Morgunblaðið - 18.09.2018, Page 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2018
Ég er stödd í Reykjavík að versla fyrir afmælið mitt,“ segirSesselja Kristín Eggertsdóttir þegar blaðamaður hafði sam-band við hana í gær, en hún á 50 ára afmæli í dag. Hún ætlar
að halda upp á afmælið á laugardaginn í félagsheimilinu á Hvamms-
tanga og er boðið þangað um 200 manns.
„Þetta verður styrktarveisla, en náið vinafólk mitt á við alvarleg
veikindi að stríða og mig langaði til að aðstoða þau á erfiðum tímum.
Svo að í stað afmælisgjafa koma gestir með pening sem fer í styrktar-
sjóð. Þetta verða hálfgerðir tónleikar og allt heimafólk sem mun spila
og syngja, en það er rosalega
mikið tónlistarlíf á Hvamms-
tanga.“
Kristín, eins og hún er allt-
af kölluð, er ættuð af Vatns-
nesi en ólst upp á Hvamms-
tanga. Hún bjó á námsárum í
Reykjavík og Akureyri um
tíma auk þess að búa í Noregi
í fleiri ár, þegar hún og eig-
inmaður hennar, Geir Karls-
son heimilislæknir, voru þar í
námi, hann í sérnámi en hún í
hjúkrunarnámi. Þau vinna
bæði á heilsugæslunni á
Hvammstanga auk þess sem
Kristín sinnir heimahjúkrun
og er skólahjúkrunarfræð-
ingur.
Þau sinna einnig fjárbú-
skap í frístundum, en þau
eiga hlut í jörðinni Bjargi í Miðfirði en þaðan var Grettir sterki Ás-
mundsson. „Bróðir Geirs býr á jörðinni og er með 550 fjár og ætlum
við í fjárrag á morgun [í dag], sem sagt að draga í sundur lömbin og
ákveða hver eigi að lifa og hver fari í sláturhús. Svo fer ég á blakæf-
ingu um kvöldið.“
Kristín er formaður blakdeildar Kormáks sem er íþróttafélagið á
Hvammstanga. „Það er mikill uppgangur á blaklífinu, við erum með
lið í meistaraflokki sem keppir í 4. deild og við erum að fara að halda
fyrsta Íslandsmót í blaki á Hvammstanga, en það verður haldið 13. og
14. október. Tólf lið taka þátt í 4. deildinni og við eigum því von á 100
manns.“
Einnig er Kristín í hópi kvenna sem kalla sig Gærurnar, en þær
halda úti nytjamarkaði á Hvammstanga á sumrin og ágóðinn fer í að
styrkja góð málefni í Húnaþingi vestra.
Synir Kristínar og Geirs eru Karl Ásgeir, f. 1990, Hjörtur Gylfi, f.
1998, og Arnar Freyr, f. 1999. Barnabörnin eru Harpa Hrafney og
Sigurgeir Logi Karlsbörn.
Stendur í fjárragi
á afmælisdeginum
Kristín Eggertsdóttir er fimmtug í dag
Hjúkrunarfræðingurinn Kristín stödd
á Kúbu síðastliðið vor.
J
óhannes Sigurður Ólafsson
fæddist á Akranesi 18.9.
1948 og ólst þar upp fyrstu
árin: „Ég ólst upp við
Vesturgötuna til ferming-
araldurs. Þá hófu foreldrar mínir
búskap í Innsta-Vogi í Innri-
Akraneshreppi, með blandaðan bú-
skap, ær, kýr, hesta og hænsni.
Maður fékk því að taka til hendinni
við almenn sveitastörf á unglings-
árunum.“
Jóhannes byrjaði 17 ára til sjós og
stundaði síðan sjómennsku um ára-
tuga skeið: „Ég var alltaf á bátum af
Skaganum, var fyrst háseti á Ólafi
Sigurðssyni hjá Einari Árnasyni,
síðan á Höfrungi og Höfrungi III og
Óskari Magnússyni AK, með Viðari
Karlssyni. Eftir það tók ég 30 tonna
réttindin hér uppi á Skaga sem og
vélstjórnarréttindi.“
Jóhannes stofnaði eigin útgerð ár-
ið 1979. Hann keypti Hrólf Ak 29 ár-
ið 1981, var skipstjóri á honum og
gerði hann út til 2005. Samhliða út-
gerðinni ráku þau hjónin fiskverkun
og reyndar einnig fiskbúð á Akra-
nesi skamma hríð: „Við fiskverk-
unina lögðum við áherslu á ferskan
fisk og markaðinn fyrir hann hér á
Akranesi og í næsta nágrenni. Við
seldum í verslanir og sáum fjölda
stofnana fyrir fiski, s.s. Dvalar-
heimilinu Höfða, leikskólum og
grunnskólum á Akranesi og í
Borgarnesi, Bifröst, Hvanneyri og
Grundartanga. Við vorum með fimm
manns í flökun þegar mest var um-
leikis hjá okkur.“
Síðustu ár hefur Jóhannes verið á
strandveiðum við Arnarstapa. Fjöl-
skyldan hefur auk þess rekið Fish
and chips-vagninn á Arnarstapa frá
vorinu 2016 við miklar vinsældir.
Jóhannes er fjölskyldumaður.
Honum líður best umkringdur fjöl-
skyldumeðlimum og ættingjum: „Ég
hef líka alltaf verið svolítill veiðimað-
ur í mér en samt enginn dellukarl í
þeim efnum. Ég byrjaði að renna
Jóhannes S. Ólafsson, skipstjóri og útgerðarmaður – 70 ára
Stoltur afi og amma Jóhannes og Herdís við skírn eins barnabarnsins, hennar Marselíu Hrundar Guðjónsdóttur.
Náttúrubarn landbún-
aðar og sjómennsku
Kristófer Friður
Birimumaso seldi
dót á tombólu í
Reykjavík til styrktar
Rauða krossinum.
Alls söfnuðust 1.058
krónur.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® vinnur gegn
stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra.
Með þér í liði
Alfreð Finnbogason
Landsliðsmaðu attspyrnu
„Tækifærið er núna.“
r í kn
Registered trademark
licensed by Bioiberica
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is