfandafljóti um 1,3 km langan aðrennslisskurð að stöðvarinntaki skammt ofan við þar sem Kálfborgará rennur í Skjálfanda- fljót. Rétt innan viðmiðunar Í tillögu að matsáætlun, sem greint er frá á heimasíðu Skipulags- stofnunar, kemur fram að markmið Litluvalla ehf. er að framleiða raforku sem nýtt verði á Norðurlandi með því að virkja grunnrennsli jökulvatns án miðlunar, þannig að umhverfisáhrif verði lágmörkuð. Uppsett afl Einbúavirkjunar verð- ur nærri viðmiði um matsskyldu, sem er 10 MW, og efnistaka matsskyld. Litluvellir telja eigi að síður æskilegt að framkvæmdin verði háð mati á um- hverfisáhrifum. Í tillögunni segir að Einbúavirkjun verði hönnuð sem rennslisvirkjun og muni ekki breyta framburði og vatnsstöðu Skjálfanda- fljóts. „Virkjunin mun ekki hafa áhrif á þau gæði sem verðmætamat verk- efnisstjórnar rammaáætlunar byggði á,“ segir í tillögunni. Rifjað er upp að samkvæmt niður- stöðu verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar voru virkjanaáform í Skjálfandafljóti sett í verndarflokk. Í öllum tilfellum hafi verið um að ræða framkvæmdir sem gerðu ráð fyrir að stífla Skjálfandafljót ofan Bárðardals, sem hafa myndi áhrif á vatnasvið þess allt til sjávar í Skjálfanda. Vilja mat á áhrifum Einbúavirkjunar  Áform um 9,8 MW rennslisvirkjun í Skjálfandafljóti  Umhverfisáhrif lágmörkuð Stjórn Íslensku óperunnar hefur endurráðið Steinunni Birnu Ragnarsdóttur í stöðu óperu- stjóra Íslensku óperunnar fyrir næsta ráðning- artímabil þar til í júní 2023. Fram kemur í tilkynningu að Steinunn Birna hafi verið virk í listalífi landsins um árabil bæði sem píanóleikari, listrænn stjórnandi Reyk- holtshátíðar og tónlistarstjóri Hörpu. Hún lauk nýlega þriggja ára framhaldsnámi frá háskól- anum í Maryland fyrir fram- úrskarandi listræna leiðtoga og stjórnendur listastofnana, en hún var valin árið 2016 ásamt 12 list- rænum stjórnendum frá ýmsum löndum af nokkur hundruð til- nefningum. Steinunn Birna endurráðin óperustjóri Steinunn Birna Ragnarsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður skuli sæta nálgunarbanni gagnvart eiginkonu sinni og ólög- ráða dóttur til 27. október nk. Í greinargerð vegna málsins segir að lögreglu hafi borist tilkynning um heimilisofbeldi í ágúst sl. Málavextir voru þeir að maðurinn hafði verið heima með dóttur þeirra en hringdi svo í konu sína og sagðist vilja losna annarra erinda vegna. Þegar konan sagðist ekki koma heim strax hótaði maðurinn að skaða barnið og vinna henni mein. Þegar konan kom heim henti hann henni á rúmið í svefn- herberginu, læsti því og tók hana kyrkingartaki svo hún átti erfitt með að anda. Áverkar voru á hálsinum á henni. Lögreglustjóri sagði ljóst að mað- urinn lægi undir sterkum grun um að hafa beitt konuna ofbeldi og hótað ólögráða dóttur þeirra. Talin væri hætta á endurtekningu þess og að öryggi mæðgnanna yrði ekki tryggt með vægari hætti en nálgunarbanni. Nálgunarbann eftir heimilisofbeldi Sveinn Snorrason, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi forseti Golfsambands Íslands, lést aðfaranótt síðast- liðins mánudags, 93 ára að aldri. Sveinn fæddist hinn 21. maí árið 1925 á Seyðisfirði. Hann hóf laganám haustið 1946 og fékk hlutastarf hjá Lárusi Jóhannessyni hæsta- réttarlögmanni. Þá stofnaði hann lög- mannsstofu sína á árinu 1959. Til samstarfs við hann komu Guðmundur Ingvi Sig- urðsson, Jónas A. Aðalsteinsson og Jóhannes L.L. Helgason. Stofan hlaut síðan nafnið LEX árið 1987. Hann gegndi emb- ætti formanns Lög- mannafélags Íslands 1986 til 1988 og varð hann heiðursfélagi árið 1996. Sveinn lét af lögmannsstörfum árið 2002. Sveinn var iðinn kylfingur og sat með- al annars í stjórn Golfklúbbs Reykja- víkur. Síðar hlaut hann embætti forseta Golfsambands Ís- lands og gegndi því árin 1962 til 1969. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Ellen-Margrethe Snorrason og tvær dætur þeirra, ásamt barna- börnum. Andlát Sveinn Snorrason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.