Morgunblaðið - 07.09.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 07.09.2018, Síða 26
E dvard Júlíusson fædd- ist á Dalvík 7.9. 1933 og ólst þar upp til 15 ára aldurs. Hann flutti þá, ásamt fjöl- skyldu sinni, til Akureyrar. Þar hóf hann sjósókn sem háseti á togar- anum Harðbak. Þaðan lá leiðin í Stýrimannaskólann þar sem hann stundaði nám í tvo vetur, 1953 og 1954. Edvard kom til Grindavíkur sem stýrimaður á vertíð í ársbyrjun 1955. Þar kynntist hann eiginkonu sinni, Elínu, settist þar að og hefur búið þar síðan. Edvard stundaði sjómennsku, lengst af sem skipstjóri, til ársins 1975. Þá kom hann í land til að sinna framkvæmdastjórn í Hóps- nesi ehf, sem var á þeim tíma ört vaxandi fyrirtæki er hann hafði stofnað, árið 1965, ásamt þeim Guðlaugi Óskarssyni og Jens Ósk- arssyni. Hann hafði verið skipstjóri á skipum félagsins til 1975 og var framkvæmdastjóri þess til 2010. Þá tók Sigmar, sonur hans, við sem framkvæmdastjóri. Á þessum árum óx fyrirtækið úr því að eiga einn lítinn og gamlan vertíðarbát í að eiga nýtískulegan vertíðarbát smíð- aðan í Stálvík, frystitogara smíð- aðan í Póllandi og fiskvinnslu í Edvard Júlíusson, skipstjóri og fv. framkvæmdastj. – 85 ára Fjölskyldan Edvard og Elín með börnunum og tengdabörnunum í stórskemmtilegri afmælisferð á Tenerife. Fann eiginkonuna og gæfuna í Grindavík Útgerðarmaðurinn Edvard ræðir við fréttamann um útgerðarhorfur. 26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2018 Daði Þór Einarsson,stjórnandi Skóla-hljómsveitar Mosfells- bæjar, á 60 ára afmæli í dag. Hann sér um daglegan rekstur hljómsveitarinnar, en um 100 nemendur eru í hljómsveitinni í þremur hópum. „Þetta eru nemendur upp allan grunn- skólann og svo er einn og einn sem er kominn í menntaskóla en heldur tryggð við hljóm- sveitina sína og svo reynum við að stýra þeim áhugasömu inn í fullorðins lúðrasveitirnar.“ Daði er sjálfur básúnuleikari og kennir básúnunemend- unum, en sex kennarar starfa við hljómsveitina. Daði leiðir einnig Stórsveitina Öðlinga, sem er átján manna big-band. „Sú hljómsveit hefur fengið fjölda verkefna og við höfum spilað mikið fyrir félagsstarf eldri borgara. Hjördís Geirs- dóttir hefur verið að syngja með okkur, en hún er lands- þekkt söngkona og fagnar hún 60 ára söngferli núna í vetur. Ég spila á básúnuna mína í Lúðrasveit Þorlákshafnar, sem varð landsþekkt fyrir leik sinn með Jónasi Sigurðssyni og Ritvélum fram- tíðarinnar. Ég flutti til Þorlákshafnar í desember síðastliðnum og við hjónin erum komin á fullt í félagsstarfið þar, en konan mín er í hesta- mennskunni. Svo erum við í Félagi húsbílaeigenda og höfum verið dugleg að ferðast með þeim í gegnum árin. Einnig tökum við þátt í Ís- landsmóti í Kínaskák sem fram fer á Akureyri í byrjun október. Eftir að við fluttum til Þorlákshafnar varð ég að segja skilið við félaga mína í Karlakór Kjalnesinga og Stormsveitinni.“ Daði heldur 190 manna stórveislu á morgun í Þorlákshöfn og þar ætla m.a. Lúðrasveit Þorlákshafnar, Stormsveitin, sem er rokkkór, og Stórsveit Öðlinga að troða upp. Eiginkona Daða er Elín Fanndal, aðstoðarmaður tannlæknis og leiðsögumaður. Þau eiga þrjú börn hvort; börn Daða eru Bjartmar, Kristjón og Birna og börn Elínar eru Eyþór Elmar Berg, Guðrún Ósk og Elísabet Eir. Barnabörnin eru samtals ellefu. Fósturdóttir Daða og Elínar er Annalísa Ósk Rodriguez, níu ára. Við Svínafellsjökul Daði, Elín og Annalísa Ósk á ferðalagi í sumar. Stórsveitir troða upp í afmælinu Daði Þór Einarsson er sextugur í dag Linda Björk Vilmund- ardóttir hélt tombólu á Akureyri og safnaði 560 krónum ásamt systur sinni, Sölku Maríu Vilmundar- dóttur. Þær gáfu Eyja- fjarðardeild Rauða krossins söfnunarféð og Linda Björk afhenti starfsmanni Rauða krossins peninginn. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.