Morgunblaðið - 07.09.2018, Qupperneq 27
Úr frændgarði Edvards Júlíussonar
Edvard
Júlíusson
Kristín Þórarinsdóttir
húsfr. á Hóli
Sigfús Hallsson
b. á Hóli í Fljótsdal
Einhildur Sigfúsdóttir
húsfr. í Vallaneshjáleigu
Sigmar Hallason
b. í Vallaneshjál. á Völlum
og verkam. á Reyðarfirði
Þórey Kristín Sigmarsdóttir
húsfr. á Dalvík og Akureyri
Björg Ólafsdóttir
húsfr. á Litlu-Grund
Brynjar
Júlíusson
fv. bóksali í
Neskaupstað
Hildur
Júlíusdóttir
húsfr. í
Grindavík
Agnar Frímann Svan-
björnsson forstjóri
Andrés Svanbjörnsson
verkfræðingur
Svanbjörn
Frímannsson
Landsbanka- og
seðlabankastjóri
Jakob Frímannsson
kaupfélagsstj. og
forseti bæjar-
stjórnar á Akureyri
Bryndís
Jakobs-
dóttir
húsfr. í
Rvík
Jakob
Frímann
Magnús-
son
tónlistar-
maður
Sigríður
Björnsdóttir
húsfr. á
Akureyri
Daníel Júlíusson b. í
Syðra-Garðshorni
Jóhann Daníelsson
kennari og söngvari
Júlíus Jón Daníelsson
kennari og ritstj. í Rvík
Jóhanna María Björnsdóttir
húsfr. í Syðra-Garðshorni
Júlíus Jón Daníelsson
b. í Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal
Guðrún Júlíusdóttir
húsfr. á Brekku
Halldór Sigfússon
b. á Brekku á Svarfaðardal
Anna Sigríður Björnsdóttir
húsfr. á Grund og á BrekkuJúlíus Jón Halldórsson
vélstj. og útgerðarm. á
Dalvík og kaupm. á Akureyri
Sigfús Jónsson
hákarlaform. á Upsum og b. á Brekku
Jón
Hjaltason
sagn-
fræðingur
og rith. á
Akureyri
Hjalti Þor-
steinsson
málaram.
á Akureyri
Halli Sigmundsson
b. á Litlu-Grund og
í Bessastaðagerði í
Fljótsdal
Þorsteinn
Hallason
b. í Bessa-
staðagerði
Snorri
Sigfússon
kennari á
Flateyri og
námsstj. á
Akureyri
óhannes Snorrason
yfirflugstjóri
JSnorri Jóhannessonb. og fjallkóngur á
Augastöðum í Hálsasveit
Kristrún
Snorradóttir
veitingam. við
Hraunfossa
Snorri Snorrason
flugstjóriKristín Hauksdóttir
sýningarstj. Þjóðleikhússins
Haukur
Snorrason ritstj.
Tímans í Rvík
Snorri Sigfús Birgisson tónskáld
Guðrún Sigríður Birgisdóttir flautuleikari
Anna Snorradóttir
dagskrárgerðarm.
Árni Hauksson verkfr.
og fjárfestir í Rvík
Haukur Hauksson
blaðam. í Rvík
landi fyrir saltfisk, síld og skreið
þegar mest var.
Edvard lét til sín taka í bæjar-
málum í Grindavík og var bæjar-
fulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í
12 ár samfellt, þar af forseti bæjar-
stjórnar í sex ár.
Edvard kom að stofnun Bláa
lónsins og var stjórnarformaður fé-
lagsins frá stofnun til 2010 og sat
áfram í stjórn Bláa lónsins til 2017.
Á stjórnarformannsárum Edvards
fór félagið úr því að vera lítið ný-
sköpunarfyrirtæki nokkurra bjart-
sýnismanna í að vera eitt þekktasta
fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu.
Edvard sat einnig í stjórn Síldar-
útvegsnefndar í fjölmörg ár og var
formaður hagsmunanefndar SÍF í
fjögur ár.
Edvard var veitt heiðursviður-
kenning frá bæjarstjórn Grindavík-
ur, árið 2014, fyrir framúrskarandi
störf á vettvangi atvinnulífs og
bæjarmála.
Edvard hefur ávallt verið mikill
útivistarmaður og ástríðufullur lax-
veiðimaður og einungis eru örfáir
dagar síðan síðasti lax sumarsins
var dreginn á land. Hann spilar
einnig golf flesta daga, bæði sumar
og vetur. Hann fylgist vel með
íþróttum og er heiðursfélagi í Ars-
enal-klúbbnum og knattspyrnudeild
UMFG.
Fjölskylda
Edvard kvæntist 25.12. 1956, El-
ínu P. Alexandersdóttur, f. 30.8.
1932, húsfreyju.
Börn Edvards og Elínar eru: 1)
Alexander Georg, f. 30.9. 1957, end-
urskoðandi hjá KPMG, búsettur í
Reykjavík, en kona hans er Þur-
íður Dóra Ingvarsdóttir og eiga
þau fjögur börn og 10 barnabörn;
2) Kristín Þórey, f. 23.6. 1959, fjár-
málastjóri hjá Hópsnesi ehf., búsett
í Garðabæ, en maður hennar er
Ottó Hafliðason og eiga þau sex
börn og 11 barnabörn, og 3) Sig-
mar Júlíus, f. 2.9. 1961, fram-
kvæmdastjóri hjá Hópsnesi ehf.,
búsettur í Grindavík, en kona hans
er Linda Oddsdóttir og eiga þau
fjögur börn og níu barnabörn.
Systkini Edvards eru Brynjar
Júlíusson, f. 9.1. 1935., fyrrverandi
framkvæmdastjóri, búsettur í Nes-
kaupstað, og Hildur Júlíusdóttir, f.
7.7. 1941, húsfreyja í Kópavogi.
Foreldrar Edvards voru Júlíus
Halldórsson, f. 2.9. 1911, d. 25.11.
1983, og Þórey Kristín Sigmars-
dóttir, f. 2.2. 1916, d. 26.2. 1997,
húsfreyja..
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2018
Þorsteinn Jóhannsson fæddist áHnappavöllum í Öræfum 7.9.1918. Foreldrar hans voru Jó-
hann Ingvar Þorsteinsson og Guðrún
Jónsdóttir, er bjuggu á Hnappavöll-
um. Foreldrar Jóhanns voru Þor-
steinn Pálsson og Guðrún Þorsteins-
dóttir er bjuggu á Hnappavöllum, en
foreldrar Guðrúnar voru Jón Árna-
son og Katrín Sigurðardóttir er einn-
ig voru húsbændur þar.
Bræður Þorsteins: Jón og Sig-
urður, bændur á Hnappavöllum.
Eiginkona Þorsteins var Sigrún
Pálsdóttir frá Svínafelli sem lést
2004, dóttir Páls Pálssonar og Hall-
dóru Sigurðardóttur er þar bjuggu.
Börn Þorsteins og Sigrúnar: Guðjón,
f. 1949, d. 2010, bóndi á Svínafelli; Jó-
hann, f. 1952, bóndi á Svínafelli, Pál-
ína, f. 1955, fyrrv. skólastjóri, kennari
og nú ferðaþjónustubóndi á Svínafelli
og Halldór, f. 1957, rútubílstjóri í
Kópavogi..
Þorsteinn varð ungur bókhneigður
enda alinn upp á menningarheimili,
lauk hefðbundnu barnaskólanámi,
var vel sjálfmenntaður og nýtti sér
bréfaskóla. Hann var bóndi á Svína-
felli frá 1947, ásamt mági sínum, Jóni
Páli Pálssyni, og síðan börnum. Hann
var kennari og skólastjóri í Öræfum á
1943-88, var verkstjóri og reiknings-
haldari fyrir Vegagerð ríkisins í
Öræfum 1947-86, sláturhússtjóri og
kjötmatsmaður í Öræfum um árabil,
formaður Ungmennafélags Öræfa,
sat í stjórn Búnaðarfélags Hofs-
hrepps og gjaldkeri þess í 30 ár, sat í
sóknarnefnd 1958-97, í hreppsnefnd
1962-94 og var oddviti 1981-94, sat í
stjórn Búnaðarsambands Austur-
Skaftafellssýslu 1966-84 og stjórn-
arformaður þess í níu ár, var fulltrúi á
þingi Stéttarsambands bænda, sat í
skólanefnd Nesjaskóla, var formaður
Jarðarnefndar Austur-Skaftafells-
sýslu og sat í stjórn Kaupfélags Aust-
ur-Skaftfellinga.
Þorsteinn var góður hagyrðingur
og árið 2010 kom út ljóðasafn hans,
ásamt minningarþáttum, Undir
Breðans fjöllum.
Þorsteinn lést 26.9. 1998.
Merkir Íslendingar
Þorsteinn
Jóhannsson
90 ára
Lilja Enoksdóttir
Una Runólfsdóttir
85 ára
Erlingur Ellertsson
Höskuldur Goði Karlsson
Perla Kristjánsdóttir
80 ára
Auður Stella Þórðardóttir
Benedikt Benediktsson
Guðbjörg Haraldsdóttir
Hafdís H. Sigurbjörnsdóttir
Lind Ebbadóttir
75 ára
Ásta Alfreðsdóttir
Björn Stefán Þórarinsson
Hannes Jóhannesson
Konráð Foster
Sigurveig H. Eiríksdóttir
Súsanna Jóna Möller
70 ára
Ágústína Hlíf Traustadóttir
Eygló H. Ibsen
Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir
Guðmundur I. Jónsson
Inga Jóna Stefánsdóttir
Ingibjörg Eysteinsdóttir
Jóhann E. Þórarinsson
Lilja Karlsdóttir
Mirjana Trifunovic
Ragnheiður Grétarsdóttir
Sveinn Jónsson
Sveinn Jónsson
Þórir Þórhallsson
60 ára
Anna Fjeldsted
Gísli Jóhannsson
Guðmundur Jóhannesson
Ína Dóra Hjálmarsdóttir
Jóhann Ingi V. Magnússon
Jóhann Jóhannsson
Kristinn Andersen
Sigríður Ástvaldsdóttir
50 ára
Anna Elzbieta Bajkowska
Bjarni Jónasson
Bryndís Ólafsdóttir
Constantin Ciovina
Guðrún Elísa Þorkelsdóttir
Jón Ingvar Garðarsson
Regina Markeviciené
Unnur Guðrún Unnarsdóttir
Vasile Cogalniceanu
40 ára
Ásdís Erla Jónsdóttir
Dagbjört Í. Guðmundsdóttir
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Guðbjörg H. Hjartardóttir
Heiðrún Ólöf Jónsdóttir
Herdís Þóra Snorradóttir
Hildur Imma Jónsdóttir
Hildur Ýr Hjálmarsdóttir
Ívar Meyvantsson
Oddgeir Már Ingþórsson
Óskar Þórðarson
Péter Garajszki
Renata Emilsson Pesková
Sigurður Grétar Viðarsson
Zbigniew Kalinowski
30 ára
Arnar Harðarson
Bryndís Helga Björnsdóttir
Bryndís Jónsdóttir
Brynjar Þór Kristinsson
Christian Lolo Sumalinog
Dagný Harðardóttir
Eiríkur Viljar H. Kúld
Evaldas Antanaitis
Heiða María Angantýsdóttir
Jakub Konrad Kruczek
Katrín Ósk Grétarsdóttir
Kristján I. Kristjánsson
Lára Björg Grétarsdóttir
Margrét D. Gunnarsdóttir
Svala Margrét Bjarnadóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Halldór lauk lög-
gildingu fasteignasala og
rekur, ásamt föður sínum,
Fasteignasöluna Garð.
Maki: Íris Dögg Vignis-
dóttir, f. 1988, nemi í við-
skiptafræði við Bifröst.
Synir: Alexander Ívar, f.
2005; Dagur Freyr, f.
2014, og Daníel Fannar, f.
2017.
Foreldrar: Sveinbjörn
Halldórsson, f. 1963, og
Ingibjörg Erna Sigurð-
ardóttir, f. 1964.
Halldór Freyr
Sveinbjörnsson
30 ára Guðni Þór ólst
upp í Eyjum, býr þar og er
sjómaður.
Maki: Kristjana Sif
Högnadóttir, f. 1990,
nemi.
Stjúpdætur: Thelma
Lind, f. 2009, og Andrea,
f. 2011.
Foreldrar: Henný Dröfn
Ólafsdóttir, f. 1948, og
Stefán Pétur Sveinsson, f.
1948. Stjúpmóðir: Matt-
hildur Sveinsdóttir, f.
1956.
Guðni Þór
Pétursson
40 ára Róbert býr í Kópa-
vogi, lauk MSc-prófi í
tölvuverkfræði og starfar
hjá Curio í Hafnarfirði.
Maki: Sæunn Kolbrún
Þórólfsdóttir, f. 1987,
skipulagsfræðingur hjá
Orku náttúrunnar.
Synir: Ragnar Már, f.
2001, og Brimar Nói Wi-
um, f. 2014.
Foreldrar: Guðmundur
Unnþór Stefánsson, f.
1948, og Margrét Guð-
laugsdóttir, f. 1949.
Róbert
Unnþórsson
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
fyrir heim
Stærð 232 cm | Verð 299.000 kr.
Stærð 202 cm | Verð 275.000 kr.
Stærð 172 cm | Verð 235.000 kr.
ili
Sendum
um
land allt