Morgunblaðið - 15.09.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 15.09.2018, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018 H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Lítið framleiðslufyrirtæki sem framleiðir sérhæfða vöru fyrir heimili og fyrirtæki. Velta um 40 mkr. nokkuð stöðug. Afkoma jöfn og góð. • Arðsamt fyrirtæki með langa reynslu sem flytur inn og selur véltæknibúnað aðallega tengdum sjávarútvegi, fiskeldi, en einnig öðrum iðnaði. Velta undanfarin ár hefur verið á bilinu 150-200 mkr. og EBITDA 25-40 mkr. • Rótgróið iðnfyrtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á vörum úr plasti. Ársvelta á bilinu 250-300 mkr. • Ein þekktasta hárvöruheildverslun landsins með mjög þekkt merki fyrir fagaðila. Góð velta og afkoma. • Fyrirtæki sem sérhæfir sig í greiðslulausnum á afmörkuðu en þekktu sviði leitar eftir auknu hlutafé. Spennandi fjárfestingakostur með miklum möguleikum á arðsemi, gangi áætlanir eftir. • Mjög gott fyrirtæki sem sérhæfir sig í lagningu á þakdúk sem það flytur sjálft inn. Veltan á bilinu 150-200 mkr. og afkoman mjög góð. Eigendur tilbúnir að vinna áfram eins og þörf krefur. • Bakarí með nokkra útsölustaði á höfuðborgarsvæðinu. Gefur ýmsa möguleika til þróunar. • Þekkt herrafataverslun með góð merki. Veltan hefur verið stöðug undanfarin ár og afkoma ágæt. Veltan árið 2017 var um 90 mkr. og EBITDA mjög góð eða um 20 mkr. Félagið er skuldlétt. • Einn vinsælasti og þekktasti veitingastaður landsins sem staðsettur er í miðbæ Reykjavíkur. Mikill og vaxandi hagnaður. Langur leigusamningur. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is Bernhard - Honda á Íslandi Vatnagörðum 24 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.honda.is Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800 • Bílver, Akranesi, sími 431 1985 Höldur, Akureyri, sími 461 6020 • Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535 VERÐ KR. 1.690.000 4X4 • AFLSTÝRI • DCT SJÁLFSKIPT SJÁLFSTÆÐ FJÖÐRUN • VATNSKÆLT TRX420FA6 Íslenskt hugvit var meðal þess sem forsetar Rússlands og Kína, þeir Vladimir Pútín og Xi Jinping, skoðuðu á mikilli viðskipta- ráðstefnu og sýningu í Vladivostok í Rússlandi í vikunni. Þeim var meðal annars boðið að skoða líkan af stóru krabbaveiðiskipi frá Nautic og uppsjávarverksmiðju frá Skaganum 3X, Frost og Raf- eyri. Fyrirtækin vinna m.a. náið með Knarr Maritime í Rússlandi. Ráðstefnan sem um ræðir (Eastern Economic Forum) hefur ver- ið haldin árlega í september frá 2015 í háskólanum í Vladivostok í Austur-Rússlandi. Tilgangurinn er m.a. að hvetja til erlendra fjár- festinga í Austur-Rússlandi. Fyrir rúmum tveimur mánuðum skrifaði Nautic Rus í Rússlandi undir samning um hönnun á nokkrum krabbaveiðiskipum fyrir fyrirtækið Primcrab Ltd. Fram hefur komið í Morgunblaðinu að fyrirtækið er nú í öðru kvótaferli af þremur, en hönnunarsamning- urinn er fyrsta skrefið áður en farið verður af stað í kvótaút- hlutun. Þegar úthlutunin liggur fyrir kemur í ljós hversu mörg skipin verða, að sögn Alfreðs Tulinius, stjórnarformanns Nautic- fyrirtækjanna. Um nýja hönnun á krabbaveiðiskipi er að ræða, en skipin verða 64 metra löng og 14 metra breið. Þau verða lokuð, sérstaklega styrkt og með stóru stefni. Hægt verður að taka krabbagildrurnar upp í gegnum skipið og á hefðbundinn hátt. Skaginn 3X, Frost og Rafeyri hafa samið um tvær stórar upp- sjávarverksmiðjur í Shikotan og Petropavlosk í Austur-Rússlandi. Uppsetning verksmiðjunnar í Shikotan hófst fyrr í sumar og hafa íslenskir starfsmenn verið þar síðustu vikur. aij@mbl.is Tölvumynd/Nautic Krabbaveiðar Nautic-fyrirtækin vinna að hönnun á fullkomnu 64 metra löngu skipi fyrir fyrirtæki í Rússlandi. Forsetarnir skoðuðu tækni frá Íslandi AFP Forsetar Vladimir Pútín og Xi Jinping skoðuðu tækni frá Íslandi í Vladivostok. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík (UMFR), sem verið hefur til húsa í Ráðhúsi Reykjavíkur frá ársbyrjun 2017, verður lögð niður í núverandi mynd frá og með 28. októ- ber nk. Í staðinn verður einungis lögð áhersla á upplýsingamiðlun á rafrænu formi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Hvað vinna margir við upplýs- ingamiðstöðina og fær þetta fólk önnur störf hjá borginni? Því svarar Arna Schram, sviðs- stjóri menningar- og ferðamálasviðs. „Hjá UMFR vinna nú samtals fimm manns í fjórum stöðugildum, auk sumarstarfsmanna, en þau síðar- nefndu fá eðli máls samkvæmt ekki störf áfram. Þrír starfsmenn í tveim- ur stöðugildum fá, vegna þessara breytinga, ekki framlengingu á ráðningarsamningi. Við hjá menn- ingar- og ferðamálasviði höfum að- stoðað þau sem óskað hafa eftir því að finna önnur störf hjá borginni eða mælt með þeim í sambærileg störf annars staðar. Auk starfsmanna- kostnaðar sparast útgjöld við þætti á borð við öryggisgæslu, þrif og við- hald.“ Mun afgreiðslutími Ráðhússins breytast við þetta? Nú er opið alla daga kl. 8-20. „Já, afgreiðslutíminn mun vænt- anlega styttast, að minnsta kosti fyrst um sinn, en ýmsar hugmyndir eru um það á vettvangi borgarráðs hvernig efla megi og nýta anddyri Ráðhússins í þjónustu við borgar- búa. Verði slíkar hugmyndir sam- þykktar er viðbúið að vinna við út- færslu á þeim hugmyndum hefjist fljótlega og afgreiðslutími Ráðhúss- ins stilltur af í samræmi við þá nið- urstöðu sem þar fæst,“ segir Arna. Fram kemur í tilkynningunni frá borginni að með því að leggja upp- lýsingamiðstöðina niður í núverandi mynd sé verið að bregðast við gjör- breyttu umhverfi frá því hún var sett á laggirnar árið 1987. Ýmsir að- ilar í ferðaþjónustu sinni nú al- mennri upplýsingagjöf og bókunar- þjónustu, ólíkt því sem áður var, auk þess sem miðlun upplýsinga og þjón- usta sé í auknum mæli að færast á netið. Þrír missa vinnuna vegna breytinganna Ljósmynd/BEB Ráðhúsið Upplýsingamiðstöð ferðamanna hefur verið þarna síðan í janúar 2017. Miðstöðin hafði verið starfrækt í Aðalstræti 2 allt frá árinu 2002. FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.