Morgunblaðið - 18.09.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2018
Þór Steinarsson
thor@mbl.is
Hjalti Andrason, fræðslustjóri
rekstrarsviðs Matvælastofnunar,
vísar því á bug að stofnunin sé að
reyna að skorast undan því að greiða
skaðabætur til fyrirtækisins Kræs-
inga (áður Gæðakokka) með því að
fara fram á yfirmat dómkvaddra
matsmanna.
Matvælastofnun var dæmd til að
greiða Kræsingum skaðabætur
vegna tilkynningar sem birtist á
heimasíðu stofnunarinnar árið 2013.
Dómkvaddur matsmaður metur
tjónið á 200 milljónir króna.
Málið hófst árið 2013
Málið má rekja til þess að í febr-
úar 2013 lét Matvælastofnun rann-
saka nokkrar vörur frá mismunandi
framleiðendum með það fyrir augum
að athuga hvort hrossakjöti hefði
verið blandað saman við annað kjöt.
Rannsóknin leiddi í ljós að innihald í
tveimur afurðum hjá Gæðakokkum
var ekki í samræmi við innihaldslýs-
ingu. Stofnunin birti í kjölfarið til-
kynningu á heimasíðu sinni þar sem
lögð var áhersla á að ekkert kjöt
hefði verið í „Nautaböku“ frá Gæða-
kokkum.
Morgunblaðið greindi frá því í
gær að Matvælastofnun neitaði að
greiða skaðabætur til Kræsinga
þrátt fyrir að skaðabótaskylda hefði
verið staðfest af dómstólum og að
þrátt fyrir að dómkvaddur mats-
maður hefði lagt mat á tjónið. Í
þeirri frétt var haft eftir Magnúsi
Nielssyni, eiganda Kræsinga, að
hann væri viðbúinn því að ríkið
myndi halda áfram að neita að
greiða. „Þeir fara alla leið í þeirri
von að ég gefist upp,“ var meðal ann-
ars haft eftir honum.
Nýta lagalegan rétt sinn
„Við gerum athugasemd við fyr-
irsögnina um að við neitum að greiða
skaðabætur. Það er ekki staða máls-
ins,“ segir Hjalti í samtali við Morg-
unblaðið.
Hjalti segir að með því að óska
eftir yfirmati sé stofnunin að nýta
sinn lagalega rétt til þess að fá ann-
að mat á upphæð tjónsins.
„Lögmaður okkar gerir athuga-
semdir við matsgerðina sem liggur
fyrir og við erum þá búnir að nýta
okkar rétt til þess að fá yfirmat
tveggja dómkvaddra matsmanna.
Það er staða málsins,“ útskýrir
Hjalti sem vildi ekki tjá sig efnislega
um þær athugasemdir sem lögmað-
ur Matvælastofnunar gerði við mat-
ið en staðfesti þó að upphæðin, 200
milljónir króna, væri þar á meðal.
Morgunblaðið leitaði viðbragða
frá Viktori S. Pálssyni, lögfræðingi
og forstöðumanni samhæfingarsviðs
Matvælastofnunar. „Við höfum ósk-
að eftir yfirmati, þetta er hefðbundið
ferli,“ sagði hann en vildi ekki tjá sig
frekar á meðan málið væri enn til
meðferðar hjá dómstólum.
Viktor vildi að sama skapi ekki tjá
sig um hver raunveruleg upphæð
tjónsins væri að mati sérfræðinga
sem fara með málið fyrir hönd Mat-
vælastofnunar.
Hann tók þó fram að upphaflega
hefði endurskoðunarfyrirtæki metið
tjón Kræsinga á 100 milljónir en
Matvælastofnun hefði hafnað þeirri
kröfu.
Það má því leiða líkur að því að
Matvælastofnun telji raunverulegt
tjón vera undir 100 milljónum króna.
Mast greiðir
skaðabætur
Telja tjónið ekki vera 200 milljónir
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skaðabótaskylda Matvælastofnun vill yfirmat á raunverulegt tjón.
Þór Steinarsson
thor@mbl.is
„Þetta er framsækið og þetta er líka
sáttatillaga,“ segir Eyþór Arnalds,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í
samtali við Morgunblaðið um tillögu
sem hann hyggst leggja fram á fundi
borgarstjórnar Reykjavíkur í dag.
Tillagan snýst um staðarval fyrir
nýja sjúkrahúsbyggingu í Reykja-
vík.
Eyþór leggur til að Reykjavíkur-
borg hafi frumkvæði að því að velja
heppilegan stað fyrir uppbyggingu á
öðru sjúkrahúsi í borginni með tilliti
til samgangna, íbúa- og atvinnuþró-
unar og öryggismála. Starfshópur
yrði skipaður undir forystu Reykja-
víkurborgar með það í huga að nið-
urstaða gæti legið fyrir um mitt ár
2019.
Hildur Björnsdóttir, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun á
sama fundi leggja fram tillögu um
fjárframlög til grunnskóla. Tillaga
Hildar gengur út á að Reykjavíkur-
borg greiði sömu fjárhæð með
hverju grunnskólabarni inn í skóla-
kerfið óháð rekstrarformi skólanna.
Þannig myndu öll börn hafa jöfn
tækifæri til að sækja ólíka skóla
borgarinnar óháð efnahag foreldra
þeirra. Yrði tillagan samþykkt
mættu einkareknir skólar ekki inn-
heimta skólagjöld.
Hildur bendir á að fyrirkomulagið
hafi reynst vel í Garðabæ og erlendis
og er því bjartsýn á að tillagan verði
samþykkt.
„Hugmyndin stuðlar að jöfnum
tækifærum fyrir börn í borginni. Í
mínum huga ætti það að vera þver-
pólitískt mál. Viðreisn hefur sömu-
leiðis talað mikið fyrir auknum
stuðningi við sjálfstæða skóla,“ segir
Hildur í samtali við Morgunblaðið.
Eyþór með framsækna sáttatillögu
Óskar eftir þverpólitísku samstarfi um sjúkrahús Hildur vill jöfn tækifæri barna óháð efnahag
Hildur
Björnsdóttir
Eyþór
Arnalds
Allt um sjávarútveg