Morgunblaðið - 07.09.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.09.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er ekki nóg að hugsa um hlut- ina ef ekkert verður úr framkvæmdinni. Þú gengur með grasið í skónum á eftir ein- hverjum en er manneskjan þess virði? 20. apríl - 20. maí  Naut Er ekki kominn tími til þess að slaka á? Þú þarft að lyfta þér upp endrum og sinnum. Veikindi ættingja hafa áhrif á þig en ekki missa móðinn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Eitthvað er að vefjast fyrir þér en þú átt erfitt með að fá á hreint hvað það er. Gefðu þér tækifæri og víkkaðu út sjón- deildarhring þinn. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það eru einhver atriði sem þú þarft að fara betur í gegnum áður en þú ert tilbúin/n til nýrra átaka. Gríptu tækifæri sem býðst og treystu á innsæi þitt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur lent upp á kant við mann- eskju sem þú vilt umfram allt hafa góð samskipti við. Greiddu skuldir þínar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú er komið að því að finna nýjar leiðir til þess að koma skoðunum þínum á framfæri. Taktu upp þráðinn við gamla vini og fjölskyldumeðlimi sem þú hefur ekki hitt lengi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú getur gert svo til hvað sem er í dag. Tileinkaðu þér auðmýkt og gefðu eins mikið og þú getur til baka. Orka þín er áberandi og fleytir þér á endastöð. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Mikil tíðindi berast og þú þarft að taka á öllu sem þú átt til að bregðast rétt við þeim. Reyndu að útskýra mál þitt vel fyrir fólki svo að engar rang- hugmyndir komist á kreik. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ættir að reyna að hvíla þig eitthvað í dag, því þú hefur satt að segja gengið ansi mikið á orkuna. Samskiptin ganga betur í stórfjölskyldunni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Gættu þess að taka engu sem sjálfsögðum hlut. Vertu betri við sjálfa/n þig. Þú laðar að þér athyglina sem þú leitar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Talaðu við fólk sem er á sömu bylgjulengd og lestu bækur um andleg málefni. Það sígur á ógæfuhliðina í ástalíf- inu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Frelsi felst í því að gera það sem mann langar til. Búðu þig undir að þurfa að fresta hlutum og jafnvel að afskrifa þá. Víkverji er skynsamur maður, já,eða kona eftir því hvernig á það er litið. Þegar sumarið bregst vænt- ingum og kemur eiginlega aldrei al- mennilega er gott að nota skynsem- ina og undirbúa sig fyrir haust og vetur. x x x Það er ákveðinn léttir að sumariðsé búið og haustið tekið við. Í það minnsta á dagatalinu. Nú þarf Víkverji ekki lengur að burðast með væntingar dag eftir dag um að geta spókað sig á bikiníi eða sundskýlu allt eftir því hvernig á það er litið, á pallinum eða í sundlauginni. Nú er kominn september og það er löglegt að vænta ekki fleiri sumardaga. Á meðan Víkverji skrifar þennan pistil gægist sólin fram úr skýj- unum og fyrir utan gluggann lítur út fyrir að sumarið sé komið aftur. Ef það væri sumar myndi Víkverji setja í fjórða gír til þess að komast sem fyrst heim og kveikja á grillinu. En af því að sumarið er formlega búið situr Víkverji í ró og næði og klárar pistilinn. Það er ekki að bú- ast við því eftir 1. september að það sé hlýtt úti. x x x Víkverji er ágætur í rökhugsun oghann telur að botninum í lélegu sumri hafið verið náð árið 2018. Það er jákvætt að botninum hafi verið náð að því gefnu að festa sig ekki þar. Víkverji er þroskaður eins og af grönum má sjá, já eða grárri hár- rót, og hann veit sem er að það er hægt að spyrna sér frá botninum og þá liggur leiðin upp á við. Ef sum- arið staldrar ekki við á botninum verður það betra á næsta ári og það eru ekki nema sjö og hálfur mán- uður í sumardaginn fyrsta, í það minnsta samkvæmt dagatalinu. x x x Einn margra góðra kosta semprýða Víkverja er jákvæðni. Víkverji fagnar haustinu með sínum fallegu litum og festunni sem kemur þegar dagskráin í líkamsræktinni og félagsstarfinu hefst. Víkverji er fagurkeri og hlakkar til að kveikja á kertum og kúra sig undir teppi í sófanum af því að það má á haustin. vikverji@mbl.is Víkverji Því að laun syndarinnar er dauði en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum. (Rómverjabréfið 6.23) Ljósmyndakeppni Bílablaðs Morgunblaðsins Kosning og nánari upplýsingar á Facebook.com/bilafrettir Leiðbeiningar fyrir ljósmyndara: • Ljósmyndir skal senda í tölvupósti á bill@mbl.is • Frestur til að skila inn myndum í keppni september er til kl. 23:59 þriðjudaginn 11. sept. • Myndina skal senda sem viðhengi, á jpg-sniði og skal myndin vera í hámarksupplausn • Fullt nafn rétthafa myndarinnar og símanúmer skal fylgja með auk lýsingar á myndefninu • Keppt verður í fjórum lotum, næstu þrjá mánuði og fyrir þrjár bestu myndir hvers mánaðar eru veittar gjafakörfur með Meguiar bón- og bílaþvottavörum frá Málningarvörum • Hver þátttakandi getur aðeins sent inn eina mynd í hverjum mánuði • Sérstök dómnefnd velur síðan bestu ljósmyndina í desember Fyrsti vinningur er ferð fyrir tvo á bílasýning- una í Genf í mars. Í boði Toyota á Íslandi www.mbl.is/bill Af rælni fór ég að fletta Sýn-isbók af verkum Einars Bene- diktssonar sem Almenna bóka- félagið gaf út árið 1957. Þar er „Bikarvísa til Matthíasar Joch- umssonar“. Tildrög hennar eru þau að í ágústmánuði 1916 hélt Einar veislu mikla á heimili sínu Héðins- höfða í Reykjavík. Þar færði hann þjóðskáldinu silfurbikar fagran og var á vísa þessi: Eins og gulli gegnum sáld gneistum slær þinn andi. Höfðingja og helgiskáld, hátt þín minning standi. Séra Matthías launaði gjöfina með „Bikarrímu“ til Einars, 15 er- indi, og er þetta niðurlag: Allar gættir opnist þér, allar vættir dugi þér! Hörpuslætti úr höndum mér hrumum mætti eg fel svo þér! Hér yrkir Einar til Svölu litlu dóttur sinnar: Hverri nýjársnóttu á nú og seinni tíða, mundu, að árin eru fá og ósköp fljót að líða. Vel má þessi hringhenda vera ort á Héðinshöfða á Tjörnesi: Stjörnur signa hvelin hálf, höfin lygna augum, jörðin skyggnir, sér hún sjálf sunnu stigna af laugum. „Stjörnuhröp“ verða Einari að yrkisefni: Eldar hrapa yfir mold, andinn tapar vegi, eilíf gnapir undrafold efst á skapadegi. Stefáni Þorlákssyni mennta- skólakennara vöknaði um augu þegar hann fór með ljóð Einars. Honum þótti vænt um þetta erindi: Ég lyfti fingri. Letrað var mitt blað. Á lítinn miða var ein hending rituð. Svo minnisbatt ég orð við stund og stað. Eitt stef ég kvað. Mín rím, þau skulu vituð. Orðið er dýrt. Dýrmæt eru lýðsins ljóð, landsins von þau styrkja. Alltaf græðir þessi þjóð, þegar skáldin yrkja. Hver Íslendingur kunni eða kannaðist við þessa stöku til skamms tíma: Gengi er valt, þar fé er falt, fagna skalt í hljóði. Hitt varð alltaf hundraðfalt, sem hjartað galt úr sjóði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Bikarvísan og fleiri stökur Í klípu „ÉG NÁÐI AÐ TJASLA SAMAN SAMBANDINU VIÐ KÚNNANN – EN ÞAÐ VAR EKKI HÆGT AÐ LÁTA SENDINGARKOSTNAÐINN NÁ SAMAN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ ÞARFT AÐ FARA Í KLIPPINGU. ÞAÐ ER FARIÐ AÐ SNERTA AXLIRNAR Á ÞÉR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann ber mynd þína á sér hvar sem er! ÉG MUN EKKI KREMJA ÞIG HÆTTU AÐ VERA ÓGÓ EKKI? KREMDU MIG MEÐ EINU SKILYRÐI EKKERT MÁL! HVAÐ? ÉG SÉ AÐ ÞÚ KOMST MEÐ POKA TIL ÞESS AÐ TAKA UPP EFTIR HUNDINN ÞINN! MIKIÐ ERTU TILLITSSAMUR! ERT’AÐ GRÍNAST? ÉG SET POKANN Á MIG SVO AÐ GRANNARNIR VITI EKKI HVER Á HUNDINN SEM SKILDI EFTIR STYKKIN SÍN!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.