Morgunblaðið - 07.09.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2018
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Notkun fiskiteljara með mynda-
vélabúnaði í lykilám um allt land er
mikilvægur liður í vöktunaráætlun
Hafrannsóknastofnunar á laxveiði-
ám til að fylgjast með áreiðanleika
áhættumats vegna erfðablöndunar
frá sjókvíaeldi. Með skoðun mynd-
anna er hægt að greina hvort eldis-
lax úr síðbúnu stroki hafi farið upp
í ána og leggja mat á lús á öllum
löxum. Opinn aðgangur er að þess-
um myndbandsupptökum á netinu.
Unnið er að fleiri aðgerðum, meðal
annars að hægt verði að rekja eld-
islaxa til viðkomandi stöðva með
samanburði við DNA úr foreldrum.
Staðfest hefur verið að fjórir eld-
islaxar hafi veiðst í laxveiðiám á
Vestfjörðum og við Húnaflóa í
haust. Sá síðasti veiddist í Vatns-
dalsá 31. ágúst. Ekki hefur verið
greint hvaðan þeir eru.
Matvælastofnun hefur aðeins
fengið eina tilkynningu um slysa-
sleppingu á þessu ári. Það er frá
Arnarlaxi vegna sjókvíar í Tálkna-
firði í byrjun júlí. 150 þúsund laxar
voru í kvínni en ekki er vitað
hversu margir sluppu. Fimm laxar
veiddust í net, utan við kvína.
Enn ekki sést eldislax
Hafrannsóknastofnun fær sér-
stakar fjárveitingar til að auka
vöktun vegna strokulax úr sjókví-
um. Fiskiteljarar af nýjustu gerð
frá Árvaka (Riverwatcher) hafa
verið settir upp í Laugardalsá í
Ísafjarðardjúpi, Krossá á Skarðs-
strönd og Vesturdalsá í Vopnafirði
og smám saman verður eldri bún-
aður endurnýjaður þannig að tólf
laxveiðiár verða vaktaðar með bún-
aði af nýjustu gerð.
Hafrannsóknastofnun notar bún-
aðinn til að greina hvort eldislax
gengur í árnar og metur lúsamagn
á löxunum. Tekið er fram í upplýs-
ingum frá Hafró að erfitt sé að
greina fisk sem sloppið hefur úr kví
sem sjógönguseiði frá villtum fiski.
Árvaki er í mun fleiri ám hér á
landi, alls 30 til 40, og nota veiði-
réttareigendur hann til þess að sjá
hversu margir fiskar ganga upp í
árnar. Magnús Þór Ásgeirsson,
sölustjóri Riverwatcher, segir að
búnaðurinn sé kominn í um 400 ár,
víðsvegar í heiminum.
Hafrannsóknastofnun mun á
hverju ári veiða um 120 smáseiði í
ám víðsvegar um landið til að fylgj-
ast með mögulegri erfðablöndun.
Kannað er hvort seiðin séu undan
eldislaxi, villtum laxi eða blönduð.
Vaktaðar verða 20 ár víðsvegar um
landið. Ragnar Jóhannsson, sviðs-
stjóri fiskeldis og fiskiræktar hjá
Hafrannsóknastofnun, segir að
engin merki hafi fundist um erfða-
blöndun, enn sem komið er, og ekki
heldur sést eldislaxar í myndum úr
fiskiteljurum.
Rakið til stöðvarinnar
Enn hefur ekki tekist að koma
upp kerfi til að rekja eldislaxa sem
veiðast eða nást í laxveiðiám til
heimahaganna í eldisstöð en að því
er unnið. Vonast Ragnar til að það
takist á næstunni. Framleiðendum
hrogna er skylt að varðveita í
gagnagrunnum erfðaefni foreldra-
fiska og halda bókhald yfir það frá
hvaða foreldum er selt til hverrar
stöðvar. Með arfgerðagreiningu
eins og gerð er til að skoða hvort
lax er úr eldi eða á, verður hægt að
rekja afkvæmin til foreldra og þar
með til staðsetningar og fyrirtæk-
is.
Hafró vinnur að því að koma upp
kerfi til strokasýnatöku, DNA-
sýnatöku, úr veiddum fiski. Leið-
sögumenn við laxveiðiár eða jafn-
vel veiðimenn geta þá tekið strok-
sýni úr tálknum og fengið til baka
niðurstöðu rannsókna. Laxinn
skaðast ekki og hægt er að sleppa
honum aftur í ána, ef vilji er til
þess.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hafró fæst með þessari sýnatöku
yfirlit yfir stærra hlutfall eldisfiska
í klakstofni ásamt því hvernig það
skiptist á milli síðbúins og
snemmbúins stroks. Einnig opnast
sá möguleiki að greina hvaðan fisk-
urinn kemur.
Hafró telur einnig mikilvægt að
safna hreistri úr völdum ám, að
minnsta kosti einni í hverjum
landshluta, til þess að greina hvort
um eldislax er að ræða.
Fylgst með laxagöng-
um í beinni útsendingu
Hægt verður að rekja eldislax sem veiðist til stöðvarinnar
Skjáskot
Í mynd Voldugur lax gekk upp í Vesturdalsá, í gegnum fiskiteljarann, um
klukkan hálftíu í fyrrakvöld. Hann mældist 87 sentímetrar að lengd.
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
S T R E T C H
STILLANLEGT BAK SEM
LEGGST VEL AFTUR / kr. 259.800
Lú xus l egube k ku r
VINNINGASKRÁ
19. útdráttur 6. september 2018
555 10617 22640 30695 43201 51632 61019 70924
814 10845 22996 30733 43246 51771 61931 71202
1003 11210 23398 31076 43503 52178 61969 71420
1531 11222 24150 31254 43556 52436 62398 71464
2503 11556 24173 32340 43644 52493 62697 71748
2555 11592 24267 32596 43811 52504 63101 71863
2592 11652 24384 32926 43904 52508 63469 71920
2705 11726 24563 32932 44093 52544 63551 72227
2995 12190 24766 32970 44208 52694 63791 72821
3082 12210 24776 33621 44287 53793 63919 73334
3237 12552 24848 36592 44351 53839 64140 73576
3485 13142 25083 36805 44405 54536 65027 73966
3737 14196 25443 37218 44808 54781 65369 74970
4214 14519 25596 37613 44917 55153 65403 75362
4537 14550 25754 38141 45137 55218 65504 75541
4826 14945 26013 38726 45521 55851 65660 76402
5677 14995 26035 38942 45708 56535 65725 76765
6580 15038 26256 39166 45738 56659 65894 76871
6630 16011 26265 39649 45761 56833 65977 77445
6772 16333 27977 39859 45792 56960 66024 77637
7131 16656 28320 40062 45955 57236 66245 77747
7296 16897 28494 40189 46554 57608 66951 77826
7630 16976 28531 40197 46694 57614 67037 77854
7712 17647 28750 40286 46806 57979 67548 78260
7791 18416 28836 40377 47149 58115 68142 78455
8487 18421 28940 40532 47308 58375 68205 78750
8757 18841 29246 40810 47402 58664 68284 79404
8803 19377 29511 41094 47721 58783 68301 79468
9058 19787 29558 41264 47788 59144 68583 79501
9127 20053 29644 41382 48307 59212 69021 79750
9230 20190 30025 41416 49005 59350 69482 79777
9288 20200 30041 42037 49302 59626 69829
9379 21042 30061 42492 49608 59777 70106
9681 21172 30106 42917 49681 60210 70455
9693 21236 30284 42955 50173 60217 70848
10018 21420 30309 43058 50468 60912 70849
10282 22076 30355 43059 51191 60948 70922
932 9626 23072 28974 42798 50889 63210 71680
2895 12724 23601 31500 42952 52905 63414 73791
3398 15298 23881 33262 44897 53319 64568 74059
3584 15534 23985 34208 46531 53990 65347 74791
3638 15655 24364 36172 46691 54162 65767 76241
4187 16839 25694 37060 46763 54350 65794 76738
5115 16944 26954 37847 47263 54432 67138 77689
6174 18892 27283 38186 47499 56100 67173 78650
6778 19250 27320 38747 47500 56950 67595 78993
7172 20264 27874 39039 48420 57776 68839
8653 21989 28294 40390 48481 57818 69791
8876 22000 28341 40759 48653 59978 70950
9408 22063 28786 41190 49426 60697 71534
Næstu útdrættir fara fram 13., 20. & 27. september 2018
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
35947 37293 54833 65459
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
5933 16219 34100 41947 57521 63768
7715 17050 34874 51775 60316 64508
8772 23705 40512 53491 61555 65527
9201 29403 40997 55194 62695 76821
Aðalv inningur
Kr. 15.000.000 Kr. 30.000.000 (tvöfaldur)
5 1 5 4 9
Kona hefur verið ákærð af emb-
ætti héraðssaksóknara fyrir brot
gegn valdstjórninni en hún hótaði
lögreglumönnum lífláti og að
fara heim til lögreglukonu og
drepa börnin hennar.
Lögregluþjónar voru við störf í
september á síðasta ári þegar
konan hafði í hótunum þessum.
Þá reyndi hún sömuleiðis að
sparka í höfuð og bringu lög-
reglumanns þegar hún hafði ver-
ið handtekin og færð í lögreglubíl
á vettvangi.
Ákæruvaldið fer fram á að
konan verði dæmd til refsingar
fyrir athæfið og greiði allan sak-
arkostnað vegna þessa máls, en
það varðar brot á almennum
hegningarlögum.
Ákærð fyrir að hóta lögreglu