Morgunblaðið - 07.09.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 07.09.2018, Qupperneq 16
ur í augum uppi að það er til lengri tíma litið ekki hægt að halda starf- seminni gangandi ef 20 til 30 prósent af tekjunum renna beint til þriðja að- ila með þessum hætti.“ Hann segir að hann hafi ásamt sínu fólki ákveðið að velja aðra leið sem hafi heppnast. „Við hjá Bláa lóninu höfum tekið þá ákvörðun að selja okkar þjónustu í gegnum okkar eigin vef og staf- rænu dreifileiðir. Það hefur heppn- ast, m.a. vegna þess að aðsóknin hef- ur verið mikil. En það var ákveðin áhætta sem fólst í því að taka þennan pól í hæðina enda hafa þessar bók- unarsíður mikil áhrif.“ Grímur segir að áleitnar spurning- ar hafi vaknað þegar tilkynnt var um kaup stærstu bókunarsíðu veraldar, TripAdvisor á íslenska fyrirtækinu Bókun í apríl síðastliðnum. „Með þessum viðskiptum keypti TripAdvisor í raun aðgang að við- skiptagögnum 700 íslenskra ferða- þjónustufyrirtækja og það styrkir stöðu þeirra gríðarlega á þessum markaði hér heima.“ TripAdvisor keypti aðgang að viðskiptaupplýsingum Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunfundur Fundargestir hlýddu á Grím Sæmundsen, stofnanda og forstjóra Bláa lónsins, sem ræddi m.a. stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi.  Forstjóri Bláa lónsins hefur áhyggjur af áhrifum bókunarsíðna á ferðaþjónustuna Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Í mínum huga er ljóst að íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu geta ekki lifað af til lengri tíma ef þau þurfa að greiða 20 til 30 prósent af sinni veltu til erlendra bókunarsíðna á borð við Booking.com eða Guide to Iceland, sem er íslensk bókunarsíða.“ Þetta segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins og fyrrverandi formað- ur Samtaka ferðaþjónustunnar, í samtali við Morgunblaðið. Hann ræddi við gesti á fjölsóttum morg- unfundi Kompaní, viðskiptaklúbbs Morgunblaðsins og mbl.is í gær. Þar ræddi hann stöðu ferðaþjónustunn- ar, uppbyggingu Bláa lónsins frá því að fyrirtækið var stofnað árið 1992 og horfurnar í íslensku hagkerfi, nú þegar hægt hefur á fjölgun ferða- manna sem hingað leggja leið sína. „Þessar upphæðir, sem bókunar- síðurnar eru að taka af starfseminni hér á landi eru svimandi háar og koma í tilfelli erlendu bókunarsíðn- anna aldrei inn í hagkerfið. Það ligg- 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2018 Borgartúni 22 og Skútuvogi 2, Reykjavík • Dalshrauni 11, Hafnarfirði • Hafnargötu 54, Reykjanesbæ • Gleráreyrum 2, Akureyri Sími 588 8000 • Opið 8.00–18.00 alla virka daga og 10.00–14.00 laugardaga • slippfelagid.is DÖGG „Dögg – Hinn fullkomni hlýi grái litur í alrýmið. Hentar vel fyrir björt og opin rými og er mjög kósý í svefnherbergi. Þó svo að hann sé hlýr þá er samt þessi fallegi reykur í honum. Hann faðmar mann auðveldlega og jarðtengir rýmið. Fallegur með öllum hlutlausum litum og muskuðum dökkum litum. – Sara Dögg Guðjónsdóttir, innanhúshönnuður. GÆÐIN Ein af ástæðum þess að íslenskir hönnuðir velja Slippfélagið. 7. september 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 109.34 109.86 109.6 Sterlingspund 140.16 140.84 140.5 Kanadadalur 82.93 83.41 83.17 Dönsk króna 16.984 17.084 17.034 Norsk króna 13.006 13.082 13.044 Sænsk króna 12.016 12.086 12.051 Svissn. franki 112.19 112.81 112.5 Japanskt jen 0.9789 0.9847 0.9818 SDR 152.59 153.49 153.04 Evra 126.65 127.35 127.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.2483 Hrávöruverð Gull 1194.7 ($/únsa) Ál 2039.5 ($/tonn) LME Hráolía 77.82 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Farþegum Ice- landair í ágústmán- uði fækkaði um 1% miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í nýbirtum flutningatölum fyr- irtækisins. Þar seg- ir að farþegar í ágúst hafi verið 522.925. Þá dró úr sætanýtingu og reyndist hún 86% í mánuðinum en var 87,9% í ágúst í fyrra. Þeim sem tóku sér far með vélum Air Iceland Connect í ágústmánuði fækkaði verulega frá því sem var sama mánuð í fyrra eða um 15%. Þannig ferð- uðust 32.934 með vélum félagsins en þeir voru 38.955 í ágúst í fyrra. Seldum gistinóttum á hótelum Icelandair fjölg- aði hins vegar um 15% og voru þær 39.687 í ágúst. Framboð á gistinóttum jókst hins vegar um 14% og fór her- bergjanýting úr 88,6% í 89,9%. Færri farþegar í vélum Icelandair nú í ágúst STUTT Vefmiðillinn Nútíminn.is hefur verið seldur í hendur nýrra eigenda, en stofnandinn, Atli Fannar Bjarkason, seldi miðilinn til eigenda vefmið- ilsins Ske.is nú á dögunum. Vefur- inn var stofnaður fyrir fjórum ár- um. Atli segir í samtali við Morg- unblaðið að vissu- lega hafi rekstr- arumhverfið verið erfitt, en Nútíminn hafi samt alltaf gengið mjög vel. „Það hefur bara legið gríðarleg vinna að baki vefnum. Hann fór í loftið 4. ágúst 2014, og ég er búinn að vera að síð- an þá. Fyrstu tvö árin tók ég mér ekki einn einasta frídag,“ segir Atli. Fyrst var hann eini starfsmað- urinn en réð til sín starfsfólk eftir tveggja ára rekstur. „Þá komst meira jafnvægi á þetta. En svo kom sá tímapunktur að mig langaði bara að breyta til.“ Hann segir aðspurður að vissu- lega hafi hann haft í hyggju að láta miðilinn vaxa í sínum höndum áfram. „En það er bara rosalega erfitt. Það kostar mikið að byggja upp svona vef, en kannski tekst nýj- um eigendum það sem mér tókst ekki.“ Kynningar vaxtarbroddur Tekjur vefsins hafa komið af aug- lýsingum, bæði auglýsingaborðum og auglýsingum á undan myndbönd- um. Mesti vaxtarbroddurinn í tekju- öfluninni var hinsvegar í gerð kynn- ingarefnis í samstarfi við fyrirtæki, að sögn Atla. Fyrir það fékk vef- urinn reyndar bágt frá fjölmiðla- nefnd á dögunum sem hélt því fram að með umfjöllun um Dominos píts- ur og Meistaramánuð Íslandsbanka hefði Nútíminn gerst brotlegur við fjölmiðlalög. Atli heldur því þó fram að fyrirtækin sem um ræðir hafi verið mjög sýnileg í öllu efninu og alls ekki dulin. En eru þessi tímamót núna ekki vonbrigði? „Jú, það var það kannski fyrst þegar ég tók ákvörðunina um að selja, en svo horfði ég um öxl og sá að ýmis tækifæri hafa fylgt þessu, bæði fyrir mig og starfsfólk mitt,“ segir Atli og bendir meðal annars á að Gísli Marteinn hafi fengið hann til að vera með fasta þætti í föstu- dagsþætti sínum á RÚV eftir að Nútíminn fór í loftið. tobj@mbl.is Nútíminn.is fær nýja eigendur Atli Fannar Bjarkason  Uppbygging vefmiðils kostnaðarsöm

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.