Morgunblaðið - 07.09.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.09.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2018 94% ökumanna finnst þeir öruggari með EyeSight tækni Þú fyllist hugarró þegar þú veist að bíllinn þinn skerst í leik og aðstoðar þig við að koma í veg fyrir árekstur. Varar þig við þegar aðvífandi ökutæki er á blinda punktinum. Og gerir þér kleift að leggja bílnum áreynslulaust í þröngt stæði með aðstoð myndavélar sem sýnir nálægð við gangstéttarbrún. Slakaðu á. EyeSight er staðalbúnaður í Subaru Forester LUX, bensín. Subaru Forester Premium, sjálfskiptur. Verð frá: 4.990.000 kr. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 E N N E M M / S ÍA / N M 8 9 3 2 8 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vísbendingar eru um að aukin fjár- festing í menntun eftir efnahags- hrunið eigi þátt í vexti hugverkageir- ans síðustu ár. Tölvufræðingum fer fjölgandi. Katrín Jakobs- dóttir forsætis- ráðherra var mennta- og menningarmála- ráðherra 2009- 2013. Á því kjörtíma- bili var tekin ákvörðun um að greiða fyrir menntun fólks sem missti vinnuna í kjölfar efnahags- hrunsins, bæði á framhaldsskóla- og háskólastigi. Birtist það í fjölgun nemenda, bæði í framhaldsskólum og sérstaklega háskólum en skólarn- ir opnuðu dyr sínar fyrir miklum fjölda nemenda á þessum tíma. Sú fjölgun varð ekki síst í raungreinum, stærðfræði og í tölvunarfræðum. Fram kom í Morgunblaðinu í fyrradag að hlutur hugverkageirans í þjóðarframleiðslu nálgast 200 millj- arða. Spurð um þennan vöxt, með hliðsjón af fjölgun tölvunarfræðinga, segir Katrín að fjárfesting í mann- auði eftir efnahagshrunið hafi skilað árangri. Sá árangur sé jafnvel um- fram væntingar. Styrktu fólk til að mennta sig „Við fórum í átaksverkefni sem ég hef verið mjög stolt af síðar meir. Við hvöttum fólk sem missti vinnuna í hruninu til að sækja sér menntun. Bæði voru búnar til námsbrautir en um leið tryggt að fólkið missti ekki atvinnuleysisbætur ef námið var ekki lánshæft. Síðar á þessu kjörtímabili settum við aukna fjár- muni í rannsóknar- og tækniþróun- arsjóð og inn í skapandi greinar. Það er mín trú að þetta hafi verið algjört lykilatriði og sé áfram lykilatriði í nýsköpun. Vöxtur hugverkageirans er mjög góð tíðindi. Af því að það skiptir svo miklu máli að við séum með fleiri stoðir undir okkar efna- hagslífi og fleiri stoðir sem snúast um og byggjast á hugvitinu.“ Katrín boðar frekari framlög til nýsköpunar. „Hluti af stefnumótun núverandi ríkisstjórnar er að fjárfesta meira í nýsköpun og þróun í gegnum nýjan þjóðarsjóð en sú fjárfesting gæti numið milljörðum á næstu árum. Samhliða því verður mótuð nýsköp- unarstefna fyrir Ísland.“ – Rætt er um að sterkt gengi krónu og hækkandi launakostnaður hafi skert samkeppnisstöðu Íslands. Hefur ríkisstjórnin skoðað mögu- legar mótvægisaðgerðir? „Auðvitað skiptir máli að viðhalda efnahagslegum og félagslegum stöð- ugleika. Þar spila annars vegar sam- an ríkisfjármál, peningastefna og vinnumarkaðurinn og við erum að leggja okkar af mörkum í því efni. Hins vegar skiptir máli að stjórnvöld komi með virkari hætti að þessum geira. Það gerum við með stefnumót- uninni og sérstakri áherslu á að við séum að byggja þetta upp til lengri tíma og með því að taka frá peninga til fjárfestinga,“ segir Katrín. Fjárfesting í mannauði hafi skilað miklu Brautskráningar, fjöldi nemenda og nýnema í háskólum 2006-2016 Heimild: Hagstofa Íslands 2006-07 2007-08 2008-09 2009-10 2010-11 2011-12 2012-13 2013-14 2014-15 2015-16 Brautskráningar 3.560 3.713 3.458 4.113 4.346 4.108 4.029 4.287 4.419 4.593 Nemendur á háskóla- og doktorsstigi (alls) 15.848 16.658 16.944 18.067 18.846 19.156 19.127 19.890 18.929 18.590 Nýnemar Á háskóla- og doktorsstigi 3.130 3.379 3.667 4.375 3.875 3.790 4.083 4.077 3.708 3.431 Í raunvísindum, stærðfræði og tölvunarfræði 312 329 323 515 500 506 594 671 545 476 Brautskráningar 2006-2016. Breyting á tímabilinu: +29,0% 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 Fjöldi nemenda á háskóla- og doktorsstigi 2006-2016 Breyting á tímabilinu: +17,3% 20.000 15.000 10.000 5.000 Nýnemar á háskóla- og doktorsstigi 2006-2016 Breyting á tímabilinu: +9,6% 4.000 3.000 2.000 1.000 Nýnemar í raunvísindum, stærðfræði og tölvunarfræði 2006-2016 Breyting á tímabilinu: +52,6% 600 400 200 Forsætisráðherra boðar milljarða styrki til hugverkageirans á Íslandi Katrín Jakobsdóttir Hugverkaiðnaður og menntunarstaða Menntunarstaða Þús. manns 25-64 ára Grunnmenntun Háskóla- menntun Hugverkaiðnaður:* Þús. starfsfólks Verðmætasköpun, % af landsframleiðslu Heimild: Vinnumarkaðs- rannsókn Hagstofu Íslands *Heimild: SI 15 12 9 6 3 0 9% 8% 7% 6% 5% 4% 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 12,9 13,2 13,5 13,5 13,6 13,8 14,3 14,2 2007 2012 2017 5,8% 7,3% 49,4 49,3 56,4 73,6 47,0 39,7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.