Morgunblaðið - 18.09.2018, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 8. S E P T E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 219. tölublað 106. árgangur
REYNSLU-
AKSTUR HEIMA
OG ERLENDIS
DRAGA
BORGINA
AÐ LANDI
HELENA SYNGUR
Í FYRSTA SINN Á
TÍBRÁRTÓNLEIKUM
ILLGRESI 12 SALURINN 30BÍLAR 16 SÍÐUR
Alls störfuðu 3.216 manns í Gömlu
höfninni í Reykjavík í sumar. Þetta
er niðurstaða reglulegrar könn-
unar á vegum Faxaflóahafna og
sýnir hún mikinn uppgang á hafn-
arsvæðinu. Starfsmönnum hafði
fjölgað um 59% frá samskonar
könnun árið 2013. Flestir þeirra
starfa við fiskvinnslu og útgerð eða
iðnað. Flest fyrirtæki í Gömlu höfn-
inni starfa hins vegar á sviði þjón-
ustu og ferðaþjónustu.
Forvarsmenn 201 fyrirtækis á
svæðinu svöruðu spurningum í
könnuninni. Mikillar óánægju með
umferð á svæðinu gætti í svörunum
og þykir mörgum hætta stafa af
umferðinni. »14
Starfsfólki fjölgað
um 59% á 5 árum
Morgunblaðið/Eggert
Grandagarður Fyrirtækjum í verslun og
þjónustu hefur fjölgað hratt síðustu ár.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Formaður stjórnar Orkuveitu
Reykjavíkur (OR) hefur óskað eftir
því við innri endurskoðun Reykja-
víkurborgar að gerð verði úttekt á
vinnustaðamenningu og tilteknum
starfsmannamálum hjá samstæð-
unni. Beðið var um rannsóknina án
samráðs við fulltrúa minnihlutans en
Hildur Björnsdóttir, fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, telur betra að fá
hlutlausan utanaðkomandi aðila til
verksins. Borgarráðsfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins hafa óskað eftir því
að fá upplýsingar um það hvaða upp-
lýsingar hafi borist borgarstjóra.
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti
sjálfstæðismanna, segir að upplýs-
ingar hafi borist um starfsmenn
Orkuveitunnar sem hafi leitað til
borgarstjóra vegna þess að þeir hafi
talið á sér brotið. Því hafi verið ósk-
að eftir upplýsingum um þessi sam-
skipti og hvernig brugðist hafi verið
við. Vonast hann til að fá upplýs-
ingar á borgarráðsfundi á fimmtu-
dag.
Stjórn Orku náttúrunnar, dóttur-
félags OR, ákvað á miðvikudag að
segja Bjarna Má Júlíussyni, fram-
kvæmdastjóra félagsins, upp störf-
um vegna óviðeigandi framkomu
gagnvart starfsfólki. Daginn eftir
var Þórður Ásmundsson ráðinn
tímabundið. Seint á föstudag fékk
Orkuveitan upplýsingar um málefni
tengd Þórði. Hann var þá sendur í
leyfi og gegndi því framkvæmda-
stjórastarfinu aðeins í einn sólar-
hring. Fréttastofa Ríkisútvarpsins
greindi frá því í gærkvöldi að Þórður
hefði verið sakaður um alvarleg kyn-
ferðisbrot. Það fékkst ekki staðfest
hjá Orkuveitunni. Samkvæmt upp-
lýsingum OR liggja ekki fyrir neinar
kvartanir frá samstarfsfólki. Þórður
er í leyfi og ákvörðun hefur ekki ver-
ið tekin um framhaldið.
Þá upplýsti Ingvar Stefánsson,
framkvæmdastjóri fjármála OR, að
hann hefði verið áminntur formlega
vegna óviðeigandi kynferðislegrar
áreitni á árshátíð fyrirtækisins fyrir
þremur árum.
Undirbúningur úttektar hafinn
Brynhildur Davíðsdóttir, formað-
ur stjórnar OR, tilkynnti í gærkvöldi
að undirbúningur að rannsókn innri
endurskoðunar Reykjavíkurborgar
á umræddum málefnum OR væri
þegar hafinn. Bjarni Bjarnason, for-
stjóri OR, hafði skömmu áður til-
kynnt að hann hefði óskað eftir því
að stíga tímabundið til hliðar sem
forstjóri á meðan úttektin færi fram.
Við þá skoðun mættu hans ákvarð-
anir ekki vera undanskildar. Ósk
Bjarna verður tekin fyrir á stjórn-
arfundi á morgun.
Hildur Björnsdóttir sagði að með
fullri virðingu fyrir innri endurskoð-
un borgarinnar gætu orðið hags-
munaárekstrar vegna þess að
Reykjavíkurborg á meirihlutann í
Orkuveitunni. Þess vegna væri
betra að fá utanaðkomandi aðila.
Úttekt á málum Orkuveitu
Forstjóri óskar að stíga tímabundið til hliðar Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill
rannsókn utanaðkomandi aðila Beðið um upplýsingar um samskipti við borgarstjóra
Bjarni
Bjarnason
Þórður
Ásmundsson
Breiðablik varð í gærkvöld Íslandsmeistari
kvenna í knattspyrnu í sautjánda skipti með
því að sigra Selfoss 3:1 í næstsíðustu umferð
Pepsi-deildar kvenna á Kópavogsvelli. Blik-
ar eru með fimm stiga forskot á meistaralið
síðasta árs, Þór/KA, fyrir síðustu umferð-
ina. Árangur Kópavogsliðsins er sannarlega
glæsilegur á þessu ári því liðið varð einnig
gær því Þór/KA endar í öðru sæti og
Stjarnan í þriðja sæti en það kemur í hlut
Grindvíkinga að falla úr deildinni ásamt
FH. » Íþróttir
bikarmeistari fyrir mánuði en útlitið var
ekki sérstaklega bjart eftir að Blikar misstu
marga öfluga leikmenn eftir síðasta tímabil.
Úrslitin í deildinni réðust að öllu leyti í
Morgunblaðið/Hari
Sautjándi titillinn og Breiðablik er tvöfaldur meistari árið 2018