Morgunblaðið - 18.09.2018, Síða 25
og hún gerði eins við mína. Henni
var svo ekið brosandi í miðdags-
kaffið. Hún var svo fín og falleg!
Gulli og perlum að safna sér
sumir endalaust reyna,
og vita það ekki að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
Gull á ég ekkert að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
(Hjálmar Freysteinsson)
Guð blessi minningu Imbu á
Jarðbrú.
Heimir Kristinsson
og fjölskylda.
Komið er að kveðjustund. Árið
er 1964, ég á fimmtánda ári og
ráðinn sem sveitastrákur til Imbu
og Dúdda á Jarðbrú eins og þau
voru alltaf kölluð hér í sveit. Hvað
fer í gegnum huga ungs drengs
sem fer að heiman í fyrsta skipti,
kvíði að fara að heiman frá for-
eldrum og systkinum til annarra
og vandalausra. Fyrir mér var
þessi ótti ástæðulaus, Imba tók
mér sem móðir mín væri og hefur
æ síðan reynst mér eins og besta
móðir og Jarðbrúarsystkini hafa
alltaf látið mér líða þannig að ég
sé einn úr hópnum, fyrir þetta
verð ég eilíflega þakklátur. Sumr-
in mín á Jarðbrú urðu fjögur og
veturnir þrír þannig að ég kynnt-
ist Imbu vel. Auk þess að vera
húsfrú á stóru heimili sinnti hún
útiverkum svo sem heyskap og
mjöltum og ýmsu öðru sem þurfti
að sinna. Þá má segja að hún hafi
verið aðstoðarmanneskja dýra-
læknis þar sem Dúddi var starf-
andi dýralæknir í Svarfaðardal,
Dalvík og Árskógsströnd. Mörg-
um símtölum var hún búin að
sinna og æði oft heyrði ég hana
gefa góð ráð um meðferð dýra
þegar bóndi hennar var ekki við
og einhver bið væri á að hann
kæmi á staðinn. Þá sinnti hún til-
tekt á lyfjum og hafði þetta gjarn-
an tilbúið þegar Dúddi kom og gat
hann þá farið strax af stað. Sem að
líkum lætur var gestagangur mik-
ill og öllum alltaf boðið inn í mat
eða kaffi og væri fróðlegt að vita
hvað Imba hefur gefið mörgum
gestum kaffi. Á sumrin var mikill
gestagangur en aldrei heyrði ég
að það væri nokkurt vandamál,
aðeins verkefni sem hún leysti og
allir fengu veitingar og gistingu.
Það hefur sjálfsagt hjálpað Imbu í
hennar miklu vinnu hve létt og
gott skap hennar var. Aldrei
heyrði ég styggðaryrði frá henni,
hvorki til mín né annarra og alltaf
skyldi hún draga fram það já-
kvæða í fari fólks en láta hitt eiga
sig. Einn var sá hæfileiki Imbu
sem guð úthlutaði henni í ríkum
mæli, það var söngrödd hennar.
Imba hafði háa og fallega sópran-
rödd og ef tímarnir og tíðarandinn
hefði verið annar hefði Imba get-
að verið í hópi bestu söngkvenna.
Söngæfingar með ýmsum kórum
voru Imbu hvíldar- og gleðistund-
ir og æði oft dáðist ég í laumi að
söng hennar heima á Jarðbrú er
hún söng við vinnu sína. Nú í
seinni tíð hef ég dáðst að því hve
Imbu tókst að hafa taumhald á
hrekkjaskap barna sinna og hló
hún í laumi yfir uppátækjum
þeirra. Ég vil með þessum fáu lín-
um þakka Imbu samfylgdina.
Með henni hverfur kona af þeirri
kynslóð sem æ færri hafa tæki-
færi til að komast í kynni við. Hún
var af þeirri kynslóð sem fékk
ekkert upp í hendurnar en tókst
með vinnu og baráttuþreki að
eignast fallegt heimili og glæsileg-
an barnahóp. Ég er þakklátur
Imbu fyrir svo margt, hún kenndi
mér ýmislegt sem komið hefur sér
vel síðar á lífsleiðinni og henni á
ég mest að þakka hvert ævistarf
mitt hefur verið. Ég mun alltaf
minnast hennar sem konu sem
var réttsýn, hlý og glaðleg. Ég
færi aðstandendum öllum innileg-
ar samúðarkveðjur og þótt nú sé
hún farin lifir hún áfram í huga
mínum sem einstök manneskja,
algjör perla.
Rafn Arnbjörnsson.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2018 25
Smáauglýsingar
Bækur
Nú eru bara allir sem vettlingi
geta valdið úti að hjóla!
Sáuð þið ekki Macron Frakklandsfor-
seta og Lars Lökke í Danmörku um
daginn?
Hjólabækurnar allar 5 frítt með
Íslandspósti 7.500 kr.
Vestfirðir - Vesturland - Suðvestur-
land - Árnessýsla - Rangárvallasýsla.
Ein góð bók fylgir í kaupbæti.
Skaftafellssýslur í bígerð hjá Smára
okkar.
Vestfirska forlagið
jons@snerpa.is
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
Járnsmiðja - vantar mann
Vantar vandvirkan og góðan járnsmið
sem getur unnið sjálfstætt.
Íslenskumælandi. Um er að ræða
smíði og uppsetningu á svala- og
stigahandriðum.
Þarf að geta byrjað strax.
Uppl. 899 5979 Guðmundur
Bókhald
NP Þjónusta
Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-
ingsfærslur o.fl.
Hafið samband í síma 649-6134.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Stóla yoga með Hildi kl. 9.30-
10. Gönguhópur kl. 10.15 - 11.15. Vatnsleikfimi í Vesturbæjarlaug kl.
10.15. Tálgað í tré & postulínsmálun kl. 13-15.30. Línudans kl.13.30-
14.30. Bíó á ganginum kl. 13.30-15. Kaffið 14.30-15.20.
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðb. kl. 9-16. Boccia
með Guðmundi kl. 10. Opið hús, t.d. vist og bridge kl. 13-16.
Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna með leiðb.
kl. 12.30-16. Kóræfing, Kátir karlar kl. 13. MS-fræðslu- og félagsstarf
kl. 14-16. Opið fyrir úti-og innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffi-
sala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. S: 535 2700.
Áskirkja Spilum kl. 20 í Dal, neðra safnaðarheimili kirkjunnar.
Allir velkomnir Safnaðarfélag Áskirkju
Boðinn Bridge og Kanasta kl. 13. Fuglatágun kl. 12.30.
Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14.
Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar djákna og
Arnhildar organista. Súpa og brauð eftir stundina. Félagsstarf eldri-
borgara byrjar kl. 13. Við fáum góðan gest til okkar. Rithöfundurinn
Bjarni Harðarson les upp úr bók sinni Í Skugga Drottins. Verið hjartan-
lega velkomin
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Landið skoðað með nútímatækni kl.
13.50. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir!
Garðabæ Vatnsleikf. Sjál. 7.30/15. Qi Gong Sjál. kl. 9. Karlaleikf. Ásg.
kl.12. Boccia, Ásg. kl. 12.45. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10.
Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Línudans í Kirkjuhvoli kl.
13.30/14.30. Vídalínskirkja – Sérsniðið námskeið í heimaskyndihjálp
fyrir eldri borgara frá Rauða krossi Íslands.
Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramik málun kl. 9-
12. Glervinnustofa m/leiðb. kl 13-16. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30.
Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9, handavinna, kl. 9.30 silfursmíði (kennsla fer fram að
Smiðshöfða 14 Rvk), kl. 10 stólaleikfimi, kl. 13 handavinna, kl. 13
hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 Alkort, kl. 14 hreyfi- og
jafnvægisæfingar, kl. 16 dans.
Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12.
Gullsmári Myndlist kl 9. Boccia kl 9.30. Málm/Silfursmíði (kennsla fer
fram að Smiðshöfða 14 Rvk) kl. 13 Canasta / Tréskurður, kl. 13
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11, 500 kr skiptið eða 1305.-kr
mánuðurinn, allir velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30. Bónusbíllinn kl.
12.15. Spjallhópur kl 13, allir velkonmir. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl.
14.15.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl
liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og
hádegismatur kl. 11.30. Gönguferð um hverfið kl. kl. 13.30 og eftir-
miðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Opnar kl. 8.50. Við hringborðið kl. 8.50, boðið upp
á kaffi. Thai Chi með Guðnýju kl. 9-10, myndl.námsk. hjá Margréti
Zophoníasd. kl. 9-12, leikf. með Guðnýju kl. 10-10.45, hádegism. kl.
11.30 (panta þarf fyrir kl. 9 samdægurs). Spekingar og spaugarar kl.
10.45-11.45, Listasm. er öllum opin frá kl. 12.30. Kríur myndlistarhópur
kl. 13, bridge kl. 13-16, enskunámskeið kl. 13-14.30, kaffi 14.30.
Sími 411 2790.
Korpúlfar Boccia kl. 10 og 16 í dag í Borgum, helgistund kl. 10.30 í
Borgum, sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 13.30 og heimanáms-
kennsla kl. 16.30 í dag í Borgum
Neskirkja Krossgötur kl. 13. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í
Grafavogskirkju fjallar um drauma og merkingu þeirra. Söngur og
kaffiveitingar.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja kl.
9-16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, opin listasmiðja
m.leiðbeinanda kl. 13-16, boccia, spil og leikir kl. 16, tölvu-og
snjalltækjakennsla kl. 17. Uppl í síma 411 2760.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.15. Athugið að kl.
9.30 í dag verður lagt af stað í sameiginlega ferð félagsstarfsins og
kirkjunnar. Heimsækjum Eldfjallasetrið á Hvolsvelli ofl. Kaffispjall í
króknum kl. 10.30. Pútt í Risinu kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi
kl. 11.30. Bridge í Eiðismýri 30, kl. 13.30. Karlakaffi í kirkjunni kl. 14.
Sléttuvegur 11-13.
Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á könnunni frá kl. 10 –
11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30 – 12.15 og
panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn
kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu
frá kl. 14.30 – 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568 2586.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Skák kl. 13. Allir velkomnir.
Félagslíf
EDDA 6018091819 I Fjhst
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Tilvera okkar er undar-
legt ferðalag.
Við erum gestir og hótel
okkar er jörðin.
Þannig orti Tómas Guðmunds-
son á sínum tíma. Þetta kemur í
hugann, er ég kvaddi Grétu Jóns-
dóttur þann 27. mars síðastliðinn.
Við erum gestir á þessari jörð,
misjafnlega lengi.
Mér finnst ekki langt síðan við
hittumst fyrst, á ganginum í
gamla sjúkrahúsinu á Ísafirði, en
samt eru liðin næstum sjötíu ár,
síðan þá höfum við verið vinkon-
ur.
Það var oft glatt á hjalla í
vinnunni þetta sumar, svo okkur
datt í hug að stofna saumaklúbb
fjórar vinkonur. Eiginmenn okk-
ar allra voru sjómenn og við vor-
um að stíga okkar fyrstu skref
sem húsmæður með misjöfnum
árangri.
Fljótlega kom í ljós að Gréta
og Sella höfðu yfirburði í þeim
efnum og við Auður sættum okk-
ur vel við það.
Svo liðu árin, nokkrar bættust
í hópinn og aðrar tíndust burt, en
alltaf hittumst við reglulega. Það
var stundum sagt að svona klúbb-
ar væru bara til að tala um
náungann. Það var mikið unnið,
hlegið og auðvitað eitthvað talað
en allt samt saklaust. Við áttum
allar mörg börn og öll þurftu þau
Gréta Jóna
Jónsdóttir
✝ Gréta JónaJónsdóttir
fæddist 6. sept-
ember 1933. Hún
lést 15. mars 2018.
Útför hennar fór
fram í kyrrþey 27.
mars 2018.
föt. Maður fór ekki
út í búð að kaupa
þau. Minnisstæð er
setning sem ein
sagði: „Í þá daga
bjó maður allt til
nema skóna.“ Nú í
seinni tíð höfum við
hist sjaldnar og
samskiptin orðið
minni, en Gréta var
sú sem hefur verið
duglegust að halda
tengslunum og verið tilbúin með
veisluborð með engum fyrirvara.
En lífið er ekki alltaf leikur og
Gréta fékk að finna það er eig-
inmaður hennar og sonur fórust í
sjóslysi í Jökulfjörðum og nú fyr-
ir nokkrum árum varð svo annar
sonur bráðkvaddur. Svona áföll
skilja eftir stór og djúp sár sem
aldrei gleymast. En Gréta var
sterk og reis alltaf upp með
dyggri aðstoð barna sinna og fjöl-
skyldu, en síðast og ekki síst eftir
að sómamaðurinn hann Ragnar
Þorbergsson kom inn í líf hennar
sem hefur reynst henni vel og
gott að koma í heimsókn til
þeirra.
Þessar fáu og fátæklegu línur
eru kveðjuorð til góðrar vinkonu
með þökk fyrir allar góðu stund-
irnar. Mér þótti vænt um að
heyra í henni vikuna áður en hún
kvaddi. Þar bar margt á góma
sem ekki verður rætt hér. Hún
var kvödd í kyrrþey og hvílir nú
við hlið ástvina í Ísafjarðar-
kirkjugarði.
Saumaklúbburinn kveður nú
góða vinkonu með þökk fyrir all-
ar góðu stundirnar og vottar fjöl-
skyldu hennar okkar dýpstu sam-
úð.
Sigríður Aðalsteins.
Við Þóranna
byrjuðum að vinna
saman í þvottahúsi
KS á Sauðárkróki.
Þá kynntist ég fyrst þessari frá-
bæru konu. Þóranna var alltaf
kát og hress, ósérhlífin, vinnu-
söm og úrræðagóð.
Þóranna kunni mikið af vísum
og ljóðum sem hún fór með við
vinnuna og svo sungum við gamla
slagara og nýja. Þóranna hafði
mjög góða söngrödd og naut þess
að syngja, en færeyska lagið
Fagra blóm var í miklu uppáhaldi
hjá okkur.
Þóranna var mikið fyrir harm-
onikkumúsík og hafði gaman af
að dansa og tókum við stundum
snúning ef smá pása var hjá okk-
ur og gott lag í útvarpinu. Tíminn
leið fljótt því það var skemmti-
legt og lærdómsríkt að vinna með
Þórönnu, hún var hress og kát og
skipti aldrei skapi, hvernig sem
gekk hjá okkur. Seinna færðum
við okkur í eldhús sláturhússins
og ekki var krafturinn í Þórönnu
Þóranna Kristín
Hjálmarsdóttir
✝ Þóranna Krist-ín Hjálmars-
dóttir fæddist 12.
apríl 1936. Hún lést
19. ágúst 2018.
Útför Þórönnu
fór fram 1. septem-
ber 2018.
minni þar. Þetta var
mikil tarnavinna og
áttum við saman þar
nokkur góð haust.
Þóranna og mað-
ur hennar, Lárus
Hafsteinn, voru
samhent hjón og
fannst mér hún
aldrei ná sér eftir að
hann féll frá.
Þegar Þóranna
varð áttræð héldu
börnin hennar henni veislu. Þar
var mættur harmonikkuleikarinn
Stulli frá Siglufirði og hélt uppi
fjöri með spili og söng og Þór-
anna lék á als oddi. Þannig man
ég hana best, glaða og káta.
Síðustu árin dvaldi hún á Dval-
arheimili aldraðra á Sauðárkróki
og naut þar góðrar umönnunar.
Þóranna andaðist 19. ágúst sl.
Um Þórönnu á ég bara ljúfar
og góðar minningar, það voru
forréttindi að fá að kynnast
henni, vinna með henni og eiga
vináttu hennar.
Fjölskyldu hennar sem Þór-
anna var svo stolt af, og lét sér
svo annt um, votta ég mína inni-
legustu samúð.
Ég kveð kæra vinkonu með
þakklæti og virðingu með kveðj-
unni okkar að loknum vinnudegi.
„Sjáumst.“
Sigrún Aadnegard.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar