Morgunblaðið - 15.09.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.09.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 112.800 kr. á mann í tvíbýli. Skoðunarferðir innifaldar! sp ör eh f. Fararstjóri: Aðalheiður Jónsdóttir Í Brussel og Brugge ríkir hátíðleg jólastemning á aðventunni. Báðar borgirnar eru með einstaklega huggulega jólamarkaði innan um virðulegar gamlar byggingar og hefur jólamarkaður Brussel verið tilnefndur sá frumlegasti í Evrópu. Þar sem landið er þekkt fyrir dásemdar súkkulaði, mikla matarmenningu og góðan bjór er ljóst að hér er margs að njóta. 22. - 25. nóvember Jólaferð til Brussel & Brugge Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@mbl.is „Það er sól úti, látum vera sól í hjarta okkar,“ sagði Guðjón Ólafur Jónsson, lögmaður Alberts Klahn Skaftasonar, við lok málflutnings síns í endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem tekin var fyrir í Hæstarétti gær og fyrradag. Þessi setning fangar ágætlega and- rúmsloftið í dómsalnum, en skynja mátti að flestir væru þangað komnir með von í brjósti; aðstandendur, lög- menn og aðrir. Von um réttlæti og bjartari tíð. Allir vilja það sama. Hreinsa nöfn þeirra einstaklinga sem sakfellir voru í máli þar sem áþreifanleg sönnunargögn voru ekki til staðar, pyntingar voru notaðar og játningar hafa verið metnar falskar og óáreiðanlegar. Stærsta og umtal- aðasta sakamáli Íslandssögunnar sem á sér enga hliðstæðu og hefur fylgt þjóðinni í 44 ár. Málið var dómtekið í gær, að lokn- um málflutningi Jóns Magnússonar, verjanda Tryggva Rúnars Leifsson- ar, og málflutningi Guðjóns Ólafs. Þrír verjendur fluttu mál sitt í fyrra- dag. Krafa allra er að skjólstæðingar þeirra verði sýknaðir. Það er reynd- ar einnig krafa ákæruvaldsins sem gerir málið sérstakt. Lögmenn Sæv- ars Ciesielski og Guðjóns Skarphéð- inssonar gera þó einnig kröfu um að skjólstæðingar þeirra verði lýstir saklausir. Jón Steinar Gunnlaugs- sonar, verjandi Kristjáns Viðars Júl- íussonar, sagði í andsvari sínu það ekki venju að dómstólar lýstu menn saklausa, en sagðist þó ekki andsnú- inn því að það yrði gert. Í sýknu fæl- ist alltaf yfirlýsing um sakleysi. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, sagði að þótt ekki væri venja að lýsa menn saklausa þá væri þetta mál allt öðruvísi en öll önnur mál sem flutt hefðu verið fyrir dóm- stólum fyrr og síðar. Menn hefðu verið pyntaðir og notaðar aðferðir sem þekkjast í verstu einræðisríkj- um til að ná fram niðurstöðu. Þrátt fyrir að lögmennirnir væru ekki sammála um þetta atriði var að öðru leyti mikill samhljómur með þeim. Allir telja þeir mikilvægt að mistök þau sem gerð voru við rannsókn málsins á sínum tíma og sakfelling í Hæstarétti verði leiðrétt. Það sé mikið velferðarmál fyrir réttarríkið á Íslandi og geti aukið virðingu fyrir dómstólum í landinu. Það verði að skilja við fortíð málsins. Verða að viðurkenna mistök „Dómstólar, eins og aðrir, verða að hafa hugrekki til að viðurkenna mistök. Nú er komið að þeirri stundu að hleypa sannleikanum inn,“ sagði Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar, í málflutningi sínum í gær Tryggvi Rúnar var dæmdur í 13 ára fangelsi í Hæstarétti árið 1980 fyrir að hafa banað Guðmundi Ein- arssyni í janúar 1974, í félagi við Kristján Viðar og Sævar Ciesielski. Tryggvi lést árið 2009. Jón sagði að við rannsókn málsins hefðu verið gerð ein mestu mistök sem hafa verið gerð við rannsókn sakamála hér á landi. Misþyrming- um og pyntingum hafi verið beitt en þær hafi ekki síst falist í löngu gæsluvarðhaldi og einangrun við ómannúðlegar aðstæður. Framburð- ur dómfelldu hafi þróast í takt við þær upplýsingar sem rannsakendur báru á milli þeirra og þannig hafi framburðinum verið stjórnað. Sagði Jón það eitt nægja til að ekki væri hægt að taka mark á játningunum. Sakfelling á grundvelli framburðar komi því ekki til greina. Albert Klahn var dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að hafa hjálp- að við að flytja lík Guðmundar Ein- arssonar og fyrir að hafa tálmað rannsókn málsins. Krefst Guðjón Ólafur þess að Albert verði sýknaður enda ljóst að meðákærðu séu sak- lausir af því að hafa banað Guð- mundi. Allir verjendur krefjast þess að skjólstæðingar þeirra verði sýknaðir Morgunblaðið/Hari Lög Oddgeir Einarsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Guðjón Ólafur Jónsson, Ragnar Aðalsteinsson og Jón Magnússon.  Málflutningi í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmáls lokið í Hæstarétti  Málið dómtekið Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við erum gríðarlega ánægð með þann árangur sem við náðum þarna,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu. Íslandsstofa stóð fyrir herferðinni „Team Iceland“ í aðdraganda HM í Rússlandi og meðan á mótinu stóð. Þetta markaðsverkefni var unnið í samvinnu við yfir fjörutíu íslensk fyrirtæki, stjórnvöld og KSÍ. Mark- miðið var að ná til fólks víðsvegar um heiminn, vekja áhuga á Íslandi og íslenskri þjóð og fá fólk til að sækja landið heim. „Myndböndin sem við gerðum hafa alls fengið yfir 13 milljónir áhorfa. Þá birtust 382 blaðagreinar erlendis þar sem Team Iceland og þessi herferð voru nefnd auk ann- arra greina. Við náðum líka í gegn- um þetta verkefni að safna 52 þús- und netföngum og það á sama tíma og ný persónuverndarlöggjöf var að ganga í gildi. Stærsta málið er auð- vitað að fá fólk til að bregðast við efninu og alls fengum við 177 þús- und viðbrögð. Ég held að það teljist gríðarlega gott að einhver fari í dag og skrái netfang sitt á vefsíðu svo við erum ánægð með þessi 52 þús- und. Við eigum nú lista með alls 100 þúsund netföngum og því fólki get- um við sent ítarlegri upplýsingar um það sem er að gerast á Íslandi,“ segir Inga. Ný herferð væntanleg Meðal þess sem fólst í herferðinni voru myndbönd með forsetahjón- unum Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid í fótbolta á Bessastöðum og þeim Önnu Svövu Knútsdóttur og Steinda jr. sem hvöttu þær þjóðir sem ekki komust á HM að styðja Ís- land. Þá var farið í sex ferðir með blaðamenn og áhrifavalda til Íslands sem skilaði umfjöllun í miðlum á borð við Guardian, Telegraph og Wired, að sögn Ingu. Þetta sam- starfsverkefni stendur út árið og svo verður tekin ákvörðun um fram- haldið. Hinn 25. september verður ný herferð kynnt. „Þetta verkefni var ákveðinn prófsteinn. Það gekk vel að fá alla til að vinna saman, koma öllum á sömu blaðsíðu, og við hlökkum til að halda þessu áfram,“ segir Inga Hlín. Áfram Ísland Forsetahjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson voru í Team Iceland í sumar. Myndband með þeim í fótbolta vakti mikla athygli. Yfir þrettán milljónir horft á myndböndin Kristín Anna, dóttir Tryggva Rún- ars Leifssonar, segist hafa upp- lifað blendnar tilfinningar þegar hún fylgdist með málflutningi í endurupptökumálinu fyrir Hæsta- rétti. Þar var hún ásamt móður sinni og ekkju Tryggva, Sjöfn Sig- urbjörnsdóttur, og syni sínum, Tryggva Rúnari Brynjarssyni. „Að einhverju leyti upplifði ég þetta sem einhvers konar serimóníu, eins og þetta sé hátíðleg athöfn til að binda utan um málið og klára það,“ segir Kristín. Dagbækur sem Tryggvi Rúnar hélt á meðan hann sat í gæslu- varðhaldi í Síðumúlafangelsinu eru meðal mikilvægra nýrra gagna í málinu. Þær komu fram á árinu 2011. Tryggvi og Sjöfn höfðu ákveðið að farga dagbókunum en þær sem varðveittust voru í fórum Kristínar Önnu. Það átti þátt í að hrinda atburðarásinni af stað. Athöfn til að klára málið FJÖLSKYLDA TRYGGVA RÚNARS FYLGDIST MEÐ Fjölskylda Tryggvi Rúnar Brynj- arsson, Kristín Anna Tryggvadóttir og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.