Morgunblaðið - 15.09.2018, Page 37

Morgunblaðið - 15.09.2018, Page 37
Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018 á sama ári, elsta mín og yngsta hjá þér. Þær náðu vel saman og mér er minnisstæð fimleikasýningin sem þær sýndu í 40 ára afmælinu þínu í veislutjaldi á lóðinni hjá ykkur á Hvanneyri, ein af mörgum ógleymanlegum gleðistundum í fjölskyldunni. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar Péturs, þið voruð svo dugleg og samhent hjón, alltaf eitthvað að gerast. Maður fylltist eldmóði í hverri heimsókn, allt svo úthugsað og fínt hjá ykkur. Stolt ykkar var fallega húsið ykk- ar, heimilið, barnalánið og ofur- duglegu barnabörnin 10 sem nutu góðra stunda hjá ömmu Svövu. Þú varst sérstaklega frænd- rækin og fylgdist vel með öllum í fjölskyldunni, stórum sem smáum. Það var einstaklega gott að leita til þín með hvað sem var, þú varst svo jákvæð og lausnar- miðuð. Það var mikið áfall þegar þú greindist með MS fyrir sextugt, og enn meira áfall að fá fréttir af krabbameini í maí. Var ekki nóg að láta þig fá einn sjúkdóm? Guð gefur og guð tekur, og því miður mikið frá þér elsku Svava. Fyrir tæpum þremur árum fórum við norður á Sauðárkrók fyrir jólin að heimsækja mömmu á sjúkrahúsið þar. Þetta var góð ferð og mikil gæðastund en í síðasta skiptið sem þú sást mömmu. Það er sárt að aðeins tveimur og hálfu ári seinna sért þú horfin á braut, far- in í Draumalandið. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér af fjöl- mörgum ættingjum okkar sem eru farnir, og eins og konan sagði „Það eru svo margir skemmtileg- ir dánir.“ Elsku Svava, við höfum misst styrka stoð úr fjölskyldunni og verðum að taka keflið og halda áfram. Þú barðist hetjulega þar til yfir lauk . Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir fjölskylduna. Ég votta elsku Pétri, Ómari, Krist- jáni, Kristínu, tengdabörnum, barnabörnum og systkinum Þóru og Jóni innilega samúð. Hvíl í friði, elsku frænka. Guðný Snorradóttir. Nú þegar lífssól Svövu frænku er gengin til viðar eftir erfið veik- indi leitar hugurinn til æskuár- anna í Óslandshlíðinni þar sem við vorum fædd og uppalin. Svava var barnung þegar hún missti móður sína og ég man að ég lofaði mömmu að ég skyldi alltaf vera góður við Svövu frænku. Hvernig ég hef haldið það loforð er ann- arra að dæma. Við Svava vorum systkinabörn og jafnaldrar og var ætíð mikill samgangur og góð vinátta á milli okkar og heimila okkar. Það var gott samfélag í Hlíðinni og þar var gaman að vera. Við gengum saman í Barnaskólann á Hlíðar- húsinu en það var einnig sam- komustaður sveitarinnar þar sem margs konar skemmtanir voru haldnar. Það var sannkallað menningarhús sem forfeður okk- ar Svövu og sveitungar þeirra reistu á sínum tíma. Það var mikill samgangur milli bæjanna í Hlíðinni, þar ríkti vin- átta og hjálpsemi manna á milli og fólk rétti hvert öðru hjálparhönd ef á þurfti að halda. Þar deildu menn saman sorgum og gleði, þarna var gott að alast upp, þarna var heilbrigt mannlíf og þar undu menn glaðir við sitt. Við krakk- arnir hittumst oft til þess að leika okkur. Vafalaust þættu þessir leikir okkar frekar fábrotnir í dag en við vorum ánægð og það var það sem skipti máli. Að loknu barnaskólanámi hélt Svava í Reykholt og það má segja að Borgarfjörðurinn hafi heillað hana frænku mína. Hún fór síðan í Varmaland og á Hvanneyri sett- ust þau að Svava og Pétur og byggðu sér þar fallegt heimili. Til þeirra var ætið gott að koma, þau hjónin voru ákaflega gestrisin og góð heim að sækja. Svava var mikil húsmóðir og heimilið og fjöl- skyldan var henni allt. Þau Pétur ráku lengi byggingafyrirtæki þar sem Svava gegndi mikilvægu hlutverk en þar að auki vann hún líka hjá Bændaskólanum árum saman. En það vilja skiptast á skin og skúrir í lífi okkar flestra og hún Svava frænka mín hafði átt við erfið veikindi að stríða, sem hún tókst á við af einurð og æðruleysi og aldrei heyrði ég hana kvarta, það var ekki hennar stíll. Hún stóð meðan stætt var og reyndi eftir mætti að hlúa að sínum eins og hún gat. Og fjölskyldan, sem allt hennar líf snerist um, annaðist hana af einstakri ástúð og umhyggju þar til yfir lauk. Elsku Svava frænka, þú varst einstök manneskja, þú varst trygglind og traust og það var engin einn í lífinu sem átti þig að. Við ræktuðum ætíð frændsemi okkar og vináttu bæði með heim- sóknum og hringingum en nú hef- ur maður bara minningarnar um þig Svava mín og þær tekur eng- inn frá manni, sem betur fer. Við Binna sendum Pétri og börnum þeirra Svövu, Ómari, Kristjáni og Kristínu og þeirra fjölskyldum sem og öðrum ættingjum og vin- um innilegar samúðarkveðjur á sorgarstund. Hjartans þakkir fyrir vináttu þína og hlýhug í ár- anna rás, Svava mín. Minning þín lifir. Pálmi Rögnvaldsson. Þá er hún Svava frænka mín fallin frá. Hún hefur þjáðst í mörg ár af rýrnunarsjúkdómi og nú fyr- ir fáum vikum greindist hún með krabbamein og hún þoldi ekki áraunina. Ég hélt hún kæmist yfir þetta. Ég talaði við hana í síma í tvígang skömmu fyrir andlátið. Hún bar sig vel, glettist á norð- lensku og vildi teygja úr samtal- inu en ég heyrði í síðara skiptið að nú var eitthvað um að vera öðru vísi en verið hafði og skömmu síð- ar var hún öll. Þetta er undarlegt. Ég stend alltaf í þeirri meiningu að þeir sem ég þekki og verða veikir nái sér fljótt og ég held ró minni. Þannig var það með Svövu. En nú er hún farin og ég græt eins og alltaf þegar einhver sem ég þekki fellur frá. Hún Dúa Dögg, eins og hún kallaði sig þegar ég var fyrir norðan í sveitinni, var hetja. Hún missti mömmu sína á sjöunda ári. Var alvörugefið barn en svo kynntist hún Pétri Jónssyni frá Skeljabrekku hér sunnan heiða þegar hún fullorðnaðist. Á Varmalandi kynntist hún Stein- unni og Snjólaugu, svo einhverjar séu nefndar. Svava var á réttri leið, hún sagði mér frá nýjum samstarfsaðilum og brosið náði yfir allt andlitið og augu hennar ljómuðu. Þau Pétur settust að á Hvanneyri og eignuðust þrjú myndarleg og vel gerð börn. Pétur vann við smíðar í héraðinu, nú aðallega í seinni tíð við viðhald fasteigna á Hvanneyri, og Svava vann hjá Bændaskólanum, nú Landbúnaðarháskóla Íslands. Þau áttu fallegt hús á fallegum stað og fjölskyldan dafnaði. En svo riðlast þetta allt heldur harkalega og við blasir köld til- vera. Ég á enga ósk heitari en að Pétur nái styrk frá minningu elsku Svövu og honum takist að veita afkomendum þeirra hlýjuna, blíðuna og allt annað það sem þá góðu konu prýddi til hinstu stundar. Ófeigur Gestsson. „Vegir liggja til allra átta, enginn ræður för.“ Þessi texti hefur hljómað í höfðinu á mér eftir að ástkær móðursystir mín, Svava Sjöfn Kristjánsdóttir, lést eftir hetju- lega baráttu við erfið veikindi. Elsku besta Svava, sem var alltaf svo falleg og góð. Kom til dyranna eins og hún var klædd, með brosið sitt blíða og glæsilega yfirbragð. Til fyrirmyndar í einu og öllu sem hún tók sér fyrir hendur og leið hvergi betur en heima á Hvanneyri, þar sem hún og Pétur maður hennar voru búin að koma sér vel fyrir. En þau höfðu verið samferða í 50 ár og gift í 49 ár núna í september. Það má með sanni segja að draumur Svövu frá barnæsku um að eign- ast fallegt heimili þegar hún yrði stór hafi ræst. Svava var einstök kona. Trygg og trú, hjartahlý, réttsýn, stað- föst, spaugsöm og skemmtileg. Hún var félagslynd og vinamörg og var því oft margt um manninn á heimili hennar og við hjónin engin undantekning. Alltaf gott að koma og dvelja í styttri eða lengri tíma. Á stundu sem þessari streyma minningarnar sem við höfum átt saman allt frá því ég man eftir mér og þó að ég hafi búið í öðru landi síðustu ár var það aðeins armlengdin að símanum sem skildi okkur að, sem varð til þess að ég kom svífandi til hennar núna í sumar og dvaldi hjá henni og þeim yndislegu hjónum í tæp- ar þrjár vikur. Ómetanlegt. Það er komið að kveðjustund. Það er erfitt að sætta sig við að elsku Svava hafi verið tekin frá okkur og ekki fengið að ráða för sinni. Hana sem langaði svo heim. Heim á Hvanneyri. Við hjónin og fjölskylda okkar þökkum heilshugar alla þá tryggð, ást og hlýju sem elsku Svava hefur veitt okkur í gegnum tíðina. Takk fyrir allt og allt. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku Pétur, Ómar, Kristján Ingi, Kristín og fjölskyldan öll. Megi ljós og hlýhugur umvefja ykkur og kærleikurinn ykkur vernda. Minning er ljós í lífi okkar. Blessuð sé minning Svövu Sjafnar Kristjánsdóttur. Anna Jóna Snorradóttir. Margt fer um hugann þegar við stöndum vanmáttug frammi fyrir því að kveðja kæra vinkonu hinsta sinni. Svava prýddi hópinn okkar um svo margra ára skeið, þar til veikindi hömluðu frekari þátttöku, en alltaf fylgdist hún með okkur og hvatti til dáða. Svava var einstök á svo margan hátt, mannkostir hennar leyndu sér ekki. Hún var vel gefin, fríð og glæsileg og sannkallaður styrkur og gleðigjafi meðal okkar. Mörg atvik koma upp í hugann, minn- ingar frá ferðalögum, æfingum og sýningum. Alltaf var Svava kát og hlý og geislaði út frá sér. Til eru góðar upptökur af hópnum frá Árbæjarsafni árið 2007 þar sem Svava og Pétur voru með okkur og enn var hægt að dansa. Þær eru nú enn dýrmætari en áður. Síðasta ferðin hennar Svövu með okkur var til Rúmeníu árið 2010, þar sem hópurinn sýndi þjóð- dansa í fimm fallegum borgum. Þar áttum við samveru sem ekki gleymist. Þjóðdansar eru hóp- starf þar sem allir vinna þétt sam- an að fallegri heildarmynd. Slíkt vefur sterk vinabönd. Svava tók erfiðum örlögum sín- um af styrkleika og þroska í ná- vist ástvina sinna. Hugur okkar og samúð eru hjá þeim. Mann set- ur hljóðan og finnst húma að. En þá lýsir minningin, um svo mæta konu sem lifði til góðs en hefur nú verið kölluð allt of snemma til annarrar víddar. Við vitum að þar bíður hennar ódáinsheimur og kveðjum hana með djúpum sökn- uði, þakklæti og virðingu. Fyrir hönd félaga í danshópn- um Sporinu, Guðrún Jónsdóttir. Það er þungt að kveðja góðan vin. Við höfum átt þau hjónin, Pétur og Svövu, að nágrönnum og vinum í meira en fjörutíu ár: Börnin hafa vaxið og dafnað, líka komin barnabörn. Mörgum kjör- um hefur verið deilt í gleði jafnt sem andbyr. Löngum gagnvegir á milli heimila í litlu sveitaþorpi. Ævikynnum verður ekki komið fyrir í fáeinum línum. Meiru varð- ar að þakka þau og þá minningu sem þau skilja eftir. Svava var af- ar vönduð kona, sterkgreind og fjalltraust. Þá eiginleika má glöggt lesa úr einstaklega stíl- hreinni og fallegri rithönd henn- ar, sem víða hefur geymst, rétt eins og úr öðrum verkum hennar. Til Svövu leituðu því margir og fyrir fjölmörgum trúnaðar- störfum var henni treyst, bæði opinberum og í frjálsu félagslífi byggðarlagsins. Þótti þeim ætíð vel skipað. Heimili sitt byggðu þau hjón upp af myndarskap, metnaði og fáguðum smekk; þar hallaðist ekki á með þeim enda nöfn beggja órjúfanlega tengd í hugum okkar: Svava og Pétur. Til þeirra var afar gott að koma, og gott að leita; löng kynni af þeim hafa kennt okkur hvað gott nábýli er og hvers virði það er. Óvið- ráðanleg mein hafa nú hrifið Svövu burt. Allt of snemma; tími kyrrlátra ævikvölda var ekki kominn enn. Huggun er það heimilisföðurnum að eftir stendur með honum stór og samhentur af- komenda- og venslahópur þeirra hjóna, mótaður af henni sem horf- in er og ber eiginleika hennar í fari sínu. „Þú ljúfa minning eftir skildir eina ...“ segir á vísum stað. Minningin um Svövu verður ekki frá okkur tekin, minningin um traust, liðsemd og vináttu mun fylgja okkur og öðrum þeim sem áttu hana að vini og samferða- manni, og það sem meiru varðar, sú góða minning verður nú fjöl- skyldu hennar huggun og styrkur á erfiðum tímum. Við fjölskyldan sendum Pétri og fólkinu hans öllu dýpstu samúðarkveðju og biðjum þeim huggunar og styrks. Bless- uð sé minningin um hana Svövu. Bjarni Guðmundsson. Látin er langt um aldur fram vinkona okkar á Hvanneyri, Svava Sjöfn Kristjánsdóttir. Okk- ur hjónin langar að þakka ánægjulega samfylgd gegnum ár- in. Svava var traust, samvisku- söm og vandvirkur starfsmaður á skrifstofu skólastjóra á árum mínum sem skólastjóri. Þar sinnti Svava starfi sínu af áhuga og ár- vekni, langt umfram skyldur sem starfið fól í sér. Enn fremur eigum við margar skemmtilegar minningar sem gleymast ekki frá mörgum hesta- ferðum sem farnar voru í fé- lagsskap hestamanna á Hvann- eyri. Þær urðu margar og ávallt skemmtilegar og gefandi. Þar voru Svava og Pétur hrókar alls fagnaðar en jafnframt var Svava alltaf kletturinn sem allir treystu. Nú er Svava horfin af sviðinu. Hennar er sárt saknað. Hetju sem tókst á við veikindi sín af æðruleysi og ótrúlegri stillingu. Bólu-Hjálmar sagði „Guð á margan gimstein þann sem glóir í mannsorpinu“. Svava var sam- ferðamönnum sínum gimsteinn. Við Gerður og fjölskylda send- um Pétri og fjölskyldu okkar inni- legustu samúðarkveðjur og þökk- um góð kynni og ánægjulegar samverustundir. Hvíl í friði, blessuð sé minning þín, kæra vinkona. Gerður Karítas og Sveinn Hallgrímsson. „Jæja, þá ætla ég að kveðja þig, Svava mín,“ sagði ég, tók í SJÁ SÍÐU 38 HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TÓMAS SÆMUNDSSON skipstjóri, lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 12. september. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 18. september klukkan 13. Rannveig Reymondsdóttir Magnús Örn Tómasson Oddný Halldórsdóttir Einar Björn Tómasson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES M. LANGE, Víðihvammi 28, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 7. september. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ólafur Á. Lange Sigrún Guðgeirsdóttir Kristján R. Lange Jenný G. Jensdóttir Hannes Jóhannesson Lucia Guðmundsdóttir Kolbrún Lange Lilja G. Lange afabörn og langafabörn SVEINN GÍSLASON vélvirki lést mánudaginn 10. september. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 18. september klukkan 15. Þakkir eru færðar læknum og starfsfólki taugalækningadeildar Landspítalans. Sigrún Pálsdóttir Hilmar Þórðarson Páll Tómasson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir minn, sonur, bróðir og frændi, GUÐJÓN VÍDALÍN MAGNÚSSON, lést mánudaginn 10. september. Útför hans fer fram frá Landakirkju laugardaginn 29. september klukkan 14. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans er bent á Kraft, stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein. Tómas Ingi Guðjónsson Magnús S. Magnússon Sigurlína Sigurjónsdóttir Signý Magnúsdóttir Hermann Guðmundsson Birgir Magnússon Guðný Ósk Guðmundsdóttir Magnús S. Magnússon og fjölskyldur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN HÓLMFRÍÐUR TRYGGVADÓTTIR, fv. skólastjóri, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 9. september. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 17. september klukkan 15. Helgi Jóhann Hauksson Heiða Hafdísardóttir Unnur Aðalbjörg Hauksdóttir Alda Margrét Hauksdóttir Grettir Sigurjónsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.