Morgunblaðið - 07.09.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.09.2018, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2018 ✝ Adolf JakobBerndsen fæddist á Karls- skála, Skagaströnd, 28. desember 1934. Hann lést á dvalar- heimilinu Sæborg á Skagaströnd 27. ágúst 2018. Foreldrar hans voru Guðrún Lauf- ey Helgadóttir, f. 6.11. 1903, d. 15.4. 1987, og Ernst Georg Berndsen, f. 2.6. 1900, d. 21.8. 1983. Systkini Adolfs eru Helga Guðrún, f. 1931, eiginmaður hennar var Gunnlaugur Árna- son, d. 2016, og Karl Þórólfur, f. 1933, d. 12.2. 1995, eiginkona hans var Ingibjörg Fríða Haf- steinsdóttir. Eftirlifandi eiginkona Adolfs er Hjördís Sigurðardóttir, f. 20.11. 1938, þau gengu í hjóna- band á páskadag 1958. For- eldrar Hjördísar voru Sigurður Guðmonsson, f. 1904, d. 1981, og Hallbjörg Jónsdóttir, f. 1909, d. 1987. Börn Adolfs og Hjördísar eru: 1) Adolf Hjörvar, f. 19.1. 1959, sambýliskona hans er Dagný Marín Sigmarsdóttir, f. 1962. Börn þeirra eru: a) Sverrir Brynjar, f. 1981, sambýliskona hans er Steinunn Sigurgeirs- dóttir. Sonur þeirra Hektor Hrafn en fyrir átti Sverrir dótt- urina Iðunni Ólöfu með Ingveldi þeirra eru: a) Sigurður Ernst, f. 1993, sambýliskona Salóme Sigurmonsdóttir. b) Aníta Birna, f. 1998, c) Hendrik Snær, f. 2000, d. 2001. d) Hendrik Ingi, f. 2001. e) Gunnar Karl, f. 2003. 5) Sigurður Berndsen, f. 14.8. 1978, kona hans er Harpa Vig- fúsdóttir, f. 1978. Börn þeirra eru: a) Embla Björt, f. 1999. b) Marín Björt, f. 2004. c) Bjartþór Daði, f. 2006. d) Dagbjört Drífa, f. 2008. e) Bjartey Hjördís, f. 2015. Adolf ólst upp á Skagaströnd og bjó þar alla sína ævi. Hann eignaðist snemma eigin vörubíl og þjónustaði fyrirtæki og ein- staklinga í héraðinu og sinnti ol- íudreifingu fyrir BP. Hann tók við starfi umboðsmanns Olís ár- ið 1973 af föður sínum og gegndi því til ársins 2004. Auk þess að sjá um umboðið rak hann um árabil Söluskála Olís á Skaga- strönd. Má segja að hann hafi starfað fyrir olíufélagið í um 50 ár. Adolf sat í sveitarstjórn á Skagaströnd fyrir Sjálfstæð- isflokkinn frá 1964-1994, þar af var hann oddviti sveitarfélags- ins 1978-1990. Hann var um ára- bil stjórnarmaður og stjórn- arformaður frystihússins Hólaness hf., auk þess að vera um tíma einn af stærstu eig- endum félagsins. Adolf var ágætur harmónikkuleikari og spilaði víða á dansleikjum á ár- um áður. Hann var áhugamaður um veiðimennsku, ekki síst á sjó. Útför hans fer fram frá Hóla- neskirkju á Skagaströnd í dag, 7. september 2018, og hefst at- höfnin klukkan 14. Gísladóttur. b) Sonja Hjördís, f. 1986, sambýlis- maður Atli R. Þor- steinsson. Sonur þeirra er Sigmar Víkingur. c) Sig- urbjörg Birta, f. 1996. 2) Guðrún Björg, f. 6.9. 1961, maður hennar er Lúðvík J. Ásgeirs- son, f. 1959. Börn þeirra: a) Adolf Þór, f. 1983, kona hans er Helga D. Jóhanns- dóttir. Synir þeirra eru tvíbur- arnir Aron Breki og Oliver Atl- as. b) Birgir, f. andvana 1990. c) Ásta Hallý, f. 1991, sambýlis- maður Friðrik M. Björnsson. Sonur þeirra Stefán Frosti. d) Hjördís Laufey, f. 1993, sam- býlismaður Reynir Magnússon. Fyrir átti Lúðvík soninn Stefán, f. 1980, d. 1998. 3) Steinunn Berndsen, f. 9.5. 1963, sambýlis- maður Gísli Snorrason, f. 1960. Synir þeirra eru: a) Birkir Rafn, f. 1981, kona hans er Margrét Rúnarsdóttir. Börn þeirra eru Snorri Rafnar og Arna Stein- unn. b) Arnór Snorri, f. 1988, sambýliskona Inga Jóna Grét- arsdóttir. Sonur þeirra er Balt- asar Gísli. Fyrir átti Inga synina Anton Leví og Jón Axel. 4) Hendrik Berndsen, f. 20.7. 1966, sambýliskona hans er Bára Björnsdóttir, f. 1966. Börn Elsku pabbi minn. Þú varst einstakur maður, sterkur karakter sem setti fjöl- skylduna ávallt í forgang, hugs- aðir um hana fyrst en síðast um þig sjálfan. Þú varst vakandi yfir velferð okkar öllum stund- um. Ég hef alla tíð dáðst að þínum dugnaði, heiðarleika, trausti, vinnusemi og gjafmildi. Þú hefur alltaf reynst mér vel, gafst góð ráð og útskýrðir hvernig best mætti standa að verki sem hefur mótað mig að þeim manni sem ég er í dag. Þínar leiðbeiningar hafa gefið minni fjölskyldu gott líf. Ég byrjaði mjög ungur að vinna fyrir þig og afa. Eitt af því fyrsta sem þú kenndir mér var heiðarleiki og vinnusemi. Þú treystir mér fyrir svo mörgu því þú gafst þér tíma til að kenna mér. Þegar þú eign- aðist þinn fyrsta vörubíl aðeins 20 ára sást þú m.a. um olíu- útkeyrslu. Vörubílinn áttir þú skuldlausan enda varstu ekki fyrir það að skulda. Ég á hlýjar bernskuminningar af ferðum okkar í vörubílnum þar sem þú kenndir mér svo margt, oft fékk maður að grípa í stýrið hjá þér. Við fórum víða í olíu, oft við erfiðar aðstæður. Í þá daga var olíukynding í öllum húsum og mikill fjöldi afhendingarstaða. Í minni æsku voru þínir matar- og kaffitímar teknir á hlaupum. Þú vannst alla tíð gríðarlega mikið og kvartaðir aldrei undan vinnu. Síðar kom olíubílinn sem létti undir. Þú varst kosinn í hrepps- nefnd til 30 ára. Á þeim tíma var þungt í atvinnumálum og erfitt að fá lán til rekstrar. Ófá- ar ferðir fórstu suður að redda málum til halda hjólum at- vinnulífsins gangandi, þú vildir gera sem best fyrir Skaga- strönd. Vinnudagar þínir voru rosalega langir og ég skil ekki ennþá í dag hvernig þú komst yfir þetta allt saman, pabbi minn. BP/Olís var þitt ævistarf og síðar bættist söluskálinn við. Eitt sinn var ég í góðra vina hópi, ásamt Óla Kr. í Olís, að- spurður af félaga mínum hverj- ir væru hans bestu umboðs- menn, nefndi hann þig. Svar hans kom mér ekki á óvart. Þú tókst við umboðinu af afa, en vildir að hann væri áfram skráður umboðsmaður svo hann fengi greidd laun. Þú hugsaðir vel um þína foreldra og hjálpaðir fólki í vanda án þess að flíka góðmennsku þinni. Þú varst góð skytta, mér er minnisstætt þegar við fórum á veiðar á sjó eða landi. Þitt helsta áhugamál var harmon- ikkuleikur, spilaðir á böllum og mættir á ófáa tónleika til að heyra börnin mín spila. Harm- onikkumótin með þér og Sigga syni eru mér eftirminnileg, þegar þið spiluðuð saman og þú brostir allan hringinn. Við tveir áttum góðar stund- ir saman að smíða sumarbú- staðinn í Borgarfirði, það var gott að vinna með þér. Bústað- urinn varð þinn yndisreitur, þar var gaman að koma saman. Eftir að ég flutti suður töluðum við í símann á hverjum degi sem er dýrmætt í minningunni. Það var mikið högg fyrir mig þegar þú gast ekki lengur talað í síma vegna veikinda þinna. Þú varst góður pabbi og ein- staklega barngóður. Þú talaðir oft um að stórfjölskyldan væri þitt ríkidæmi sem vel þyrfti að hugsa um. Þegar Hendrik Snær okkar veiktist komuð þið suður og tókuð yfir heimilið óumbeðin svo við Bára gætum verið hjá honum öllum stundum á spít- alanum. Ég mun aldrei geta endurgoldið þann greiða og verð ykkur ævinlega þakklátur fyrir ykkar ómetanlega stuðn- ing. Elsku pabbi minn, ég hef alltaf kviðið fyrir þessum degi síðan ég man eftir mér. Takk, elsku pabbi, fyrir allt. Ég vona að þér líði vel núna, ég veit að foreldrar þínir, bróðir þinn og sonur minn taka vel á móti þér. Ég elska þig. Þinn sonur Hendrik (Hinni). Meira: mbl.is/minningar Pabbi kenndi mér svo margt og margt af því fattaði ég ekki fyrr en núna hin síðari ár. Pabbi var einstakur maður. Hann vann alla tíð gríðarlega mikið. Meðfram störfum sínum vann hann mikið fyrir byggð- arlag sitt og sat í hreppsnefnd í 30 ár. Hann unni alla tíð byggð- arlagi sínu, stóð þar að atvinnu- rekstri og vildi hvergi annars staðar búa. Á sínum yngri árum spilaði hann oft á harmóníkuna fyrir dansi, ýmist einn eða með hljómsveit. Við áttum saman góðar stundir þar sem við tók- um lagið saman. Þær eru ómet- anlegar. Hann hafði alla tíð gaman af veiði og stundaði mest veiðar á sjó. Hann var afbragðsskytta. Börnin og barnabörnin voru pabba alla tíð einstaklega mikið hugleikin. Fylgdist hann alla tíð mjög náið með þeim öllum og hafði stöðugt hag þeirra og velferð í forgangi. Pabbi sagði oft og iðulega „börnin verða að ganga fyrir“. Pabbi og mamma hafa stutt og aðstoðað okkur öll, ásamt því að aðstoða fjölda annarra í gegnum tíðina. Hann vildi að- stoða fólk ef á þurfti að halda. Fyrir þeirra stuðning og aðstoð í gegnum tíðina er ég óend- anlega þakklátur. Ég á þeim svo margt að þakka. Sólin hækkar dag frá degi, dimma vetrar minnka fer, líkt og fyrst á lífs þíns vegi í löngu horfnum desember. Þú með ferli elju og anna ungur vannst þér sigurbaug. Alltaf reyndist seiglan sanna sitja þér í hverri taug. Foreldrunum frá þú hefur fengið margt sem virða ber. Sjálfstæð hugsun sigur gefur, síst af öllu bregst hún þér. Margt þú hafðir fram að færa, frá því segir gengið skeið. Engan léstu í þér hræra, ákvaðst sjálfur þína leið. Skjótt við lærdóma góðra gilda greindir þú hvað hollast er. Allt sem var og verður skylda valdist snemma í för með þér. Séð þú hefur bæinn breytast, borið víða að starfi hönd. Enn sem fyrr þitt hjarta heitast heldur tryggð við Skagaströnd. (Rúnar Kristjánsson) Elsku pabbi, farðu í friði, við munum sakna þín, drottinn mun þig geyma og við pössum mömmu. Sigurður Berndsen. Í dag fylgi ég honum tengda- föður mínum síðasta spölinn. Búin að smella kveðjukossinum á vanga hans og þakka honum fyrir allt. Sorg og söknuður leita á hugann en ljúfar og dýr- mætar minningar sitja eftir. Minningar um veiðiferðir þar sem var alltaf var sól, gleði og gaman. Barnabörnin alsæl með afa að veiða, Hjödda tjaldaði bláa sóltjaldinu, skellti upp veislu með fullan dunk af smurðu brauði og nýbökuð vín- arbrauð með glassúr. Malt og Kit Kat í Olíspoka og nikkan stundum með í för. Skipti svo sem ekki öllu hvort eitthvað væri veitt, aðalmálið að fjöl- skyldan væri saman. Minningar um kennslustund- ir Adolfs, já ég lærði ýmislegt af tengdaföður mínum, enda var hann alltaf að segja okkur til og leiðbeina. Margt sem hef- ur komið sér afar vel í gegnum tíðina. En stundum var lær- dómsviljinn ekki fyrir hendi og þannig var það nú með jóla- rjúpuna. Ég hafði ekki vanist því að rjúpur væru borðaðar á jólunum, já eða bara borðaðar yfir höfðuð. Adolf gerði heið- arlega tilraun til að kenna mér að verka rjúpur en þegar ég var búin að kúgast yfir lykt og tárast og fárast yfir villi- mennsku þá gafst hann upp og allar götur síðan verkaði hann rjúpur fyrir okkur í jólamatinn og oftar en ekki eldaði Hjödda. Hann taldi líka alveg nauðsyn- legt að kenna mér á smurolíu- bílinn, hvernig dælurnar virk- uðu og svo varð ég að lofa að fara varlega og muna svo að tengja slöngurnar rétt. Hann var passasamur og endalaust með varnaðarorð. Held satt að segja að það hafi verið hans að- ferð til að láta í ljós vænt- umþykju. Það gat verið kostu- legt að horfa á sjónvarpið með honum, athugasemdir sem hann hafði um menn og málefni gátu oft orðið ansi skrautlegar. Við vorum oft ósammála og átt- um það til að rökræða hressi- lega. Oftar en ekki endaði það með því að við vorum sammála um að vera ósammála og við það sat og þá var það málefni ekki rætt meir. Minningar um ljósrit af holl- ustugreinum og heilsurann- sóknum úr Mogganum. Þessi ljósrit afhenti hann okkur reglulega, skýr skilaboð um að við ættum að taka okkur á í þeim efnum. Adolf var hjálp- samur og gjafmildur, en fannst samt alveg óþarfi að vera að eyða í einhverja vitleysu. Hon- um var mjög svo umhugað um að allir fengju nóg að borða og ættu góðar skjólflíkur. Hund- skammaði rígfullorðið fólk fyrir að vera ekki með vettlinga og í ullarsokkum um hávetur og tékkaði iðulega á því hvort ekki væri nú örugglega skófla, kað- all, kuldagalli og vasaljós í bíl- um okkar. Svo var það tilkynn- ingaskyldan, láta vita þegar lagt var af stað í langferð og þegar áfangastað væri náð. Honum var sérstaklega illa við þegar fjölskyldumeðlimir voru að þvælast til útlanda. „Til hvers að vera á þessu flandri, nær að halda sig heima. Þið getið bara séð þetta allt saman í sjónvarpinu,“ voru oftar en ekki hans orð um ferðalög ut- anlands. Honum var mjög svo umhugað um fólkið sitt, hann fylgdist náið með börnum og barnabörnum og hafði alltaf hag þeirra og velferð í fyrir- rúmi. Minningarnar eru margar og ég minnist hans með hlýhug og þakka fyrir samfylgd, hjálp- semi og vináttu í tæp 40 ár. Dagný Marín. Elsku afi. Það er erfitt að meðtaka það að þú sért farinn, en á sama tíma hughreystandi að vita af þér í ró og að þér líði betur á þeim stað sem þú ert núna. Þegar við systur hugs- um um Skagaströnd kemur þú fyrst upp í huga okkar. Allar þær minningar sem við áttum saman eru ómetanlegar. Allt sem þú kenndir okkur og allar þær minningar frá því við vor- um litlar og þar til dagsins í dag munum við ávallt varð- veita og fylgja okkur inn í framtíðina. Ein af okkar kærustu minn- ingum er þegar þú leyfðir okk- ur og Sigga Ensa að standa á pallinum á litla olíubílnum og keyra heim til ömmu frá Karls- skála, henni til mikillar óánægju, en alltaf leyfðirðu okkur að gera þetta aftur þeg- ar amma sá ekki til. Þau ótal- mörgu skipti sem þú fórst með okkur niður á bryggju til að dorga, allar veiðiferðir okkar úti á Skaga þar sem við vorum tímunum saman að rembast við að veiða lax með nesti með- ferðis og auðvitað tímarnir á Litlu Rauð, þar sem þú kenndir okkur krökkunum hvernig ætti að vitja um net og róa árabáti þegar við vorum rétt um fimm eða sex ára. Þú kenndir okkur að bjarga okkur og þú gafst svo mikið af þér, meira en þú gerðir þér grein fyrir. Þú hafðir alltaf svo miklar áhyggjur af okkur öllum og elskaðir okkur skilyrðis- laust. Þegar við fluttum til Reykjavíkur biðum við systur spenntar eftir pósti frá þér, þar sem þú lagðir það í vana þinn að senda okkur KitKat-súkku- laði og 500 króna seðil og smá bréf með. Allir þessir litlu hlut- ir sem þú gerðir og sýndir okk- ur eru svo dýrmætir og sýna hversu góður maður þú varst. Elsku afi, söknuðurinn er óbærilegur en við hittumst aft- ur þegar okkar tími er kominn. Elskum þig alltaf. Þínar Guðrúnardætur, Ásta Hallý og Hjördís Laufey. Elsku besti afi minn. Orð geta ekki lýst því hvað ég sakna þín mikið á hverjum ein- asta degi. Okkar stundir sem við áttum saman eru ómetan- legar og mun ég geyma þær eins lengi og ég lifi. Alveg frá því ég fæddist hefur þú veitt mér skjól. Þú hefur passað mig og kennt mér svo ótal margt sem ég mun hafa með mér í gegnum lífið til að hjálpa bæði mér og öðrum. Mínar fyrstu minningar um þig voru þegar þú komst í flýti suður til að sækja mig á leik- skólann. Amma sagði alltaf að þetta hefðu verið einu skiptin sem þú ókst yfir leyfilegum há- markshraða en þú varst þekkt- ur fyrir að fara eftir lögum og reglum. Allir krakkarnir á leik- skólanum vissu hver væri að renna í hlað á rauðum Pajero og hlupu þau til mín til að segja mér að amma mín og afi væru komin til að sækja mig. Ég man enn þann dag í dag þá til- finningu að sjá ykkur koma og sækja mig, ekkert gat glatt mitt litla hjarta á þeim tíma eins mikið og að sjá ykkur tvö ganga inn fyrir hliðið. Heimili þitt og ömmu á Skagaströnd var mér sem ann- að heimili. Ég sótti mikið í það að koma norður til ykkar á sumrin og vera með ykkur eins mikið og ég mögulega gat. Þar áttum við okkar bestu stundir saman. Við vorum miklir veiði- menn, bæði á sjó og í ám. Við lögðum líka svo ótal oft silung- anet og komum aldrei tómhent- ir heim. Ég gleymi því aldrei þegar við lögðum við Höfðann. Við fórum svo nokkrum tímum seinna að vitja frá landi og þá sáum við að í netinu var það stór fiskur að við þurftum að drífa okkur niður Höfðann til að sækja hann. Það augnablik þegar við náðum að koma fisk- inum í land kom upp eitt falleg- asta bros sem þú hefur gefið mér. Þar héldum við á 106 cm laxi sem var yfir 26 pund. Við hlógum alla leiðina upp Höfð- ann og inn í bíl. Svo voru það veiðiferðirnar okkar út á Skaga í Fossá. Þar eyddum við heilum dögum saman bara við tveir einir, með malt í gleri og fullan dunk af skúffukökum og smurðu brauði frá ömmu. Þegar fór að líða á þín seinni ár og ég að fullorðnast þá komstu samt alltaf með mér. Þá sastu bara inni í bíl og fylgdist með mér. Eftir að þú veiktist og hafðir ekki heilsu til að ferðast þessi síðustu ár þín hef ég alltaf hvert ár farið í Fossá. Það hefur verið skrítið að koma þangað einn og ég hugsa alltaf til þín, elsku afi minn, þegar ég stend þar einn við árbakkann, borða smurt brauð frá ömmu og drekk malt í gleri. Þetta var áin okkar sem við höfum veitt saman í frá því ég var lítill polli og mun ég halda áfram að fara þangað til að eiga góðar stundir og minn- ast þín. Þú varst einstakur harmón- ikuspilari og þú gafst mér mína fyrstu harmóniku. Þú hvattir mig í nám og við spiluðum svo oft saman. Við fórum á nokkur landsmót harmónikuleikara þar sem við fórum saman upp á svið og spiluðum saman. Af öll- um hinum krökkunum sem spiluðu þar var ekkert þeirra jafn heppið og ég að fá að spila með afa sínum og hafa hann við hlið sér. Við vorum alltaf flott- astir, þú varst alltaf svo glaður að fá að spila með mér og þú fylltist alltaf stolti. En núna ertu farinn mér frá og ég á ekkert nema góðar og fallegar minningar um þig, elsku afi minn. Þú varst besti vinur minn, veiðifélagi, samspilsfélagi og verndari minn. Þakka þér fyrir allt, elsku besti afi minn, þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Ég mun ald- ei gleyma þér og minning þín og okkar samvera mun lifa með mér til æviloka. Ástarkveðja Sigurður Ernst (Siggi Ensi). Adolf Jakob Berndsen  Fleiri minningargreinar um Adolf Jakob Bernd- sen bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.