Morgunblaðið - 15.09.2018, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Frelsi fjölmiðlaer mikil-vægt. Ætli
ríkið sér að hlutast
til um það frelsi –
sem alls ekki er
sjálfgefið – þarf að gera það með
varúð og vandvirkni, en ekki af
duttlungum. Fyrir skömmu felldi
fjölmiðlanefnd úrskurð vegna
þáttar um gjaldþrot fyrirtæk-
isins Sigurplasts sem sýndur var
á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.
Komst hún að þeirri niðurstöðu
að Hringbraut hefði brotið gegn
lögum um fjölmiðla „með óheim-
illi kostun á fréttatengdu efni“ og
jafnframt brotið gegn ákvæði
sömu laga „um lýðræðislegar
grundvallarreglur, með því að
gæta ekki að hlutlægni og ná-
kvæmni í hinu fréttatengda efni“.
Var sjónvarpsstöðinni gert að
greiða hálfa milljón króna í sekt.
Þessi úrskurður hlýtur að telj-
ast harkalegur. Í þættinum koma
fram sjónarmið aðila, sem telja
að á sig hafi verið hallað fyrir
rétti þegar fyrirtækið fór í þrot.
Varla eiga dómar að teljast hafn-
ir yfir gagnrýni.
En úrskurðurinn vekur fleiri
spurningar. Andrés Magnússon
vekur athygli á því í dálki sínum,
Fjölmiðlarýni, í Viðskiptablaðinu
á fimmtudag að meðal þeirra,
sem undirrita úrskurðinn, sé
Kolbrún Sævarsdóttir, héraðs-
dómari í Reykjavík, sem situr í
fjölmiðlanefndinni að skipan
Hæstaréttar. „Við það væri ekk-
ert athugavert, nema vegna þess
að þessi sama Kolbrún Sævars-
dóttir kvað upp
dóminn í máli Sig-
urplasts, þessa
sama máls og verið
er að gera athuga-
semdir við,“ skrifar
Andrés. „Og dómarar eiga ekki
frekar en aðrir að gerast dóm-
arar í eigin sök.“
Morgunblaðið leitaði við-
bragða vegna þessarar gagnrýni
og í frétt í blaðinu í gær svarar
Elfa Ýr Gylfadóttir, fram-
kvæmdastjóri fjölmiðlanefndar,
því til að Kolbrún hafi ekki verið
vanhæf. Kolbrún hafi gert nefnd-
inni viðvart um tengsl sín við
málið eins og lög kveði á um. Hún
hafi einnig tjáð nefndarmönnum
að hún telji dómsuppkvaðningu
sína í máli fyrirtækisins ekki
valda vanhæfi. Fjölmiðlanefndin
hafi verið sammála um það.
Nú má vel vera að allir lands-
ins dómarar hefðu komist að
sömu niðurstöðu. En stundum er
það svo að það er ekki bara það
sem er, heldur það sem virðist.
Staðreyndin er sú að í þættinum
kemur fram gagnrýni á mál, sem
kom til kasta dómarans. Þeir,
sem eiga að sæta úrskurði stjórn-
valds, verða að geta verið vissir
um að ekki sé á þá hallað. Leiki á
því vafi á sá, sem lúta þarf nið-
urstöðunni, að njóta hans. Í úr-
skurðinum er fundið að því að
Hringbraut hafi ekki gætt hlut-
lægni. Á móti má spyrja hvort
nefndin hafi gætt hlutlægni í sín-
um vinnubrögðum. Eða er hún
undanþegin þeim kröfum, sem
hún setur öðrum?
Fjölmiðlanefnd fór
út af sporinu í mál-
inu gegn Hringbraut}
Dómgreindarleysi
SkákfélagiðHrókurinn
varð í vikunni 20
ára. Félagið var
upphaflega stofnað
til afreka á Ís-
landsmóti skák-
félaga, en tilgangur þess
breyttist fljótt og varð út-
breiðsla skáklistarinnar að
helsta markmiði.
Skákin er einstök íþrótt,
sem eflir andlegt atgervi og
veitir ánægju og skemmtun.
Með skákinni má brúa öll kyn-
slóðabil og hún þekkir engin
landamæri. Og það er aldrei of
seint að byrja. Hver byrjandi
getur haft í huga að einhvern
tímann stóðu allir skákmenn í
hans sporum.
Hrafn Jökulsson hefur verið
burðarás og aflvaki Hróksins
frá upphafi. Undir hans for-
ustu hefur hróðri skákarinnar
verið haldið á loft um allt land.
Hrafn lýsir starfinu í grein,
sem birtist í Morgunblaðinu í
vikunni. Þar kemur fram að á
þessum tuttugu árum hafi fé-
lagið heimsótt hvern einasta
grunnskóla á landinu, farið
hafi verið í leikskóla jafnt sem
elliheimili og heimsóknir í
fangelsi, athvörf og sjúkrahús.
Starf Hróksins á
Grænlandi er ekki
síður mikilvægt.
Skákin var lítt
þekkt á Grænlandi,
en á því hefur orð-
ið breyting. Fyrir
atbeina Hróksins var fyrsta al-
þjóðlega skákmótið á Græn-
landi haldið árið 2003. Eins og
fram kemur í grein Hrafns eru
ferðir skákfélagsins til Græn-
lands orðnar í kringum 80 og í
vikunni var tvítugsafmælinu
fagnað í grænlenska þorpinu
Kullorsuaq á 74. breiddar-
gráðu. Í dag verður afmælinu
síðan fagnað hér á landi með
skákveislu í Ráðhúsi Reykja-
víkur.
Skákin hefur alltaf átt sinn
sess hjá Íslendingnum, en það
er ekki sjálfgefið að svo verði
um aldur og ævi nema merki
hennar sé haldið á lofti.
Listamaðurinn Marcel Duc-
hamp sagði einhvern tímann að
hann hefði hitt marga lista-
menn, sem ekki væru skák-
menn, en allir skákmenn væru
listamenn. Hrókurinn undir
forustu Hrafns Jökulssonar á
heiður skilinn fyrir að hafa
lagt sitt af mörkum til að
breiða út skáklistina.
Á tuttugu árum hef-
ur Hrókurinn unnið
þarft verk í þágu
skákarinnar}
Farsælt starf
E
f ríkisstjórnin væri gamanleikrit
væri hún býsna fyndin. Sjálf-
stæðisflokkurinn kenndi sig á
sínum tíma við frelsi og slag-
orðið Báknið burt. Nýtt fjárlaga-
frumvarp boðar dæmalausa útgjaldaaukningu
og ný bannár í uppsiglingu.
Meira að segja Sigmundur Davíð sér að
Sjálfstæðisflokkurinn virðist nú vera kominn
með kjörorðið Bætt í báknið. Sigmundur bætir
við: „Þetta er sérstakt áhyggjuefni því það er
ekki að sjá nein merki um að það eigi að verja
þessum peningum á skynsamlegan hátt.“
Á meðan sjálfstæðismenn bæta við báknið
vilja aðrir ráðherrar stjórna athöfnum þegn-
anna í stóru sem smáu. Samgönguráðherra
sneri sér að rútufyrirtækjum sem aka frá
Reykjavík að Jökulsárlóni og til baka á sama
degi. Formaður Framsóknar veit hvað er öðrum fyrir
bestu og sagði í viðtali „út í hött að bjóða ferðamönnum
upp á slíkar dagsferðir“.
Ekki nóg með það: „Þetta er bara bull, þetta þarf að
koma í veg fyrir, þessu þurfum við að stýra með ein-
hverjum hætti. Fólk verður bara að gista ef það ætlar
svona langt. Bílstjórinn getur ekki verið að keyra fimm til
sex hundruð kílómetra á þessum tíma og svo er þetta
bara galin upplifun fyrir fólkið.“ Það styttist greinilega í
að kynnt verði nýtt rútubílafyrirtæki, Framsóknarferðir.
VG, sem lét það verða sitt fyrsta verk að falla frá til-
lögum fyrri ríkisstjórnar um hækkun á kolefnisgjöldum
og dísilgjaldi, telur að betra sé að banna en að láta þá sem
menga borga. Á kynningarfundi margra ráð-
herra voru kynntar tillögur um að „nýskrán-
ingar dísil- og bensínbíla verði óheimilar eftir
árið 2030“. En eins og svo oft er skilin eftir
glufa fyrir vildarvini: „Bannið verður þó ekki
afdráttarlaust því skoða á möguleikann á und-
anþágum í sérstökum tilfellum.“ Það verður
bara allt bannað sem ekki er sérstaklega leyft.
Stærsta hlutverkið í farsa ríkisstjórn-
arinnar leikur heilbrigðisráðherrann sem
kemur í veg fyrir nýjar, einreknar læknastof-
ur. Ráðherrann átti setningu mánaðarins um
að það „hjálpaði ekki parkinsonsjúklingi á
Þórshöfn ef opnuð yrði ein stofa taugalæknis í
Reykjavík“.
Í Sjúkratryggingum Íslands starfar einn
samviskusamasti embættismaður þjóð-
arinnar, Steingrímur Ari Arason. Gefum hon-
um orðið um afstöðu ráðherrans: „Það er niðurstaða
[Sjúkratrygginga] að það að synja mönnum um aðild að
samningnum með þeim hætti sem gert er, standist ekki
samninginn.“ Hann heldur áfram: „Það er alveg ljóst að
við viljum að það sé staðið við gerða samninga, annars er
verið að grafa undan því fyrirkomulagi sem samnings-
gerð er og það að tryggja þjónustu sem þörf er fyrir með
samningum.“
Steingrímur Ari lætur af störfum eftir nokkrar vikur.
Fáránleikanum verður allt að vopni í þessum dapurlega
raunveruleikaþætti. Og sjálfstæðismenn láta sér vel líka.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Allt bannað sem ekki
er sérstaklega leyft
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
E
ins og allir aðrir í brans-
anum veltum við þessu
fyrir okkur. Meðan við
sjáum ekki útfærslu-
leiðirnar er hins vegar
voða erfitt að reikna þetta út,“ segir
Ragnheiður Tryggvadóttir, fram-
kvæmdastjóri Rithöfundasambands
Íslands.
Kurr er meðal rithöfunda eftir að
tilkynnt var að ríkisstjórnin hefði
lagt áform um afnám virðisauka-
skatts á bækur til hliðar. Þess í stað
hyggst Lilja Alfreðsdóttir mennta-
málaráðherra leggja fram frumvarp
á Alþingi í næstu viku sem felur í sér
að bókaútgefendur fái 25% af kostn-
aði við útgáfu bóka á íslensku endur-
greidd.
Styrkjum laumað til útgefenda
„Hér í húsi hugsum við mest um
hvernig eða hvort þetta kemur rit-
höfundum til góða. Við vitum ekki
hvað felst í „beinum kostnaði“ sem
talað er um. Er ekki beinasti kostn-
aðurinn sá sem fellur til þegar bókin
er sköpuð?“ spyr Ragnheiður.
Hún kveðst hafa óskað eftir nánari
upplýsingum um útfærslu þessarar
leiðar hjá ráðuneytinu en engin svör
hafi fengist. „Allur geirinn hefur
reynt að pína út upplýsingar en svör-
in eru á þá leið að það verði að bíða
eftir frumvarpinu.“
Einar Kárason rithöfundur var
harðorður í viðtali á Rás 2 í vikunni
og sagði þetta ein verstu ótíðindi sem
höfundar hefðu heyrt. Ólíklegt væri
að rithöfundar myndu njóta góðs af
þessum breytingum, nú „eigi að fara
að lauma einhvern veginn ofan í rass-
vasann á útgefendum einhverjum
styrkjum í staðinn, en höfundarnir
sitja eftir með sinn skarða hlut,“
sagði Einar.
Stjórnarfundur um helgina
Mál þessi hafa verið rædd í Face-
book-hópi félaga í Rithöfunda-
sambandinu. Þar lýsa rithöfundar
áhyggjum af því að umræddar
greiðslur verði háðar duttlungum
fjárveitingarvaldsins hverju sinni.
Ljóst sé að höfundar þurfi að krefj-
ast hærri prósentu í samningum sín-
um við útgefendur og þess að rithöf-
undalaun verði hækkuð. Þá koma
fram efasemdir um að þetta fyrir-
komulag muni lækka verð á bókum.
Vísað er til þess að Lilja mennta-
málaráðherra hafi lýst því yfir að
hún geri ráð fyrir verðlækkun á bók-
um í kjölfar þessa. Dagur Hjartarson
rithöfundur bendir á að verð á bók-
um muni ekki lækka nema forlögin
lækki heildsöluverð til bókabúða. Og
ef það gerist þá muni höfundarlaun
lækka í leiðinni því þau séu reiknuð
af umræddu heildsöluverði. Nið-
urfelling virðisaukaskatts hefði aftur
á móti lækkað verð á bókum án þess
að lækka heildsöluverð og því ekki
skert laun höfunda.
„Vissulega hafa rithöfundar
áhyggjur af stöðunni. Það má búast
við viðbrögðum héðan ef þessi stuðn-
ingur skilar sér á engan hátt til rit-
höfundanna,“ segir Ragnheiður.
Boðað hefur verið til stjórnarfundar í
Rithöfundasambandinu á sunnudag
vegna málsins. „Við ætlum að vera í
startholunum ef þess gerist þörf,“
segir Ragnheiður.
Leggja til „norsku leiðina“
Í umræðum rithöfunda hefur kom-
ið fram nokkur vilji til að fara
„norsku leiðina“ sem felur það í sér
að ríkið skuldbindi sig til að kaupa
ákveðið mörg eintök af hverri útgef-
inni bók sem svo sé dreift á bókasöfn
og skóla þar sem almenningur hafi
aðgang að þeim. Hildur Knútsdóttir
rithöfundur talar um þúsund eintök
af hverri bók í þessu samhengi og
myndi eflaust muna um minna fyrir
marga höfunda.
„Þessi hugmynd hefur verið nefnd
í tengslum við bókmenningarstefnu
Lilju. Þetta er mjög gagnsæ aðgerð
og allir græða á henni, söfnin fá bæk-
ur, það skapar aðgengi fyrir fólkið í
landinu og höfundarnir fá þá alla
vega laun fyrir þessi eintök. Það hef-
ur enginn ráðamaður stokkið á þessa
hugmynd og hefur hún þó verið
kynnt minnst þremur ráðherrum.
En Lilja hefur alla vega ekki ýtt
henni út af borðinu,“ segir Ragnheið-
ur.
Rithöfundar óttast
að þeir verði útundan
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Bækur Rithöfundar eru ósáttir við að virðisaukaskattur verði ekki afnum-
inn af bókum og telja að endurgreiðslur til útgefenda gagnist þeim einum.
Ragnheiður
Tryggvadóttir
Einar
Kárason