Morgunblaðið - 18.09.2018, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2018
✝ Tómas Sæ-mundsson
fæddist í Hvera-
gerði 15. apríl
1936. Hann lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 12. september
2018.
Foreldrar hans
voru Sæmundur
Þorláksson, f. 15.9.
1903, d. 14.12.
1985, frá Hrauni í
Ölfusi, fyrrverandi formaður í
Þorlákshöfn, síðar garðyrkju-
bóndi á Eyrarbakka, og Magnea
Svava Jónsdóttir, f. 22.11. 1910,
d. 20.7. 1965. Bræður: Ólafur, f.
9.1. 1938, og Guðmundur, f.
13.9. 1943.
Tómas kvæntist Írisi Björns-
dóttur, f. 10.3. 1937, d. 18.8.
2000. Synir þeirra eru: 1) Svav-
ar Sæmundur, f. 5.6. 1959, d.
13.4. 2014. Kvæntist Rannveigu
Raymondsdóttur, f. 1.2. 1958.
Börn þeirra eru a) Anna Hlíf, f.
10.8. 1981, maki Októ Þor-
grímsson, f. 27.12. 1972, börn
þeirra eru Alexandra Eik, f.
20.9. 2001, Aron Örn, f. 13.3.
2007, Emilíana Sara, f. 6.4. 2011.
vertíða á Faxa var hann á togar-
anum Hallveigu Fróðadóttur
RE. Í janúar 1956 fór hann
ásamt Herði Jónssyni vini sínum
til Vestmannaeyja þar sem þeir
voru hásetar á vélbátnum Jötni
með Oddi Sigurðssyni frá Skuld.
Sumarið 1956 var hann á togar-
anum Geir. Útskrifaðist 1957 úr
Stýrimannaskólanum. Stýri-
maður á Hrafnkatli NK um sum-
arið. Um haustið var hann stýri-
maður á Þormóði goða.
Stýrimaður á Ársæli Sigurðs-
syni HF með frænda sínum Sæ-
mundi Sigurðssyni, 1958-1959.
Um haustið 1959 byrjaði skip-
stjóraferill hans á Auði RE sem
er 100 tonna Svíþjóðarbátur,
var þar eitt ár. Fór þaðan á Þor-
móð goða sem stýrimaður og
tók við Aldísinni RE um áramót-
in sem skipstjóri, var með hana
á netum og færum 1961-1962.
Vertíðina 1963 var hann með
Sædísi RE á netum og humri,
sneri sér svo að sinni eigin út-
gerð þegar hann keypti Ingjald
SH um haustið (Hafnarberg RE
404). Í kringum 1970 keypti
hann Jón Gunnlaugs (Hafn-
arberg RE 404) og gerði út frá
Sandgerði á netum og humri.
Árið 2000 keypti hann Sæfara
ÁR (Hafnarberg RE 404) og
lauk útgerðarferli sínum 2006.
Útför Tómasar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 18. septem-
ber 2018, klukkan 13.
b) Tómas Örn, f.
18.2. 1987. Sam-
býliskona Krist-
björg Jónasdóttir,
f. 2.6. 1992. Barn
þeirra Júlíana Ösp,
f. 22.10. 2017. c) Ás-
laug Svava, f. 4.4.
1989. Maki Sig-
urður Svansson, f.
4.7. 1987. Börn
þeirra eru Magnea
Svava, f. 21.5. 2014,
Alma Dögg, f. 27.11. 2017. 2)
Magnús Örn, f. 16.7. 1966. Fyrr-
verandi sambýliskona hans er
Anna Rakel Sigurðardóttir, f.
17.2. 1967. Barn þeirra er Íris
Mist, f. 2.1. 1987. 3) Einar Björn,
f. 1.5. 1970. Barnsmóðir Mar-
grét Halldórsdóttir, f. 3.4. 1974.
Dóttir þeirra er Margrét Þor-
björg, f. 10.8. 2002.
Tómas ólst upp á Eyrar-
bakka, var í sveit á Hrauni hjá
ömmu sinni og föðurbræðrum,
gekk í barnaskólann á Eyrar-
bakka. Fór fjórtán ára á lúðulóð
með Jónsa gamla Helga á Pipp.
Árið 1952 réði hann sig á Faxa
með Jóa Vilbergs á línu og net,
var þar fjórar vertíðir, á milli
Elsku tengdapabbi er látinn.
Ég kynntist Tomma fyrir 34 ár-
um þegar við Svavar sonur hans
byrjuðum saman. Það fyrsta sem
ég kynntist af Tomma var þegar
við vorum úti í Skerjó og Tommi
var að koma heim af sjónum og er
hann sá mig sagði hann: „Hva, á
maður að heilsa þessu?“ og ég
varð ansi hissa á móttökunum.
Tommi gat verið mjög grófur í
tali, en meiningin á bak við orðin
var ekki alltaf rétt. Það kom fljótt
í ljós að hann var gæðasál og vildi
manni allt það besta.
Svo var yndislegt að sjá hann
með öll barnabörnin, hann tók
alltaf vel á móti þeim og knúsaði
þau í bak og fyrir. Eins og fyrst
þegar Anna Hlíf kom inn í líf hans
þá urðu allir svo hissa að þessi
grófi maður var farinn að skríða á
eftir henni um öll gólf.
Alltaf þegar við komum í heim-
sókn út í Skerjó var hann mjög
glaður að sjá okkur og vildi helst
að við værum sem lengst og
spurði alltaf: „Ætlið þið ekki að
borða með okkur?“ Íris tengda-
mamma þurfti alltaf að finna eitt-
hvað til að setja í pottinn. Það var
alltaf fjör í Skerjó og mikið hlegið
við matarborðið. Allt mikið
matarfólk.
Árið 1997 keyptu Tommi og Ír-
is Keisbakka og voru það mikil
gæðaár sem við áttum saman þar.
Það var nánast farið hverja ein-
ustu helgi fyrstu árin. Það var
alltaf nóg um að vera og krakk-
arnir höfðu endalaust eitthvað að
gera. Það var líka mjög gaman að
fylgjast með Tomma þegar roll-
urnar komu í túnið, en þá varð
allt vitlaust. Allir áttu að hlaupa
út og reka þær af túninu hans.
Hann stökk á sexhjólið sitt og
krakkarnir hlupu þar á eftir og
ráku þær af túninu með miklum
hamagangi og öskrum, að þessu
var mikið hlegið. Það var sko allt-
af mikið líf og fjör uppi á Keis og
var Tommi kallaður Keisbakka-
kóngurinn og stóð vel undir nafni.
Hann missti mikið þegar Íris
tengdamamma dó árið 2000, að-
eins 63 ára að aldri. Eftir það
reyndum við Svavar að vera sér-
staklega dugleg að bjóða honum í
mat og var hann alltaf fljótur að
þakka fyrir gott boð og stundum
var hann meira að segja sjálfur
búinn að setja eitthvað í pott en
þá sagði hann bara: „Ég slekk
bara undir og kem!“
Tommi kom alltaf til okkar á
aðfangadagskvöld í yfir 20 ár, og
það var yndislegt að hafa hann.
Það var sérstaklega skemmtilegt
þegar við tókum í spil og gamli
gat aldrei farið eftir leikreglum.
Mjög fyndið þegar við vorum í
spilinu Alias þar sem maður átti
að lýsa einhverju orði en ekki að
leika það, en þá gerði Tommi allt-
af hvort tveggja; gleymdi sér allt-
af, og það var mikið hlegið að
honum.
Eftir að hann fékk heilablóð-
fall og lenti á spítala og síðan inni
á hjúkrunardeild reyndi ég að
fara einu sinni í viku til hans með
pönnukökur og gerði það ómælda
lukku. Hann sagði alltaf að
pönnukökurnar væru það eina
góða og varð alltaf jafn ánægður.
Það var líka yndislegt hvernig
hann tók alltaf á móti mér: „Hæ
elskan, ertu komin!“ og ljómaði
allur. Tomma hafði alltaf langað
til að eignast stelpu og hann sagði
oft að ég væri eins og dóttirin sem
hann eignaðist aldrei, sem hlýjaði
mér mikið um hjartarætur.
Elsku Tommi, ég á eftir að
sakna þín, hvíl í friði. Þín tengda-
dóttir,
Rannveig (Ransý).
Afi var hörkuduglegur maður
og kallaði ekki allt ömmu sína.
Hann vann alla tíð eins og skepna
og eyddi stórum hluta ævi sinnar
á sjónum. Þess á milli stundaði
hann skotveiðar með félögunum
sem hann hafði mikið gaman af.
Minningar um fullan bílskúr af
gæsum eru ofarlega í huga.
Þó svo að afi hafi haft harða
skel að utan var hann einstaklega
mjúkur að innan og með gott
hjartalag. Því miður fengu ekki
allir að kynnast mjúku hliðinni
hans. Við barnabörnin vorum
heppin með það því hann sýndi
okkur mikla ást og umhyggju.
Þegar við hugsum til afa koma
hlýju, dillandi faðmlögin fyrst
upp í hugann og hláturinn hans,
sem var yndislegur.
Árið 1997 keyptu afi og amma
Keisbakka og eyddum við mörg-
um stundum þar. Þangað var allt-
af gott að koma og allir alltaf vel-
komnir. Þar var alltaf nóg um að
vera og sá gamli gaf hinum ungu
ekkert eftir og var sko sannkall-
aður Keisbakkakóngur. Eitt sinn
var verið að grafa fyrir staurum
og afi var svo mikill jaxl að þrátt
fyrir að líkaminn væri löngu bú-
inn, komið myrkur og allir aðrir
farnir inn bograði hann enn yfir
holunum og kom ekki inn fyrr en
hann var dreginn þangað. Á vorin
var farið út í eyjar að tína dún
sem var einstaklega skemmtilegt
og mikil forréttindi fyrir okkur
krakkana. Þar sigldi skipstjórinn
á milli eyja á gúmmítuðrunni og
pikkaði okkur upp.
Það er ekki hægt að segja að
afi hafi borið mikið traust til
ókunnugra, hann var alltaf viss
um að fólk væri að reyna að
svíkja sig. Hann prédikaði mikið
yfir okkur krökkunum að við
þyrftum sko að passa okkur á því
að láta ekki plata okkur. Svo fór
hann með sömu tugguna aftur og
aftur við okkur stelpurnar þegar
við vorum yngri, að við skyldum
passa okkur á strákunum, þeim
væri sko ekki treystandi.
Afi var kjaftfor en yfirleitt
þegar á reyndi aktaði hann ekki
eftir því sem hann sagði. Einu
sinni var hann rosa illur út í ein-
hverja þjónustu og hringdi ösku-
illur í þjónustuver fyrirtækisins
og sagði svo eftir símtalið: „Djöf-
ull, ég sem ætlaði að hella mér yf-
ir þau en svo var konan í síman-
um svo andskoti indæl að ég bara
gat það ekki.“
Síðustu árin voru afa erfið,
hann var sestur í helgan stein og
gat lítið stundað áhugamálin þar
sem heilsan var ekki góð. Það tók
einnig mikið á hann þegar við
misstum pabba. Það var líka
rosalega erfitt fyrir hann þegar
hann gat ekki lengur búið heima
hjá sér og þurfti að fara á hjúkr-
unarheimili. Þar gerði hann lítið
annað en að liggja uppi í rúmi og
horfa á sjónvarpið og leiddist líf-
ið. En mikið sem hann var alltaf
glaður að sjá mann þegar maður
kíkti í heimsókn og tók alltaf á
móti manni með sömu setning-
unni: „neihhh ert þú komin!“ og
þegar maður fór þakkaði hann
alltaf innilega fyrir heimsóknina
því honum þótti svo vænt um það.
Afi hafði beðið lengi eftir því að
fá að fara og loksins kom sá tími.
Við munum sakna hans endalaust
mikið, en við vitum að honum líð-
ur miklu betur á þeim stað sem
hann er núna og hefur fengið góð-
ar móttökur.
Anna Hlíf, Áslaug Svava
og Tómas Örn.
Tómas minn, þú ert búinn að
vera góður við hann pabba. Ég
vissi ekki að Tómas hefði dáið.
Hann gerði mikið fyrir okkur og
leyfði pabba að vera hjá sér þegar
hann kom frá Spáni. Hann og
konan hans, Íris, voru góðir vinir
pabba og áttu fallegt heimili sem
gott var að heimsækja. Hann var
tryggur og góður vinur sem vildi
allt fyrir mann gera.
Guð veri með Tómasi og fari
hann í friði. Ég sendi fjölskyldu
hans innilegar samúðarkveðjur.
Guð veri með ykkur.
Stefán sendill.
Hjartans þakkir fyrir allt
elsku Tommi. Hvíldu í friði.
Oddný, Þórunn Soffía og
Fannar Alexander.
Tómas
Sæmundsson
Við fráfall góðrar
vinkonu leita minn-
ingarnar á.
Solla kom inn í líf
mitt þegar við báðar
stunduðum nám við Myndlistar-
og handíðaskóla Íslands og varð
sá þráður sem við spunnum þar að
vináttu sem hefur haldist óslitin
síðan þrátt fyrir að samvera okkar
hafi ekki verið mikil undanfarin
ár.
Í mínum huga var Solla eins og
Sólrún
Guðbjörnsdóttir
✝ Sólrún fæddist1. maí 1951.
Hún lést 30. ágúst
2018. Útför Sól-
rúnar fór fram 6.
september 2018.
náttúran sjálf, kraft-
urinn, eljan, mýktin
og allt litrófið og ekki
annað hægt en að lað-
ast að henni og sem
betur fer eignast vin-
skap hennar.
Hún var einstakur
mannvinur, ósérhlíf-
in, fordómalaus, við-
sýn, úrræðagóð, sér-
staklega skemmtileg
og ávallt til í að hjálpa, redda og
græja á námsárum okkar þegar við
vorum að róta í ruslinu einhvers
staðar í leit að fjársjóðum til list-
sköpun og kom sér þá vel hvað hún
var góður bílstjóri og á stórum bíl.
Ferðin okkar til New York þar
sem við auðvitað deildum herbergi
var okkur endalaus uppspretta
hláturs þegar við leituðum saman í
minningabankann frá ferðinni
okkar. Solla mín var bara svo ein-
stök, skapandi og allt lék í höndum
hennar, stór kona með stórt hjarta
sem var mér fyrirmynd um hvað
það er að vera góð manneskja.
Við áttum eftir að gera svo
margt saman en nú er hún flogin á
braut með farfuglunum en minn-
ing hennar lifir. Með hlýhug votta
ég fjölskyldu og vinum Sollu
dýpstu samúð.
Ása Hauksdóttir.
Kveðja frá Hofsstaðaskóla
Sólrún starfaði sem mynd-
menntakennari í Hofsstaðaskóla
frá árinu 1994 og átti farsælan
starfsferil við skólann allt til ársins
2016.
Hún lét formlega af störfum sl.
vor.
Sólrún var góður félagi, listræn,
skapandi og fylgin sér. Hún kom
með afar ferskan blæ inn í mynd-
menntakennsluna og átti auðvelt
með að fara með nemendur í list-
rænt ferðalag. Hún kynnti ýmsar
listgreinar fyrir nemendum s.s.
málun, höggmyndalist, glerlist og
leirlist.
Sólrún náði vel til nemenda sem
kunnu vel að meta fjölbreytta
kennslu hennar. Þeir fóru stoltir
heim með skemmtileg og metnað-
arfull verkefni. Nemendur unnu
einnig í hópum að gerð fjölda lista-
verka undir leiðsögn Sólrúnar á
svokölluðum þemadögum.
Við erum svo lánsöm í Hofs-
staðaskóla að mörg verkanna
prýða enn veggi skólans og bera
frábærum listamanni og kennara
gott vitni.
Samstarfsfólk saknar vinar og
félaga og sendir fjölskyldu hennar
innilegar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd starfsfólks Hofs-
staðaskóla,
Margrét Harðardóttir,
skólastjóri.
✝ Guðrún Þórunnfæddist 9. októ-
ber 1932 á Bolla-
stöðum í Austur-
Húnavatnssýslu.
Hún lést á HSN á
Blönduósi 4.
september 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Steingrím-
ur Magnússon frá
Njálsstöðum og
Ríkey Magnús-
dóttir, f. á Ásmundarnesi í
Strandasýslu.
Guðrún ólst upp á Torfustöð-
um í Svartárdal og Eyvindar-
stöðum í Blöndudal.
Guðrún giftist 31. mars 1951
Ingólfi Bjarnasyni, f. 14.3. 1921,
d. 22.5. 2000, bónda á Bollastöð-
um. Hann var sonur Bjarna Jóns-
sonar sem var ættaður úr Skaga-
firði og konu hans, Ríkeyjar
Gestsdóttur frá Gjögri í Stranda-
sýslu. Þau hjón bjuggu lengi í
Kálfárdal á Skörðum og þar var
Ingólfur fæddur.
Synir Ingólfs og
Guðrúnar eru: 1)
Birgir Þór, f. 14.7.
1951, sem býr á
Blönduósi. Kona
hans er Ragna Árný
Björnsdóttir og
dóttir þeirra er
Klara Rún. Sonur
Rögnu og uppeldis-
sonur Birgis var
Björn Ingvar Pét-
ursson, sem er látinn. 2) Bjarni
Brynjar, f. 1.1. 1956, sem býr á
Bollastöðum. Hann var kvæntur
Margréti Guðfinnsdóttur en þau
skildu. Börn þeirra eru Ragnar
Ingi, kvæntur Borghildi Aðils.
Þau búa á Bollastöðum. Hulda
Ríkey, sambýlismaður hennar er
Hafsteinn Hansen. Dóttir Bjarna
og Ragnheiðar Ólafsdóttur er
Dagbjört Karen.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Bergsstaðakirkju í dag, 18.
september 2018, klukkan 14.
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær,
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og
hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt,
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson)
Kæra systir, það er komið að
kveðjustund eftir 70 ára samfylgd.
Við hittumst fyrst um haust og
kveðjumst á sama tíma. Sumarið
liðið og litir haustsins teknir við.
Þú varst farin að búa eigin búi
þegar ég fór að hafa vit á lífinu og
tilverunni í dalnum.
Nú þegar þú heldur á lendur
sumarlandsins að loknu löngu og
farsælu lífshlaupi er mér efst í
huga þakklæti og gleði yfir okkar
sambandi og samstarfi sem aldrei
bar skugga á.
Ég bið guð að blessa Birgi og
fjölskyldu og Binna og fjölskyldu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Þinn bróðir,
Bragi.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
(Höf. ók.)
Í dag kveð ég mágkonu mína
Guðrúnu Steingrímsdóttur eða
Gunnu á Bollastöðum eins og hún
var ávallt kölluð. Það var alltaf
gott að koma í Bollastaði, þegar
rennt var í hlaðið komu húsráð-
endur ávallt út og tóku á móti okk-
ur og fann maður alltaf að allir
væru velkomnir hversu margir
sem úr bílnum komu.
Gunna var skörp og drífandi
kona, hafði alltaf um nóg að spjalla
um landsins gagn og nauðsynjar
og hafði skoðun á hinum ólíkleg-
ustu hlutum. Gunna hafði gott lag
á börnum, það sást best á öllum
sumarbörnunum sem hún tók að
sér og sum þeirra voru árið um
kring.
Aldrei var komið að tómum
borðum á Bollastöðum, þar var
alltaf hlaðið borð af góðgæti og séð
til þess að enginn færi svangur.
Við Bragi áttum margar góðar
ferðir í Sellandakot. Oft komum
við seint að kvöldi í Bollastaði í
snjó og frosti, var þá notalegt að
koma í eldhúsið hjá Gunnu og
Binna, fá heitt kaffi og kökur áður
en haldið var í fjallakofann góða.
Eigum við margar góðar og
ógleymanlegar minningar frá
þeim tíma.
Sumarið 2002 var ákveðið að
halda fjölskyldumót hjá systkin-
unum frá Eyvindarstöðum. Í upp-
hafi var það haldið á Bollastöðum,
allt tilstandið og fyrirhöfnin var
sjálfsagt mál. Viðburðurinn er
orðinn árviss og afkomendum hef-
ur fjölgað, fundið var stærra hús-
næði sem hefur gefist vel og eng-
inn vill missa af hittingnum. Í
fyrrasumar komst þú ekki vegna
veikinda, Gunna mín, en systkini
þín komu í staðinn á spítalann og
þar urðu fagnaðarfundir. Nú í
sumar komumst við hjónin ekki á
ættarmótið vegna veikinda, en ég
vil þakka þér fyrir öll símtölin sem
við áttum. Þú vildir vita hvort ég
væri ekki að hressast og þér
fannst gott að ég hefði ekki verið
lögð af stað norður á ættarmótið.
Þú sagðir mér hversu gaman það
hefði verið að fá Maríu, Magga og
Lilju í heimsókn og ekki fannst
þér leiðinlegt að hafa fengið að sjá
tvíburana hennar Ríkeyjar, þú tal-
aðir mikið um það. Mikið er ég
þakklát fyrir símtalið við þig dag-
inn áður en þú veiktist, þú varst
svo hress og spurðir eins og alltaf
um börnin og hvort ekki væri í lagi
með alla í fjölskyldunni.
Gunna mín, hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Birgir og fjölskylda, Binni og
fjölskylda. Þið eigið alla mína sam-
úð. Guð blessi ykkur öll.
Elín Magnúsdóttir (Ella).
Guðrún Þórunn
Steingrímsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar