Morgunblaðið - 18.09.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 18.09.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2018 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Þeim sem starfa í Gömlu höfninni í Reykjavík hefur fjölgað mjög á síð- ustu árum og virðist vera mikill uppgangur á hafnarsvæðinu. Í svörum frá stærstum hluta fyrir- tækja þar kemur fram að í sumar störfuðu 3.216 starfsmenn í fullu starfi á hafnarsvæðinu og hafði fjölgað um 59% frá könnun sem gerð var 2013. Kynjahlutfall var einnig kannað og reyndust konur vera tæpur þriðjungur vinnuaflsins, eða 1.163 starfsmenn af þeim 3.216 sem eru í fullu starfi. Í sumar var í sjötta sinn gerð könnun á atvinnustarfsemi í Gömlu höfninni á vegum Faxaflóahafna og var Árni Steinn Viggósson í for- svari fyrir verkefnið. Alls tóku for- svarsmenn 201 fyrirtækis þátt í henni með því að svara stöðluðum spurningum. Ekki fengust svör frá 31 fyrirtæki og var þar bæði um að ræða einyrkja og stærri fyrirtæki. Frá könnun sem gerð var 2013 hef- ur fyrirtækjum sem tóku þátt fjölg- að um átta. 1.547 eru í hlutastörfum Verktakar og starfsmenn í óreglulegum hlutastörfum eru ekki taldir með í könnuninni, en þeir síðarnefndu eru 1.547 starfsmenn til viðbótar. Sjómenn sem róa hjá fyrirtækjum í Gömlu höfninni voru ekki teknir með í þessum taln- ingum, hvorki sem starfsmenn í fullu starfi né árstíðatengdir starfs- menn. Leiðsögumenn ferðaþjónustufyr- irtækja eru hins vegar teknir með og segir í skýrslunni að það sé vegna þess að leiðsögumenn koma að minnsta kosti daglega við á hafnarsvæðinu, en sjómenn eru margir hverjir marga daga í burtu. Spurningunni var ætlað að varpa ljósi á umferð og umgengni á hafn- arsvæðinu svo áðurnefndar síur þóttu viðeigandi. Í fiskvinnslu og útgerð voru 16 fyrirtæki og er fjöldi hafsækinna fyrirtækja óbreyttur frá könn- uninni fyrir fimm árum. Tekið er fram að flokkurinn fiskvinnsla og útgerð heldur ekki utan um öll fyr- irtæki sem tengjast hafsækinni starfsemi. Þannig eru sala og út- flutningur á fiski sett í flokkinn heild- og umboðssala og tækni- lausnir eru settar í flokkinn tækni og hugverk. Hlutdeild hafsækinna fyrirtækja hefur farið minnkandi frá því að kannanir hófust 1994. Með grein- ingu er áætlað að hægja taki á samdrættinum. Flestir í fiskvinnslu, útgerð og iðngreinum Þær atvinnugreinar sem eru með flesta starfsmenn eru fiskvinnsla og útgerð og iðnaður með 647 og 637 starfsmenn hvor. Samtals vinna í þessum atvinnugreinum 1.284 starfsmenn í 33 fyrirtækjum. Þennan mikla starfsmannafjölda í þessum tveimur greinum má eink- um rekja til fyrirtækja eins og HB Granda, Lýsis og Brims. Flest fyrirtækin í Gömlu höfninni störfuðu hins vegar á sviði þjón- ustu, eða 49 talsins, og fyrirtæki í ferðaþjónustu eru 23. Síðarnefndi flokkurinn var ekki mældur sér- staklega fyrir fimm árum, heldur var hann undir þjónustu og samtals eru þessir tveir flokkar lítt breytt- ir. Í flokkinn smásala og veitingar hefur bæst við jafnt og þétt síðan 1998, og fjölgaði fyrirtækjum um 30,0% í þeim flokki frá síðustu könnun, en veitingastöðum á svæð- inu hefur fjölgað. Árið 2013 þótti álitamál hvort tónlistarhúsið Harpa ætti erindi í könnunina en ákveðið var að taka það með vegna stað- setningar þess við höfnina. Mikill uppgangur í Gömlu höfninni  Á síðustu fimm árum hefur starfsmönnum fjölgað um 59%  Fleiri fyrirtæki í verslun og þjónustu Tölvumynd/Yrki arkitektar Ægisgarður Fyrirhugað er að reisa sex ný söluhús á Ægisgarði og fjarlægja önnur tíu sem þar eru fyrir. Húsin verða ein- föld timburhús í jarðlitum, en burðarvirki úr stáli. Miðað er við að þeir aðilar sem nú eru með hafsækna starfsemi á svæð- inu fái pláss í nýju húsunum, en möguleiki er á fleiri húsum eftir því sem deiliskipulag leyfir og fleiri aðilar hefja rekstur í hafsækinni ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði boðið út um næstu helgi, framkvæmdir hefjist í desember og ljúki í apríl, en það er háð þeim tilboðum sem berast. Kostnaður við húsin og umhverfi húsanna verður væntanlega á bilinu 200 - 300 milljónir en gert er ráð fyrir að ganga frá svæðinu frá gatnamótum Mýrargötu niður að Ægisgarði. Fyrirtæki í Gömlu höfninni 50 40 30 20 10 0 Fisk- vinnsla og útgerð Iðnaður Tækni og hugverk Þjónusta Ferða- þjónusta Smásala og veitingar Heild- og umboðs- sala Geymslur Annað 16 16 9 49 23 42 15 30 1 Heimild: Faxaflóahafnir Í síðustu könnunum um atvinnu- starfsemi í Gömlu höfninni hafa for- svarsmenn fyrirtækja verið spurðir um umferðarmál og var það einnig gert núna. Sérstaklega var spurt um Örfirisey og 28 fannst umferðin þar vera í lagi af þeim 146 sem höfðu skoðun á málinu. Óánægjan hefur vaxið verulega frá síðustu könnun þegar 76 fannst hún í lagi. Flestir voru þeirrar skoðunar að umferðin væri of hröð og mikil og mikið bar á kvörtunum vegna olíutankanna og olíubíla. Einstefnugötur voru títt nefndar sem lausn. Sem dæmi um svör má nefna eftir- farandi: „Það hefur þrengt að umferð á Grandagarðinum með vaxandi þjónustustarfsemi þar og umferð á Fiskislóð hefur að sama skapi aukist mikið. Aðstaða fyrir gangandi veg- farendur gæti verið mun betri, eink- um við Fiskislóð í kringum verslanir þar. Það hefur þó mun meiri áhrif fyrir okkur að tvær aðalæðarnar að svæðinu, þ.e. Sæbraut og Mikla- braut, eru mikið til stíflaðar á ákveðnum tímum dags, sem er mikil breyting frá því sem áður var. Það er í raun mikilvæg forsenda fyrir okkar starfsemi að félagar komist greiðlega í útköll frá öðrum hlutum borg- arinnar.“ Hættulegt að keyra þarna „Höfnin var einu sinni höfn, nú er þetta orðið allt annað. Orðið hættu- legt að keyra þarna. Svo eru olíubíl- arnir á fullu að keyra þarna í gegn. Þetta finnst mér bara vera klikkun. Það er bara beðið eftir stóra slys- inu …“ segir í öðru svari. Mikil óánægja kom fram vegna umferðartenginga að Gömlu höfninni um Geirsgötu og Mýrargötu. Fjöldi viðmælenda sem þótti aðstæður vera í lagi var nú aðeins 15 af þeim 127 sem höfðu skoðun á málinu eða 11,81%. Það er mikil lækkun frá síð- ustu könnun er 48,82% voru jákvæð, að því er fram kemur í skýrslunni. Mikil breyting hefur átt sér stað við Gömlu höfnina, bæði hvað varðar skipulagsmál og atvinnustarfsemi, síðastliðin 10 ár. Því var spurt hvað fyrirtækjunum þætti um uppbygg- inguna og var meirihlutinn ánægður með þróunina. Þau sjónarmið komu þó fram að atvinnurekendum finnst þrengt að sér með tilkomu ferða- manna og aukinnar umgengni. Einn- ig að uppbyggingin væri einsleit, þ.e. of margir veitingastaðir. Megn og vaxandi óánægja með umferðina  „Höfnin var einu sinni höfn“  „Beðið eftir stóra slysinu“ Morgunblaðið/Eggert Breyting Hafnarsvæðið hefur breytt um svip og á Grandagarði er iðandi mannlíf og verslanir af ýmsum toga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.