Morgunblaðið - 15.09.2018, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018
Kjartan Bergsteinssonloftskeytamaður á 80ára afmæli í dag. Hann
fæddist í Vestmannaeyjum og
ólst þar upp. Hann tók loft-
skeytapróf 1959 og seinna sím-
ritara- og yfirsímritarapróf
hjá Landsímanum.
„Ég vann á þremur strand-
stöðvum, í Vestmannaeyjum, í
Reykjavík og tvö ár á Seyð-
isfjarðarradio/TFY í kringum
1960-61. Það var mikil upp-
lifun að vera þar því þá var
allt gamla sæsíma-rit-
símakerfið ennþá í notkun.“
Kjartan var einnig loft-
skeytamaður í nærri áratug á
togurum og fraktskipum, bæði
íslenskum og erlendum. „Svo
vantaði mann í Vestmann-
eyjum eftir gosið en þá leist
fáum á að fara þangað en svo
fór að ég fór aftur til Eyja með
konu og börn árið 1974.“ Hann
vann þar við Vestmannaeyjaradio/TFV þar til allar strandstöðv-
arnar voru lagðar niður nema sú í Reykjavík árið 2005.
Kjartan kenndi einnig lengi í Stýrimannaskólanum í Vestmanna-
eyjum. „Það var til dæmis mikil vinna í kringum það þegar skipt var
um hið alþjóðlega fjarskiptakerfi og fjarskiptatæki í öllum skipum,
svokallað GMDSS, á heimsvísu rétt fyrir aldamótin síðustu. Þurftu
þá allir starfandi skipstjórar og stýrimenn að sitja í skóla í einar
tvær vikur að taka svo próf í hinu nýja kerfi og þetta tók ein tvö ár.
Var þetta kennt bæði í Eyjum og í Stýrimannaskólanum í Reykja-
vík.“
Eftir að Kjartan hætti að vinna hefur hann haft nóg að gera. „Mér
var hent inn í þennan tölvuheim 1996 og það hefur haldið í mér líf-
inu. Ég hef mest verið að grúska í ættfræði og skrifað hjá mér eitt og
annað, mest um mína ætt og fjölskyldu.“ Faðir Kjartans var úr Eyj-
um en móðir hans var fædd á Ísafirði, en faðir hennar var sænskur,
ættaður frá Vestur-Gautlandi í Svíþjóð.
Eiginkona Kjartans var Arndís Egilson, f. 1942, d. 2005, hún var
fiskvinnslukona meðan heilsan leyfði. Börn þeirra eru Arndís María,
Kjartan Þór og Kolbrún. Fyrir átti Arndís dæturnar Helenu og Val-
borgu og börn Kjartans af fyrra hjónabandi eru Kristín og Knútur.
Kjartan verður í faðmi fjölskyldunnar í dag.
Loftskeytamaður Kjartan Berg-
steinsson fæddist í Vestmannaeyjum.
Starfaði við þrjár
strandstöðvar
Kjartan Bergsteinsson er áttræður í dag
R
óbert Jón Jack fæddist á
Akureyri 15.9. 1948.
Fjölskyldan var þá bú-
sett úti í Grímsey þar
sem faðir Róberts var
sóknarprestur. Róbert var fjögurra
ára er hann missti móður sína. Hann
eignaðist þá stjúpmóður og skömmu
síðar flutti fjölskyldan til Kanada, þar
sem faðir hans þjónaði Árborg-
Riverton-prestakalli í Nýja-Íslandi í
Manitoba í tvö ár: „Faðir minn var
skoskur í báðar ættir. Hann kom
fyrst til Íslands sem knattspyrnu-
þjálfari á vegum Vals 1936 og aftur
1937 og ílengdist hér og þjálfaði fleiri
íslensk knattspyrnufélög. Hann hafði
lokið stúdentsprófi í Glasgow og BA-
prófi frá University í Glasgow, lauk
guðfræðiprófi frá HÍ 1944 og var síð-
an prestur hér á landi, m.a. á Tjörn á
Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu
þar sem hann varð prófastur Húna-
vatnsprófastsdæmis.“
Róbert var sjö ára er fjölskyldan
kom aftur heim til Íslands, ólst upp á
Tjörn, fékk sitt grunnskólanám hjá
farkennara í sveitinni á ýmsum bæj-
um, stundaði síðan gagnfræðanám á
Reykjaskóla í Hrútafirði og síðan á
Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Hann lærði
rafvirkjun hjá Bræðrunum Ormsson,
lauk sveinsprófi í rafvirkjun frá Iðn-
skólanum í Reykjavík og síðan raf-
virkjameistaranámi á Akranesi.
Róbert hefur lengst af starfað sem
rafvirkjameistari og byggingaverk-
taki. Hann hefur auk þess starfrækt
veitingastaðinn Geitafell á Vatnsnesi í
Vestur-Húnaþingi en hefur þó verið
búsettur í Reykjavík frá 18 ára aldri.
Róbert var einn af stofnendum
drúídareglunnar á Íslandi. Fjöl-
skyldan og þá einkum barnabörnin
eru og hafa alltaf verið helstu fé-
lagsstörf og áhugamál Róberts enda
hefur hann fengið æðstu viðurkenn-
ingar frá þeim fyrir framúrskarandi
og frábærlega vel unnin störf.
Róbert hefur einnig, eins og faðir
hans, haft óslökkvandi áhuga á fót-
Róbert Jón Jack rafvirkjameistari – 70 ára
Manchester United Róbert á leið á Old Traford með Patty Gerald og öðrum dyggum stuðningsmönnum.
Barnabörnin og knatt-
spyrna hans ær og kýr
Geitafell á Vatnsnesi Þar hafa þau hjónin rekið matsölu frá árinu 2000.
Vogar Guðjón Páll
Kvaran Guðjónsson
fæddist 26. september
2017 kl. 8.53. Hann vó
2.775 g og var 47 cm
langur. Foreldrar hans
eru Eva Rós Valdimars-
dóttir og Guðjón Páll
Kvaran.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is